Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, nóvember 02, 2008

heimilisiðnaðarfélagið há eff

Við matarklúbbsvinkonurnar ætlum að kíkja í Dalaportið núna á eftir, fá okkur kaffi og með´ði.
Svo verður aldrei að vita nema maður finni einhverja jólagjöf á góður verði, ekki er ráð nema í tíma sé tekið og vissara að dreifa þeim kaupum eitthvað. Annars verða mínar gjafir sennilega meira og minna einhvern heimilisiðnaður, byrjaði m.a. á peysu handa Dívunni í þessari viku og er að nálgast handveginn. Er líka búin að taka slátur og baka til að eiga í frystinum. Hagsýnisgírinn rann á mig með látum en verst er að ég á ekki frystikistu.

Það eina sem ástandið á eftir að hafa áhrif á hjá mér er námið út í Köben, og finnst mér það súrt.
Ég á eitt ár eftir af 3ur og var heppin að vera bún að greiða skólagjöldin fyrir þetta ár áður en allt fór fjandans til. Ég á eftir að greiða fyrir næsta ár en skólagjöldin hafa hækkað um helming úr hálfri í eina millu og er það of stór biti fyrir budduna mína. Veit því ekki hvað verður en skólinn hefur lýst yfir vilja sína til að koma á móts við okkur íslendingana. Ég mun að öllum líkindum ekki fara út þennan mánuðinn sem mér finnst enn súrara.
Þetta er nú ljóta ástndið.
En nóg um það.

Hef lifað önnumkafna daga síðustu viku við æfingar á Skilaboðaskjóðunni, Hárinu og allri kennslunni. Eigum frábæran auð í unga fólkinu okkar sem geislar af hæfileikum og finnur þeim farveg í heilbrigðum tómstundum. Ef það er ekki forvörn þá má ljúga hverju sem er að mér.

Annars elska ég sunnudaga.
Ætla að njóta hans í dag.

5 Comments:

 • At 2/11/08 8:50 e.h., Anonymous baun said…

  vona að þetta gangi með skólann, ömurlegt að lenda í svona rugli.

   
 • At 2/11/08 9:39 e.h., Blogger Syngibjörg said…

  já það er það eiginlega, er að bíða eftir svari frá skrifstofunni því ég sé ekki hvernig ég á að kljúfa ,einstæða móðirin með 3
  börn...... án þess þó að ég sé eitthvað að kvarta.... en ég fylli víst þann flokk fólks sem kom hvað verst út úr skoðanakönnun um daginn sem gerður var á því hvaða flokkur fólks hefur það hvað verst.

   
 • At 2/11/08 9:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Tek undir með baun, og líka með þér í sambandi við unga fólkið okkar, svo vona ég að þú eignist þú frystikistu! Kærust kveðja, Gulla Hestnes

   
 • At 3/11/08 3:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Ferlegt. Ég vona að úr þessu rugli rætist og þú náir að klára námið.

   
 • At 4/11/08 2:23 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

  Ég krossa fingur og óska þess að þetta gangi upp því þú hefur lagt svo hart að þér. Hvur veit nema að þú finnir frystikistu á góðu (eða engu) verði:)? Hafðu það gott, Svanfríður.

   

Skrifa ummæli

<< Home