Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, október 06, 2008

Er hér enn og aftur

Er komin til Köben. Veit að það er óðs manns æði að hreyfa sig eins og ástandið er í dag á krónunni okkar. EN skólinn kallar og alltaf kemur eitthvað upp í hendurnar á manni þegar skóinn kreppir. Ég fer nefnilega beint norður þegar ég kem heim og held námskeið í Aðaldalnum.
Fyrir það fara nokkrir aurar í budduna sem ég get notað til að borga þessa ferð. Lífið er alltaf að koma mér á óvart.
Tók annars tvö próf í dag, söngpróf og skriflegt próf upp á 10 bls með 104 spurningum um söngtækni. Mér gekk nú barasta ágætlega að leysa úr öllu en það kemur í ljós þegar ég fer í matið á miðvikudaginn hvernig mér gekk í rauninni.
Ég lít ekki í búðargluggana á fallegu fötin í uppáhaldsbúðunum mínum. Vildi helst verða mér út um svona "blind folder" því freistingarnar eru margar og auðvita sér maður alltaf eitthvað æðislegt þegar enginn peningur er til fyrir því.
Keypti mér skemmtilega bók í fríhöfninni "Petite Anglaise" eftir Cathrine Sanderson og mæli með henni en hún fjallar um konu sem fer að blogga og afleiðingarnar sem það hefur í för með sér. Er nú bara búinn með 1/3 og les í lestum og strætóum því hún segir vel frá og bókin er líka vel þýdd af Höllu Sverrisdóttur. En það skiptir gífurlega miklu máli ef maður les ekki á frummálinu að bækurnar séu vel þýddar. Hef lagt frá mér þó nokkrar bækur því ég gat ekki lesið hroðvirknislegan textann sem þýðandinn setti frá sér.
Er út í sveit hjá góðri frænku í þetta sinn og drekk með þeim afmæliskaffi í fyrramálið því sú yngsta á heimilinu verður 8 ára á morgun og er búin að panta heitar bollur með súkkulaðiáleggi og smjöri.

Lífið er gott.
Kveð að sinni.

12 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home