Tónlistardagurinn mikli
Í dag er haldið upp á 60 ára afmæli Tónlistarskóla Ísafjarðar.
Í dag mun tónlistin óma um allan bæ frá hádegi og langt fram á kvöld.
Dagskráin er fjölbreytt og munu nokkur heimili bjóða upp á heimilsitóna.
Ef þú sérð flagg og blöðrur fyrir utan hús máttu ganga í bæinn og hlýða á
tónlistaratriði og þyggja veitingar.
Sérstök "Music Aid" hljómsveit mun fara um bæinn á þar til gerðum vagni og
þeyta lúðra.
Í kvöld klukkan 8 verða tónleikar á Silfurtorgi sem enda á að allir bæjarbúar taka undir
í einkennislagi dagsin, ABBA laginu "Thank you for the music" sem Ólína Þorvarðardóttir
þýddi svo snilldarlega.
Flugeldasýning og Fjallabræður slá svo botninn í herlegheitin og er það svo ósk okkar að allir
njóti þess sem boðið er upp á.
Ég er að fara að gera mig klára því kórarnir mínir ætla að gleðja þá sem eru á sjúkrahúsinu.
Og af því það viðrar ágætlega geri ég ráð fyrir að við stoppum á götuhorni og hefjum upp raust
okkar fyrir bæjarbúa.
Hafið það gott í dag og njótið lífsins.
Í dag mun tónlistin óma um allan bæ frá hádegi og langt fram á kvöld.
Dagskráin er fjölbreytt og munu nokkur heimili bjóða upp á heimilsitóna.
Ef þú sérð flagg og blöðrur fyrir utan hús máttu ganga í bæinn og hlýða á
tónlistaratriði og þyggja veitingar.
Sérstök "Music Aid" hljómsveit mun fara um bæinn á þar til gerðum vagni og
þeyta lúðra.
Í kvöld klukkan 8 verða tónleikar á Silfurtorgi sem enda á að allir bæjarbúar taka undir
í einkennislagi dagsin, ABBA laginu "Thank you for the music" sem Ólína Þorvarðardóttir
þýddi svo snilldarlega.
Flugeldasýning og Fjallabræður slá svo botninn í herlegheitin og er það svo ósk okkar að allir
njóti þess sem boðið er upp á.
Ég er að fara að gera mig klára því kórarnir mínir ætla að gleðja þá sem eru á sjúkrahúsinu.
Og af því það viðrar ágætlega geri ég ráð fyrir að við stoppum á götuhorni og hefjum upp raust
okkar fyrir bæjarbúa.
Hafið það gott í dag og njótið lífsins.
5 Comments:
At 20/9/08 11:28 f.h.,
Nafnlaus said…
góða skemmtun:)
At 20/9/08 12:02 e.h.,
Syngibjörg said…
Takk, takk;O)
At 20/9/08 1:00 e.h.,
Harpa Jónsdóttir said…
Tek undir það - góða skemmtun!
At 20/9/08 1:16 e.h.,
Nafnlaus said…
Ég vildi svo sannarlega vera á Ísafirði í dag, góða skemmtun. Gulla Hestnes
At 21/9/08 10:34 e.h.,
Nafnlaus said…
Og hvernig var? Var gaman og heppnaðist allt eins og til stóð? Segðu frá! Gulla Hestnes
Skrifa ummæli
<< Home