Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, október 14, 2008

ferðalangur komin heim

Ísafjörður -Reykjavík
Keflavík -Kaupmannahöfn
Kaupmannahöfn - Keflavík
Reykjavík - Akureyrir
Akureyri - Aðaldalur
Aðaldalur -Akureyri
Akureyri -Reykjavík
Reykjavík -Ísafjörður


Einhvernvegin svona var ferðalagið frá 3. -12. október.


Byrjaði á því að taka tvö próf í CVI og gekk þrusuvel. Þegar heim kom hélt söngnámskeið og fyrirlestur í Aðaldalnum og fékk frábæra söngvara að vinna með. Græddi tvö afmælisboð hjá fólki sem ég reyndar þekki ekki neitt en þeir eru svo gestrisnir þarna í sveitinni. Fannst ómögulegt að gesturinn ( ég) væri skilin eftir heima hjá vinkonunni á meðan hún færi í fjörið.


Komin núna heim í rútinuna og líkar það vel. Er doldið svona rútínukelling. Veitir mér öryggi sem ég kann vel við. En ekki misskilja mig, mér finnst líka gaman að óvæntum uppákomum og ferðalögum svona inn á milli. Annars myndi maður bara deyja úr leiðindum.



Samkvæmt dagbókinni minni er ég ásamt konunum í matarklúbbnum að fara að halda námskeið í því hvernig á að elda hollan mat án mikillar fyrirhafnar. Það er á vegum Heilsueflingar, sem er félagsskapur sem hefur staðið fyrir ýmsu í sambandi við hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl.



Á eftir að heyra í mínum konum en læt fylgja myndir sem teknar voru síðast þegar við hittumst.

4 Comments:

  • At 14/10/08 9:33 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    *slef*

     
  • At 14/10/08 12:38 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    hehe...já þetta var himneskt eins og alltaf og þarna smakkaði ég í fyrsta sinn hnetusteik og nammi namm þvílíkt góðgæti.

     
  • At 14/10/08 7:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Slurp og mikið slef! "Flakka flakka til og frá", syngist. Þú ert dugleg. Kveðja Gulla Hestnes

     
  • At 15/10/08 6:17 e.h., Blogger Gróa said…

    Sæl kæra vinkona og takk fyrir síðast ! Ég sé á skrifum þínum að ég hef ekki alveg pískað þér út - en mikið lærðum við mikið síðastliðna helgi - ég og nemendur mínir og kirkjukór. Þakka þér alveg kærlega fyrir þetta og mundu að eiga eina helgi lausa eftir áramótin :)

    Gangi þér svo allt í haginn hér eftir !!!

    Kveðja úr Aðaldalnum.

     

Skrifa ummæli

<< Home