Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, júlí 17, 2008

Bensínverðið kálaði sumarfríinu - eða er mér alveg sama???

Sko, er í smá vandræðum.
Og eiginlega allt út af því að það er allt of margt í boði í einu.
Maður vill jú geta gert allt sjáiði.
Altsvo ef sá sem nennir að lesa um þessi vandræði og nota bene getur komið með góð ráð þá stend ég ævinlegri þakkarskuld og skal birtast syngjandi sæl og glöð á tröppum viðkomandi sem verðlaun fyrir að hjálpa mér úr vandræðunum.
Nú svona er staðan

1. Um næstu helgi býðst mér að fara á ættarmót norður í land með Birgi. Við getum hist í Búðardal, ég skilið bílinn minn þar eftir og haldið áfram með honum og NB nú höfum við ekki hist í 2 vikur.

2. Þar sem ég lofaði í vetur að leigja íbúðina mína frá 21 - 24 júlí þá þarf ég að far heim aftur og gera klárt fyrir það.

Hér er komin fyrsta bílferð fram og til baka á tanki sem kostar 8.000 kalla að fylla. Geri ráð fyrir að fara með einn tank fyrir þessa ferð.

3. Ég fékk, jíbbí jæ jei, tíma hjá meltingarsérfræðingi þann 23. júlí. (var ekki að kaupa þetta með þann sem gaf mér tíma 30. sept)

4. Ættarmót hjá minni fjölskyldu helgina 24 - 26 júlí og það er ætlast jú til að maður mæti.

Hér er þá komin ferð númer tvö fram og til baka en í þetta sinn alla leið til Reykjavíkur. Bíllinn minn fer með rúman hálfan tank suður ca. 5000 kall og svo annað eins til baka. 10.000 kall kominn þá í þessa ferð.

5. Þarf svo að vera komin suður fyrir 4. ágúst því þá förum við Birgir saman til Köben.
kem til landsins 14. og þá er spurning hvað skal gera far heim eða vera því
6. þann 25. ágúst erum við boðin í brúðkaup fyrir sunnan.

Ef ég fer heim þá er komin 10.000 kall í bensíns og svo aftur 5000 kall til að komast suður í bryllup.


Samanlagt er þetta 28.000 - 32.000 bara í bensín. Þá er ófrátalið nesti og svoleiðis sem maður verður að hafa í 5 tíma akstri.

Ef ég sleppi því að koma vestur til að fara á ættarmótið þá er ég búin að spara 10. þús kallinn þar í bensín.
En ef ég kem bara ekkert vestur fyrr en öllu þessu er lokið sem er að gerast fyrir sunnan þá er ég í 3 vikur í burtu og skil 18 ára gamlann ungling eftir einann heima. Og ekki finnst mér það nú fýsilegur kostur frekar en ostur.
Unglinginn tek ég ekki með mér því hann réð sig í vinnu og þarf að standa sína plikt þar.

Já hér sannast að sá á kvölina sem á völina eða ef ég ætti nóg af seðlum þá væri þetta engin spurning - ég fengi mér bara einkaflugvél og sætann flugmann.

10 Comments:

  • At 17/7/08 5:56 f.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Jáhá!!! Það er ekkert annað-allt að gerast á svipuðum tíma. Meltingasérfræðingurinn er mikilvægur...ég veit eiginlega ekki hvað ég ætti að segja meira nema kannski bara að fara með alla familýuna til útlanda og eyða bensínpeningnum þar:) Nei djók-gangi þér vel með ákvörðunina því það er ekkert alltaf gaman að þurfa að ákveða hvað er mikilvægast og hverju má sleppa.
    Fyrirgefðu dipló svar:)

     
  • At 17/7/08 6:06 f.h., Blogger Kristín said…

    Ég myndi fara þetta allt, mér finnst þetta hljóma of mikilvægt allt saman. Hins vegar geturðu reynt að pína bensínverðið niður m.þ.a. bjóða far. Ég rakst á mjög spennandi slíkan íslenskan vef um daginn, sem var fullur af óskum og tilboðum. Ég finn hann því miður ekki aftur. Hins vegar fann ég þennan: farthegi.is

     
  • At 17/7/08 11:22 f.h., Blogger Ásdís said…

    Þar sem ég mæti á ættarmótið þá finnst mér að sjálfsögðu að þú eigir að mæta líka....þótt þú þurfir bara að sleppa öllu hinu ;)

    Annars, þá held ég að vefurinn sem hún Kristín er að tala um heiti samferda.net

     
  • At 17/7/08 12:43 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk fyrir þetta, ætla að kíkja á þessa vefi. Aldrei að vita nema einhver sé hér á vestfjörðum á leið suður eða norður.

     
  • At 17/7/08 4:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hæ, ég vildi bara, sem 19 ára einstaklingur, segja þér að kannski er unglingurinn þinn orðinn nógu gamall til að þú getir treyst honum... allavega ef þú tekur mjög gott mömmu/sonar-spjall áður en þú ferð og færð kannski nágranna til að líta eftir með honum.

    en hins vegar skil ég áhyggjurnar vel! það er kannski svolítið hollt fyrir hann að fá að standa á eigin fótum... þó það sé erfitt fyrir móðurhjartað :)

     
  • At 17/7/08 5:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    segi eins og Svanfríður, þetta hljómar allt of mikilvægt til að sleppa;)

    en stórsniðugt ef þú getur samnýtt bílinn með einhverjum og deilt kostnaði á tvo, vona að það takist.

     
  • At 17/7/08 8:26 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Gera sem mest með sem minnstri fyrirhöfn - það er mitt mottó.

     
  • At 18/7/08 10:58 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Hæ Hildur sellóstelpa,gama að þú skulir enn kíkja í heimsókn til mín.

    Takk fyrir ábendinguna og jú hann hefur verið einn heima í 2 vikur þegar í sumar og það gekk vel.Hef svos sem ekki miklar áhgyggjur af honum, flottur strákur, aðal málið er að hann býr í RVk á veturna og mig langar að vera með honum í sumar því ég sé minna af honum á veturna:O)


    Gott mottó Marta - hef þetta í huga.Já Baun það er flókið að vera ég þessa dagana því þetta er allt voða mikilvægt.

     
  • At 20/7/08 5:42 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég veit af því að fólk hefur athugað á bílaleigum og verkstæðum hvort þar séu bílar sem þarf að ferja á milli. Um daginn bilaði bíll einhverrar ferðaþjónustu á austurlandi og þurfti þar á verkstæði. Fólk mér tengt flutti hann svo frá Egilsstöðum til Reykjavíkur sem hentaði fínt því þau voru að flytja af landinu en seldu mér sinn bíl á leiðinni. Veit bara ekki hvernig eldsneytiskostnaði er háttað í svona flutningum.

     
  • At 20/7/08 7:18 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Ég ferjaði bíla hér í den og þurfti sjálf að greiða eldsneytið...heyrði þó af einni um daginn sem þurfti ekki að gera það, þannig að kannski er það misjafnt eftir bílaleigum.

     

Skrifa ummæli

<< Home