Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, október 27, 2008

Eftir óveðrið

Á sunnudaginn vöknuðu bæjarbúar í póstkorti.


Bærinn skartaði sínu fegursta í blíðunni sem loks kom eftir óveðrið.

Og það var eins og einhver hefði tekið mynd af augnablikinu og tíminn stæði í stað.

Slík var fegurðin.

Pollurinn spegilsléttur, alhvítur snjór lá yfir öllu og sólin glennti sig.

Bæjarbúar ýmist gengu á sínum eigin eða með skíðin spennt, börnin renndu sér á þotum og sleðum og allt kvikt var viðrað.
Meira að segja lítil mús sem fann sér skjól í fótspori lét ekki þennan dag fram hjá sér fara.


Skógarbúar vildu ólmir fara út að renna og eru þessar myndir teknar þegar við fórum inn á golfvöll.
Brynja Sólrún og Hlynur Ingi tilbúin í sleðaferð

Og svona leit golfvöllurinn út, margmenni á gönguskíðum.

Hlynur Ingi missti báðar framtennurnar um daginn og nýtir hvert tækifæri til að glenna "fegurðina" framan í fólk.

Brynja Sólrún ánægð í snjónum.

Og mýsla litla sem leitaði sér skjóls í fótsporinu var búin að kúka fínum músakúk og skalf svo eins og hrísla. Börnin vildu ólm hlýja henni en móðirin útskýrði að við skyldum nú láta náttúruna um sína.

6 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home