Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, desember 09, 2008

Vinstri hendin í þjálfunarbúðum

Eftir afskaplega vel heppnaða tónleika í gær var sannarlega tilefni til að skála. Við kvennakórskonur fórum á Kaffi Edinborg hlógum mikið og hátt og sungum að sjálfsögðu.
Þar sem þetta var nú bara venjulegt mánudagskvöld lokaði kaffihúsið kl.23.30 svo ein úr hópnum bauð okkur heim til sín því við vorum ekkert á því að fara alveg strax í bólið.
Það var mikið talað og ein úr hópnum vildi endilega athuga hvot ekki væri hægt að kaupa sígó hana lanaði svo mikið í eina mjóa. Rétt hjá er bílalúga sem við köllum krílið og þangað hélt hún og ég með. En við fórum algera erindisleysu því það var búið að loka sjoppunni enda klukkan að ganga tólf á miðnætti. Veðrið var stillt. mikið frost og birtan var orðin svarblá upplýst af jólaljósum sem bæjarbúar hafa verið duglegir að skreyta með. Við snérum því við frekar fúlar yfir sígarettuleysinu. Þegar við komum svo að húsinu geng ég á undan upp tröppur en þá vill ekki betur til en mér skrikar fótur og ég renn og dett. Í fallinu ber ég hægri hendina fyrir mig, hún lendir á tröppubrúninni og ég hníg emjandi niður á gangstéttina.
Ég fann að eitthvað hafði gerst og grunur minn staðfestist þegar búið var að taka myndir.
Konan braut á sér hendina. Og ekki bara á einum stað heldur á tvemur, hjá kúlunni á úlnliðnum og svo fyrir ofan liðamótin.
Höndin var öll orðin skökk svo það þurfti að toga hana til og skorða beinið rétt. Og þá söng og hvein í Syngibjörgu þrátt fyrir deyfilyf. Sit því hér og pikka þessa færslu inn með vinstri, en ég er rétthent svo þetta er ansi seinlegt skal ég segja ykkur.
Læt þetta því duga í bili.

13 Comments:

  • At 9/12/08 4:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þá þarf nú ekki lengur að ráðlegggja þér að sleppa jólakortunum í ár - það er sjálfhætt.
    Er samt ein besta aðgerð sem ég hef framkvæmt til að slá á jólastressið.
    Njóttu þess nú bara að hvíla þig vel fyrst svona þurfti að fara.
    kv.úr Dalnum, MM

     
  • At 9/12/08 6:06 e.h., Blogger Halldís said…

    úff ekki er þetta nú gaman.. en þá er það bara að hafa aðeins minna fyrir jólunum, þau koma þó það sé ekki búið að skrifa milljón kort og skrúbba alla skápa með tannbursta ;)

     
  • At 9/12/08 7:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ÆÆÆ! elsku Syngibjörg, sendi baráttu- og batakveðjur, þekki vel á eigin skinni (og beinum) hvað þetta er erfitt.

     
  • At 9/12/08 8:00 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    ÆÆÆÆÆÆÆÆÆ!
    Samúðar og farðuvelmeðððig kveður úr Víkinni!

     
  • At 9/12/08 8:47 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    takk takk, er orðin voða flínk með vinstri;>)

     
  • At 9/12/08 10:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Æijá, handverkur.
    ella

     
  • At 9/12/08 11:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég fékk hroll og gæsahúð mín kæra. Farðu nú vel með þig, please. Ef þú ert kökulaus erum við flestar tilbúnar að senda þér nokkrar! Batakveðja. Gulla Hestnes

     
  • At 9/12/08 11:29 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    takk Gulla mín er að reyna að hvíla mig og kökur þygg ég því mamma er líka farlama í hendinni og hefur ekki getað bakað neitt held ég.

     
  • At 10/12/08 2:45 f.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Elsku Syngibjörg mín-hvað er þetta bara!!! Ég veit ekki hvað ég skal segja nema að þetta var EKKI það sem þú þurftir á að halda:/ Góðan bata og gott að vinstri höndin angrar þig ekki.

     
  • At 10/12/08 2:45 f.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Elsku Syngibjörg mín-hvað er þetta bara!!! Ég veit ekki hvað ég skal segja nema að þetta var EKKI það sem þú þurftir á að halda:/ Góðan bata og gott að vinstri höndin angrar þig ekki.

     
  • At 10/12/08 10:47 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já, þetta var agalega slysalegt - og skyggði svo sannarlega á gleðina :(

    Góðan bata mín kæra og bestu þakkir fyrir annars frábært kvöld og skemmtilegar æfingar í vetur.

    Ólína.

     
  • At 10/12/08 12:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Æ, æ, æ og úff, úff, úff! Ég vona að þér batni hratt og örugglega, beinin grói og þú náir að eiga notaleg jól þrátt fyrir gifs og fatla!

     
  • At 10/12/08 8:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Æji greyjið mitt....óttarlegur klaufi ertu. En þetta segir mér bara eitt...það er óhollt að reykja!

    Ef þig vantar hægri hendi þá á ég eina...láttu mig bara vita.

    Batakveðja
    Þuríður Katrín

     

Skrifa ummæli

<< Home