Síðan síðast hef ég......

- farið á bömmer yfir krónunni
- velt því fyrir mér hvernig ég eigi að meika námsferðina til DK
- lesið fyrir próf
- farið á minningartónleika um Siggu og Ragnar H.
- hlustað á börnin mín æfa sig
- þvegið fjall af þvotti og brotið hann svo saman
- horft á samanbrotinn þvottinn á borðstofuborðinu
- talið og flokkað dósir, flöskur og gler
- bakað möffins og súkkulaðiköku og fengið hjálp við það frá heimasætunni
- velt því fyrir mér að taka slátur
- horft á lánin mín hækka
- verið hrikalega dugleg í ræktinni
- reynt að fara snemma að sofa (NB, snemma er fyrir miðnætti)
- eldað uppáhalds mat barnanna; mexíkóska kjúklingasúpu
- fengið hrós
- verið smá blá yfir lífinu
- fundið fyrir einmannaleik
- lesið ævisögu Erics Claptons
- skráð mig inn á facebook og hitt þar gamla vini
- hissað og jahérnast yfir gangi mála í þjóðfélaginu
- fundist tvennan "lífið og tilveran" bara nokkuð góð miðað við allt og allt.
7 Comments:
At 1/10/08 9:23 f.h.,
Nafnlaus said…
æ, já. mikið skil ég þig vel. hvernig er mexíkósk kjúlingasúpa?
At 1/10/08 12:55 e.h.,
Syngibjörg said…
hendi inn uppskriftinni í kvöld:O)
At 1/10/08 1:59 e.h.,
Ameríkufari segir fréttir said…
Mexíkósk kjúklingasúpa er góð-ég kannski prófa uppskriftina þína.
Lífið er einmitt ekkert svo slæmt, þar er ég sammála.
At 1/10/08 5:45 e.h.,
Nafnlaus said…
Mikið rosalega er heimasætan lík þér á þessari mynd. Vantar bara að hún sé dökkhærð :-)
At 1/10/08 6:50 e.h.,
Meðalmaðurinn said…
Ég bíð enn eftir plokkfisinum, átti hann ekki að vera á undan súpunni?
At 1/10/08 7:08 e.h.,
Syngibjörg said…
hahah Marts smarta...plokkfiskur var það heillin, kemur líka :=O
At 5/10/08 10:53 e.h.,
Nafnlaus said…
Sæl vinkona. Viltu senda mér emailið þitt svo ég geti sent þér kjúklingauppskriftina! Ákvað að kíkja á þig og þar sem ég las um aðrar uppskrfitir þá mundi ég eftir loforði mínu. Nýja emailið mitt er oddnyj@ru.is.
Kíktu endilega við þegar þú kemur í bæinn næst,
Hafðu það alltaf sem best.
Kveðja,OJÞ
Skrifa ummæli
<< Home