Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, september 03, 2008

Viðgerð

Það gengur bara vel að gera við.
Fer 3svar í viku.
Er enn samt alveg ógurlega þreytt.
Þrekið kaupir maður víst ekki á haustútsölum.
Það næst besta er svo að standa undir sturtunni og láta vatnið fossa yfir sig.
Eitthvað svo hressandi.
Það besta er að hafa útsýni yfir bæinn sinn á meðan viðgerð fer fram
og horfa á lognið á Pollinum.
Það jafnast ekkert á við það.

8 Comments:

  • At 3/9/08 10:43 f.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Viðgerðir eru þolinmæðisverk! Gangi þér vel.

     
  • At 3/9/08 1:09 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Gangi þér vel í viðgerðunum:)

     
  • At 3/9/08 2:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mín dugleg, 3x!
    Vildi óska að ég gæfi mér tíma í þessháttar.
    MM

     
  • At 3/9/08 3:27 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Maður á víst bara einn líkama og svo eldist maður víst líka svo *dæs* ætli maður verði ekki að að hunskast í þetta. En líðanin er óneitanlega betri, ætli ég viðurkenni það ekki .

     
  • At 3/9/08 9:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Dugleg ertu. Heyrðu, áttu ekki uppskrift að pítsusósu? Einhvern tímann minnistu á það. Kristín í París.

     
  • At 3/9/08 10:29 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Já, jú ég á uppskrift af pizzusósu, get hent henni hingað inn við tækifæri.

     
  • At 4/9/08 9:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    gangi þér vel með musterisviðgerðirnar, kæra Syngibjörg:)

     
  • At 4/9/08 10:21 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gangi þér vel, og þú veist að Róm var ekki reist á einum degi! Kær kveðja. Gulla Hestnes

     

Skrifa ummæli

<< Home