lífið er lotterí
Síðan síðast hefur ýmislegt markvert borið á góma í mínu lífi
- upplifði einangrun án netsins
- nettengdist aftur og fékk líka sjónvarp síman
- hvarf úr einangrun
- æfði og æfði og æfði og æfði krakkana fyrir Skilaboðuskjóðuna
- frumsýndi svo hana
- fór á tískusýningu í góðum félagsskap
- drakk líka hvítvín í þeim félagsskap
- eldaði og bakaði fyrir jólamatarklúbbsveisluna sem verður svo á miðopnu bb (bæjarins besta) í jólablaði þess
- fór í Dalaportskjólinn, setti á mig rauða beltið og rauðu skóna og vara alger jólastelpa
- hlakka svo til að komast í smá pásu (pásan verður eftir mánuð altsvo)
- ekki farið til Köben í þetta skiptið
- orðið súr yfir því
- og súr yfir íslenskri pólitík
- glöð að fá börnin mín til mín
- brosað þrátt fyrir vonbrigði
- reynt að sjá alltaf það jákvæða
- fengið gott knús
- notið þess að vera til
6 Comments:
At 19/11/08 10:40 f.h.,
Harpa Jónsdóttir said…
Þetta er nú alveg hellingur!
Það var verulega gaman að sjá pínu bút úr Skilaboðaskjóðunni í fréttunum í gærkvöldi.
At 19/11/08 10:46 f.h.,
Syngibjörg said…
já annasamir dagar að baki en ég missti af fréttinni í RÚV, gaman að þeir skyldu koma og skjóta mynd af krökkunum.
At 19/11/08 11:27 f.h.,
Nafnlaus said…
Um að gera að njóta lífsins :)
At 19/11/08 11:33 f.h.,
Syngibjörg said…
já það er einhvernvegin besta leiðin þessa dagana annars glatar maður geðinu.
At 19/11/08 2:16 e.h.,
Ameríkufari segir fréttir said…
og gleðin má ekki glatast því þá glötumst við öll.
Gaman að heyra frá þér:)
At 19/11/08 9:07 e.h.,
Nafnlaus said…
ég sá líka þetta brot í fréttunum, leist vel á krakkana:) þú hlýtur að geta séð þetta á ruv.is
Skrifa ummæli
<< Home