Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, október 14, 2008

snillingarnir í daglega lífinu

Í morgunn stóð ég í ganginum í tónlistarskólanum og tók á móti 5. bekk sem kemur til mín í tónmennt einu sinni í viku. Þau þustu öll inn rjóð í vöngum eftir frímínútur. Einn dregnurinn kemur hoppandi á einum fæti og ég spyr hvað hafi komið fyrir. Jú sko ég meiddi mig á íþróttahátíðinn sagði hann. Æi það var ekki gott segi ég, en afhverju ertu ekki með hækjur ef þú mátt ekki stíga í fótinn? nú það voru svo margir búnir að meiða sig og ég var síðastur á spítalann og þá áttu þeir ekki til fleiri hækjur!!
Ég dæsi og og hef einhver orð um að það sé ekki gott að vera á einum fæti hoppandi um og sérstaklega upp allar tröppurnar og í þeim töluðu orðum sný ég mér við til að heilsa fleirum nemendum. Stendur þá fyrir framan mig bekkjarbróðir þessa slasaða og hefur eitthvað heyrt af orðaskiptum okkar því honum verður á orði; sjáðu svo mig, ég er nú bara á svona ekta íslenskum ullarsokkum, og alveg glænýjum. Það fannst honum eiginlega merkilegra.

7 Comments:

  • At 14/10/08 10:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Við þyrftum að skrifa hjá okkur gullkornin. Hefur þú heyrt að maður eigi að físa upp nótuna? Það er flott! Kær kveðja, Gulla Hestnes

     
  • At 14/10/08 11:02 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Það var gullkorna bók í Hrafnagilsskóla-mjög gaman að henni.

     
  • At 15/10/08 6:19 e.h., Blogger Gróa said…

    Mikið væri gaman að koma á svona "gullkorna-kistu" hérna á blogginu .... hehe.
    Að "físa upp" nótu er alveg stórkostlegt !!! En Gulla, hvað gerir maður við bé-aða nótu?????
    Börn eru gullmolar :)

     
  • At 15/10/08 7:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Haha Gróa, ætli maður leki ekkibara af h inu! Mér líst vel á gullkornakistu. Kær kveðja. Gulla Hestnes.

     
  • At 15/10/08 8:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mikið er ég hrifin af því að blessuð börnin skuli kunna að meta íslensku ullina. Að öðru, ég heyrði mjög vel látið af námskeiði hjá þér og var dauðsvekkt að afmælisdagur eiginmannsins skyldi einmitt verða fyrir valinu. Það er alltaf sama baslið að reyna að vera á mörgum stöðum í einu.

     
  • At 15/10/08 10:43 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    ég hef aldrei heyrt þetta um að físa upp nótuna né að leka af h inu en væri gaman að nota þetta í kennslu. Ég hef bara heyrt (og notað) um f ið sem fékk sér ís :O)

    ella; þú verður vonandi með næst. til hamingju annars með bóndann.

    gróa mín; ég er nú dáldið þreytt og fór að sofa í gær kl. 10!!!!! sem gerist eiginlega aldrei. en nú er þetta allt að koma skohhhh.
    Bið bara að heilsa öllum.

     
  • At 17/10/08 11:44 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Allir sem hækka fá ís.
    Kveðja
    Sesselja

     

Skrifa ummæli

<< Home