Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

laugardagur, ágúst 23, 2008

samtal

Brynja Sólrún var að horfa á mynd í tölvunni á leiðinni suður í gær. Svo er hún að skoða hulstrið og sér merki sem hún spyr bróður sinn hvað þýði.

Daði ( 18 ára);þetta þýðir að það má ekki skrifa diskinn

Brynja (11 ára); ha skrifa?

Daði; já afrita hann

Brynja; hvað meinarðu?

Daði; (orðinn dáldið pirraður) já þú veist "kópera" hann.

Brynja; já svoleiðis

Daði; (hneykslaður)bíddu, þarf ég að tala ensku við þig svo þú skiljir mig.

7 Comments:

  • At 24/8/08 2:08 f.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Ekki taka þessu illa upp en nú fékk ég smá hroll:/

     
  • At 24/8/08 5:06 f.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    ég er hrædd um að ég hafi móðgað þig en við íslensku vorum að tala um slettur og annað hjá mörgum heima og ofnotkun á enskum orðum og mér finnst oft sorglegt þegar ég heyri á tal fólks sem slettir. Tekurðu mikið eftir þessu í kennslu hjá þér, þ.e börnum sem sletta og tala lélegt mál?

     
  • At 24/8/08 4:28 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Ég er ansi hrædd um að mjög mörg börn ,,kópíeri" diska en afriti þá ekki. Og fullorðnir reyndar líka.

     
  • At 24/8/08 9:09 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    haha Svanfríður nei sko aldeilis ekki, þú móðgaðir mig sko ekki.
    Mér fannst þetta samtal alveg óborganlegt og líka að sá 18 ára skyldi nota íslensku orðin og sú 11 ára var alveg úti á túni.Segir okkur líka að við erum með slettur í tölvumáli m.a. sem er orðið pikkfast í málinu og við þá staðreynd fæ ég líka hroll.

     
  • At 25/8/08 8:45 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hahahaha....sé þetta alveg fyrir mér :-D

     
  • At 25/8/08 9:50 f.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Heyrðu Syngibjörg, þú ert aldeilis að skrópa í heimsóknum í Stigahöllina, ertu farin aftur vestur?

     
  • At 25/8/08 11:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta fannst mér algjörlega meinfyndið :)

     

Skrifa ummæli

<< Home