Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, september 22, 2008

Útkoman úr raunum mínum í síðustu viku.

Niðurstaða:
Þú ert ekki haldin neinum alvarlegum sjúkdómi.
Ert bara með svona voðalega viðkvæmann ristil.
Meltingartruflanir köllum við þetta.
Sá samt roða í vélindanu, sem gæti orsakað bakflæði.
Ávísaði á þig töflum.
Haltu svo bara áfram að borða það sem þú þolir.
Þú verður eiginlega bara að finna út úr því sjálf.
Það er nefnilega þannig að læknavísindin eiga
ekki mikil svör þegar kemur að ristlinum.


Og ég yppi öxlum og hugsa; já okei ekki með neinn alvarlegan sjúkdóm, en eitthvað er ekki alveg í lagi og nú hefst leiðangurinn mikli hjá mér að finna það út. Og af því að ég hef svo óskaplega mikinn tíma þá verð ég fljót að finna það út, eða þannig.
Komst líka að því að það kostar 21.000 kr. að fara í maga og ristilspeglun. Jebbs.
Og 10.000 að fara í tölvusneiðmyndatöku. Jebbs, jebbs.
Og lyfin við bakflæðinu kosta mig um 5000 kall.

Drottinn minn sæll og glaður hvað það er nú yndislegt að vera til í dag.

6 Comments:

  • At 23/9/08 10:48 f.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Alveg hreint dásemd.
    En það er nú samt gott að þetta er ekki mjög alvarlegt, ekki satt? Þó það sé auðvitað fúlt að verða að finna út úr þessu alveg ein og sjálf.

     
  • At 23/9/08 1:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    gott að ekkert alvarlegt fannst, en súrt að fá ekki skýringu.

    þú átt rétt á endurgreiðslum frá TR (lækniskostnaður yfir 20 þús á ári minnir mig), þú veist náttúrlega af því.

    baráttukveðjur!

     
  • At 23/9/08 5:35 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Aftur til náttúru, Stórhöfða 17, sími:587 1093 og 557 4171. Hringja núna því að það er líklega hátt í mánaðar bið eftir tíma. Tíminn kostar 6.000.- og ekki tekin kort, garantera að hún Matthildur segi þér hvað þú átt ekki að borða!

     
  • At 23/9/08 6:53 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk mínar kæru og okei ég skal hringja og sjá hvað hún Matthildur segir. Veit auðvitað um fuuuult af mat sem ég má ekki borða og ég forðast hann en það er samt ekki allt eins og það á að vera og hefur verið til þessa.
    Einn góðan veðurdag verð ég Matthildur.

     
  • At 23/9/08 6:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott að ekkert alvarlegt er að gera þér lífið leitt eða þannig, en auðvitað erfitt að vera svona fint følende ;)
    Gangi þér vel.
    Bkv.
    Hulda

     
  • At 24/9/08 8:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Fúlt að fá ekki skýringu, en gott að ekkert stóralvarlegt skuli vera að. Nú áttu verk fyrir höndum að finna út hvað má og hvað má ekki. Gangi þér vel mín kæra. Gulla Hestnes

     

Skrifa ummæli

<< Home