Tónlistardagurinn mikli
Sonurinn var í bandinu sem var sett saman í tilefni dagsins.
Hann sat við snerilinn og burstaði í gríð og erg á meðan Halldór
spilaði á flygilinn og Valdi á bassann sem stóð á símaskrá
heimilisins því þetta var lánsbassi sem passaði ekki þeim
nánast 2ur metrum sem drengurinn fékk í vöggugjöf.
Aftast sat félagi þeirra og bankaði á bak á strengjalausum gítar.
og börðu húðir í Hömrum. Daði Már er í miðjunni.
og héldu þaðan upp á sjúkrahús þar sem þessi mynd er tekin.
Dagurinn var yndislegur. Allir svo glaðir og fólk tók svo mikinn þátt þrátt fyrir leiðindaveður.
Heimilistónarnir voru vel sóttir og á sum heimili komu allt upp undir 40 manns.
Það var mál manna að þetta ætti að gera að árlegum viðburði.
Það finnst mér góð hugmynd.
10 Comments:
At 27/9/08 9:23 e.h.,
Nafnlaus said…
Tonlistardagurinn í Frakklandi var alveg frábær þar til hann varð of vinsæll. Best þegar þetta er bara lítil hátíð litla fólksins, en um að gera að hafa hana árlega, sammála því.
At 27/9/08 9:55 e.h.,
Nafnlaus said…
Flott!
At 27/9/08 9:57 e.h.,
Nafnlaus said…
Hugmyndin góð, og ætti að vera árlegur viðburður í höndum heimafólks. Takk takk. Gulla Hestnes
At 27/9/08 10:28 e.h.,
Nafnlaus said…
gaman að sjá þessar myndir, gleðin skín úr andlitunum:)
At 27/9/08 10:44 e.h.,
Syngibjörg said…
Hvað gerist ef eitthvað verður of vinsælt? verður það úrelt, yfirþyrmandi eða leiðinleg??
Vona að þessi litla hugmynd fái að blómstra og verða að þeim viðburði sem okkur er sómi af hér í Ísafjarðarbæ.
At 28/9/08 5:41 e.h.,
Ameríkufari segir fréttir said…
Skemmtilegar myndir og vonandi að þetta verði árlegt.
En Önni-er hann frá Flateyri?
At 28/9/08 5:42 e.h.,
Nafnlaus said…
Til hamingju með þennan dag hjá ykkur.
Nú styttist í Norðurlandið.
Hlökkum til að fá heimsókn
kveðja Mjöll og co
At 29/9/08 12:01 e.h.,
Harpa Jónsdóttir said…
Frábært!
At 29/9/08 12:01 e.h.,
Harpa Jónsdóttir said…
Frábært!
At 1/10/08 7:23 f.h.,
Nafnlaus said…
Það sem gerist við of miklar vinsældir er fyrst allt í klúðri út af mannfjölda og svo allt of mikil skipulagning og stóru nöfnin vilja koma og þá verður að auglýsa og setja grindur og löggur og öll gleðistemning kafnar í þessu. Ég nenni yfirleitt ekki "niður í bæ" á þessum degi, en það er mjög gaman að fara um jaðarhverfin og þrælskemmtileg þorpsstemning hér í úthverfinu mínu. Einmitt heimamenn að spila, bílskúrsbönd og kórar, frábært.
Skrifa ummæli
<< Home