Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, ágúst 29, 2008

Hamagangur

Þar sem ég stóð inn á baði í morgun að setja í þurrkarann heyri ég þennan gríðalega hávaða.

Stekk fram á gang og sé að ekki bara hefur svalahurðin fokið upp heldur að grillið er komið á hliðina og hefur feykst með gaskútinn í eftirdragi eftir endilöngum svölunum.Og einhvernvegin hafði slangan í gaskútnum farið undir hurðina svo ég þurfti að toga allt heila klabbið til baka til að geta lokað hurðinni. Það er nefnilega þannig að svalirnar mínar eru mjóar en svalahurðin breið og dralsið kemst ekki framhjá henni þegar hún er galopin.

Ég var nýkomin úr sturtu svo ég fékk þennan fína hárblástur á meðan ég baksaði við að koma grillinu á góðan stað án þess að slíta slönguna frá. Og svo ætlaði ég aldrei að geta lokað hurðinni því vindurinn stóð beint upp á hana og hún er frekar þung.



Annars er framundan helgi sem byrjar með singalong ABBA sýningu sem við mæðgur ætlum á í kvöld. Á morgun er tónlistarskólinn í Bolungarvík settur og ég búin að láta plata mig í eitthvað söngdæmi.



Er svo enn að furða mig á þessu bruðli sem viðgengst hjá ráðamönnum þjóðarinnar.

4 Comments:

  • At 29/8/08 5:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hífandi rok í bænum líka, meira veðrið.

    góða skemmtun:)

     
  • At 29/8/08 8:08 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    takk, er að prenta út textana svo maður standi nú ekki alveg á gati því þó mér finnist ABBA fín svona í bland við annað þá kann ég ekki alla textana utanbókar:O)

     
  • At 31/8/08 10:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Greinilegt að haustið er að banka uppá. Það verður gaman að fylgjast með þegar hið háa Alþingi kemur saman. Spennandi að heyra hvað aðgerðarleysið er að virka vel. Allavega orðaði forsætisráðherrann þetta svona á dögunum! Kær kveðja úr blíðunni á Hornafirði.

     
  • At 2/9/08 10:40 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Það er nóg pláss fyrir söngfugla í risinu á Stigahöllinni eftir að Starrarnir fluttu út :)

     

Skrifa ummæli

<< Home