Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, júlí 31, 2008

Æi hvað þetta er þreytandi

Nú er Köben á næsta leiti og krónan hækkar stöðugt.
Þegar ég byrjaði í náminu úti var DK 10,0 fyrir einu og hálfi ári.
Þegar ég var úti í mai sl. hækkaði hún úr 14,0 í 16,0. á einni viku.
Þetta þýðir auðvita að skólagjöldin, húsnæðið, og maturinn hefur hækkað og buddan grætur.
Við eigum þess þó kost að greiða skólagjöldin í evrum en það er lítið hagstæðara,
allavega eins og staðan er núna.

Búin að njóta sólardaga í góðra vina og vinkvennahóp en mr. Mallakútur er ekki til friðs.
Eiginlega til mikilla ama.
Ákvað í gær að halda matardagbók og henda henni svo í doksa í von um svör.
Ég meina það er ekki eðlilegt að kona sem er 59 kíló sé með maga eins og hún sé gengin 6 mánuði á leið.
Því ég er EKKI ÓFRÍSK.
Alltaf eins og útblásin blaðra með vindverki og óhljóð.

Ekki lekkert, ha........

Geng í jogging og víðum kjólum því ég get ekki hneppt að mér buxunum lengur.
Og er þá ekki tilvalið að lesa bók sem heitir The food of love eftir Anthony Capella.
Þetta er skáldsaga þar sem aðalsögusviðið er Róm og ítölsk matargerð og hefðir eru fléttaðar inn í söguþráðinn. Aðalsögupersónan vinnur á einum þekktasta veitingastað borgarinnar.
Írónían er auðvita að ég get ekki með nokkru móti borðað ítalaskan mat því ég hef ofnæmi fyrir öllu sem í honum er.
En sagan er dásamleg og lýsingarnar á því hvernig á að sjóða pasta t.d. eru dýrlegar.

2 Comments:

  • At 31/7/08 5:53 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Ég man eftir þegar ég gat ekki hneppt og að lokum var ég í þrjár vikur á spítala í nánu sambandi við stólpípur:) Mjöööög skemmtilegt.

     
  • At 31/7/08 9:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    æææ, ósköp og skelfing hlýtur þetta að vera þreytandi. ætla rétt að vona að þú fáir bót meina þinna.

     

Skrifa ummæli

<< Home