Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, september 14, 2008

Nauðsynlegt en grábölvað

Fyrir speglun er nauðsynlegt að hreinsa ristilinn rækilega af öllum úrgangi, svo rannsóknin og sýnatökur gangi eðlilega fyrir sig. Illa framkvæmd úthreinsun getur komið í veg fyrir að hægt sé að framkvæma speglunina.
Undirbúiningur tekur 2 daga.

1. dagur (laugardagur): AÐEINS MÁ NEYTA FLJÓTANDI, TÆRS FÆÐIS!


  • Tær angnarlaus súpa, fitulítið soð af súputeningum og agnarlaus ávaxta- og saftsúpur.
  • Allir gosdrykkir orkudrykkir
  • Te og kaffi með sykri eða hunangi (án mjólkur!)
  • Frostpinnar án súkkulaðihjúps

EKKI MÁ BORÐA NEINAR MJÓLKURVÖRUR

2. dagur (sunnudagur) AÐEINS MÁ NEYTA FLJÓTANDI, TÆRS FÆÐIS!

  • Kl. 8 um morgunin átt þú að drekka minnst 1 glas af tærum vökva og gjarnan fleiri.
  • Þá er flöskunni af Phosphoral (45ml) blandað út í glas af köldu vatni og drukkið.
  • Þar á eftir átt þú að drekka minnst eitt glas af köldu vatni eða safa, helst fleiri.
  • Þú mátt búast við að hægðarlosun byrji 1/2 klst - 6 klst eftir að drykkja hefst.
  • Notaðu blautþurrkur frekar en venjulegan salernispappír, til að koma í veg fyrir særindi.
  • Mikilvægt er að drekka a.m.k. 1 lítra af vökva fram eftir degi og helst meira.
  • Um kl. 19.00 er síðari Phosphoral flaskan blönduð á sama hátt og um morgunin og drukkin.
  • Fram eftir kvöldi og að morgni speglunardags er nauðsynlegt að drekka vel af tærum vökva.
  • Ágætt er að nota bragðgóðan brjóstsykur, eða ópal í hófi, á meðan úthreinsun stendur.

8 Comments:

  • At 14/9/08 1:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Poj...ertu ekki orðin svöng? Gangi þér vel mín kæra. Gulla Hestnes

     
  • At 14/9/08 2:07 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    alveg að drepast úr hungri...og gaulið í görnunum er orðið hávært og frekt..

     
  • At 14/9/08 4:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Úff, úff, ekki hljómar þetta vel! Ég get alveg verið matarlaus meira og minna allan daginn án þess að taka eftir því en þegar maður veit að maður má ekkert borða verður maður allt í einu svo gífurlega svangur! Einu sinni þegar ég þurfti að fasta fyrir einhverja smáaðgerð var ég farin að teikna mat á disk í einhverri hungurvímu!

    Gangi þér vel og ég vona að þetta skili allt árangri!

     
  • At 14/9/08 5:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    æææ. ekki hljómar þetta nú kræsilega.

    gangi þér vel!

     
  • At 14/9/08 6:33 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    You can do it girl!

     
  • At 14/9/08 6:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ojojojojojoj...

     
  • At 14/9/08 7:45 e.h., Blogger Blinda said…

    Hugsa til þín - þú ert dugleg

     
  • At 16/9/08 10:27 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk kæru vinokonur,þetta hafði nú smá eftir mála í för með sér en er komin heim af spítalanum og er öll að koma til.

     

Skrifa ummæli

<< Home