Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, október 19, 2008

Sunnudagar geta verið alveg hreint yndislegir.

Þetta hefur aldeilis verið góður dagur.
Þreif hér allt hátt og lágt í morgun , fór svo í göngutúr eftir hádegi í kuldanum uppáklædd í dúnúlpu, húfu og hlífðarbuxur. Það var einstaklega hressandi.

Sat svo í tónlistarskólanum í Bolungarvík og spilaði inn raddirnar í Ceremony of Carols á meðan Hrólfur ýtti á þar til gerða takka til að taka það upp. Svo ætlar hann að brenna þetta á disk fyrir okkur og þá verða kórarnir enga stunda að læra sínar raddir. Þetta tók mig aðeins 2 og 1/2 tíma.
Svo verður þetta dásamlega verk hans Benjamins Britten flutt í Ísafjarðarkirkju í desember af Kvennakórnum, Stúlknakórnum og einsöngvurum úr tónlistarskólanum á Ísafirði.
Einhvernvegin fæ ég aldrei nóg af þessu verki og finnst að allir ættu að kynnast því.
Þetta er tilraun af minni hálfu í þá veru.

Eftir innáspilið ók ég Óshlíðina inn á Ísafjörð (jæks, það var ekki hálka , finnst hún bara alltaf jafn skerý) og í Bónus. Keypti svona sitt lítið af hverju sem vantaði og kom því öllu í innkaupapokann sem ég á frá Tiger en borgaði samt rúmar 4 þúsund krónur fyrir. Váááa, það eru sannarlega víðsjárverðir tímar.

Eldaði svo lasagna, opnaði rauðvín og bakaði möffins.
Já og eiginlega er dagur að kveldi kominn, börnin að ljúka við tiltekt (algerlega óumbeðin!!) og frúin á leið í háttinn eða svona hvað og hverju.

Ljúfar yfir og verið spök.

7 Comments:

  • At 20/10/08 12:59 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    oooohhh, ceremony of carols er bara svo mikið æði: This Little Babe klikkaði aldrei á því að koma fram hrolli niður bakið. Er að spara það fram að jólum :D

     
  • At 20/10/08 9:54 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    nákvæmlega þessi kafli er minn uppáhalds, snilldarleg keðja og hvernig hann leysir hana upp kallar alltaf fram gæsa húð og hroll.

     
  • At 20/10/08 7:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já, sunnudagar eiga að vera akkúrat svona. Allavega þegar maður kemur því við. Kær kveðja. Gulla Hestnes

     
  • At 20/10/08 7:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    mikið hlýtur að vera gaman að vinna við tónlist. þú ert dugnaðarforkur Syngibjörg:)

     
  • At 20/10/08 10:24 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    já reyndar er það ansi gaman og er ég þakklát foreldrum mínum að hafa ýttt mér út í tónlistarnám á sínum tíma. hef reynt að skipta um starf en get ekki slitið naflastrenginn, bara ekki hægt.
    Og takk fyrir hrósið, einhvernvegin finnst mér ég ekkert vera dugleg bara að vinna vinnuna mína en gaman þegar aðrir sjá það á hinn veginn.

     
  • At 21/10/08 2:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hehe ég er rosa þakklát fyrir að hafa kynnst Ceremony of Carols og það meira að segja tvisvar!

    Kemur mér alltaf í jólaskap og ég get ekki valið hvaða kafli mér finnst fallegastur.

     
  • At 21/10/08 6:04 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Britten er frábær þannig að ég klappa fyrir þér að koma honum á meðal manna:)
    Hafðu það gott.

     

Skrifa ummæli

<< Home