Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, nóvember 23, 2008

Vill ekki einhver eiga þennan pirring sem angrar mig?
Hef tamið mér bjartsýni í gegnum tíðina sem hefur hjálpað mér gríðarlega mikið,
en þessi pirringur hefur verið einum of lengi. Næ ekki að hrekja hann í burtu.
Held ég sé orðin langþreytt.
En nú reynir á skipulagshæfileikana því þéttari dagskrá hef ég varla komið mér í áður.
Og sjálfasgt hristir einhver hausinn og spyr hvenær ætlar manneskjan að læra að segja NEI.

Æfingar verða núna á hverju kvöldi því Hárið verður frumsýnt í vikulokinn.
Uppákomurnar verða æði margar í desember eins og undanfarið því allir vilja hafa falleg börn að syngja þegar kveikt er á jólatrjám, á aðventukvöldum í kirkjunum, í fjölskyldurmessum með helgileiki, á jólatónleikum og svo framvegis og svo framvegis....................................
Ofan í þetta á svo Hlynur Ingi afmæli og ekki slæ ég því á frest. Var ótrúlega forsjál í dag og bakaði fyrir afmælið og setti í frystinn. Get því töfrað fram afmælisveislu á miðvikudaginn fyrir hann og skólafélagana.
Ætla að taka einn dag í einu og reyna að vinna mig þannig í gegnum þetta.
Samt verð ég að hafa ákveðna yfirsýn og þá kemur dagatalið góða sem ég keypti í Köben í sumar að góðum notum. Því fylgdi fullt af límmiðum til að minna sig á hina og þessa viðburði og virkar fínt fyrir krakkana því það finnst þeim meira spennandi.

Jólin eru ekki komin á hreint varðandi krakkana en ég geri ráð fyrir að þau verði hjá föður sínum í þetta sinn því þau voru hjá mér í fyrra.
Á auðveldara með að hugsa til jólanna núna, sem segir mér hvað ég er komin langt í þessu ferli öllu saman.
Fyrir það er ég ákaflega þakklát og glöð.

Njótið dagsins.

2 Comments:

  • At 24/11/08 4:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott skipulag er nauðsynlegt, að borða reglulega og fá góðan nætursvefn. Farðu vel með þig og gangi þér vel. Kær kveðja. Gulla Hestnes

     
  • At 25/11/08 3:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mér finnst þú vera dugleg :-)
    kv.Bryndís Baldv.

     

Skrifa ummæli

<< Home