Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, ágúst 18, 2008

Ekki dauð enn

Jæja ætli sé ekki best að henda hér inn einhverju.

Er sem sagt komin heim úr fríi sem var alveg hreint ágætt bara.
Alltaf gott að koma heim, sérlega ef útlegðin hefur varið í 4 vikur eða svo.
Var farin að sakna míns eigins rúms m.a.
Og krakkana.
Mikið, mikið.

Framundan er skipulag og eru komin nokkur drög að vetrinum.
Fjárfesti í ansi hreint ágætu dagatali sem hengt er upp á vegg.
Með því fylgu allra handa límmiðar, sem höfða til yngsta fólksins á heimilinu.
Það er svona tilraun til að halda öllu til haga.
Einnig til að gera alla fjölskyldumeðlimi virka og meðvitaða.
Nú verða 3 börn á mínu heimili í vetur.
Rokkarinn er kominn.
Verður í MÍ.

Mamman glöð.
Rosalega meira að segja.

Og hann sýndi snilldartakta við eldavélina í gær.
Bauð upp á saltfiskrétt með séríósi !!! ættaðan frá Mýrargötunni.

Í hann þarf:

Olíu
grænan og svartan pipar
saltfisk eins og þurfa þykir miðað við fjölda matargesta
1 pela af rjóma
hálfan gráðost

Og svona gerum við:

Setjum olíu á pönnu og fiskinn líka.
Hellum rjóma út í og brytjum niður gráðostinn.
Piprað og látið malla.

Kartöflur eru soðnar í potti og sallat búið til úr því sem er í ískápnum.
Seríós er sett í skál og því síðan stráð yfir fiskinn þegar hann er kominn upp á diskinn.

Borðað með opnum huga og bragðið kemur á óvart.

7 Comments:

  • At 18/8/08 7:22 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Velkomin aftur og til hamingju með sameiningu fjölskyldunnar. Er sjálf í skýjunum yfir að vera búin að endurheimta miðjuna mína :)

     
  • At 19/8/08 12:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Namm, uppskriftin hljómar vel! Verst að ég kemst hvorki yfir saltfisk né seríós með góðu móti! Þarf því kannski að fá hana hjá þér aftur í framtíðinni þegar ég verð flutt til Íslands!

    Gangi þér vel í skipulaginu og megi haustið taka fagnandi á móti þér!

     
  • At 19/8/08 3:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    saltfiskur og séríós? hmmm...þarf að máta það doldið á hugartungunni.

     
  • At 19/8/08 4:46 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Já Guðrún mín það væri nú það minnsta að bjóða þér í mat.

    Baun, ég skora á þig að prufa.

     
  • At 19/8/08 8:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Seríos?! Þetta hljómar skringilega, en ég er nokkuð viss um að bragðið er í lagi. Kannski ég prófi. Kær kveðja, Gulla Hestnes

     
  • At 20/8/08 5:07 f.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Ef ég fengi saltara þá myndi ég pottþétt prófa. Alveg öruggt.
    ég var farin að sakna þín, gaman að hafa endurheimt þig á ný:)

     
  • At 21/8/08 3:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Velkomin heim! já það er alltaf gott að koma heim þó gaman sé að vera í fríi.
    Mér líst vel á þennan saltfiskrétt og ætla að bjóða uppá þetta við tækifæri.
    Ég er stundum með rétti sem eru án kjöts og eitt af því sem er vinsælast hér á heimilinu er
    - Kotasælubúðingur - sem inniheldur m.a. kornflex! mjög gott.
    Bk.Oddný

     

Skrifa ummæli

<< Home