Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, ágúst 01, 2008

Læt slag standa

Vinkonur eru eitt af því besta sem maður hefur.
Maður getur hlegið með þeim, grátið með þeim og hellt úr hólfinu sínu þegar það er orðið yfir fullt. Og þar sem ég var að rekja raunir mínar í gær fyrir henni bestu minni henni Gróu þá spyr hún mig hvort ég sé heima í Skipasundinu.
Já ég er hér að láta mér leiðast og vorkenna sjálfir mér.
Ok ég kem segir hún.
Nokkru seinna bankar hún með látum, kemur inn og réttir mér stórann kassa.
Hérna, segir hún, taktu þetta.
Ég horfi stórum augum á hana og spyr hvað þetta sé.
Þetta er allsherjar hreinsi og uppbyggingarkúr, prufaðu þetta.
Í kassanum voru 3 stórir brúsar af Aloa Vera safa, stór dunkur af dufti og tvö glös með töflum í.
Meðfylgjandi er bæklingur og bók og skýrar leiðbeiningar og reitir til að fylla út.
Sem sagt, ég er komin á 9 daga kúr frá Live.

Ástandið getur ekki versnað hugaði ég og þar með er fyrsti dagurinn hjá mér í þessum kúr hafinn.

4 Comments:

  • At 1/8/08 5:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    æ, ég vona heitt og innilega að þetta dugi. góðar vinkonur eru gulli betri:)

     
  • At 1/8/08 5:33 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    takk elsku baun því ég vona það svo sannarlega líka.

     
  • At 2/8/08 1:32 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    ég segi það sama og Baun-mikið afskaplega vona ég að þér fari að líða betur. Á meðan sú leið greiðist hjá þér þá er ekkert betra en að eiga góða að eins og þú átt svo sannarlega. Líði þér sem best.

     
  • At 2/8/08 1:52 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk fyrir það Svanfríður, þetta lítur betur út.Maðu verður bara að vona að góðir hlutir gerist hægt.

     

Skrifa ummæli

<< Home