Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, nóvember 07, 2008

Jæja nú hef ég ekkert net heima og því hefur lítið verið bloggað.
Er í hálfgerðu móki þessa dagana.
Finnst allt öfugsnúið og ekki rétt.
Og er sjálfsagt ekki ein um það.

Afrekaði þó að halda eina litla hádegistónleika í nýju byggingunni í Grunnskólanum.
Stjórnaði þar 30 ormum frá 2 - 5 bekk sem syngja í Barnakór Tónlistarskólans.
Afskaplega sætt og þau stóðu sig með prýði.

Helgin fer öll í vinnu og vinnu og meiri vinnu því senn líður að frumsýningu Skilaboðaskjóðunnar og Hársins.

Ljúfar yfir og njótið lífins.

3 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home