Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, desember 07, 2008

Og enn er sungið


Þessir tónleikar eru á morgun, allt að verða klárt og síðasta æfing í dag.
Mér sýnist að það verði flogið svo hörpuleikarinn verður kominn í hús um hádegi.
Svo er aðventukvöld í Bolungarvík kl. 20.00 þar sem litli kórinn minn úr Tónlistarskólanum þar flytur helgileik. Hólskirkja í Bolungarvík er 100 ára og búið að taka hana í gegn innan sem utan.
En þetta er ekki búið enn, jólatónleikar tónlistarskólann eru eftir en ég sé fram á að skríða heim til mín 17. desember og þá komin í frí eftir 4 vikna törn þar sem hvert einastakvöld og hver einasta helgi hefur verið undirlögð af æfingum, tónleikum, fumsýningum og öðru söngstússi ásamt fullri kennslu.
Þetta er náttúrulega bilun.
Geri mér engar vonir um jólabakstur þetta árið. Kannski piparkökur ef ég nenni og þrýstingurinn frá krökkunum verður mikill.
Verð ánægð með mig ef ég kem því í verk að skrifa og senda jólakort.
Ljúfar yfir og njótið dagsins.

5 Comments:

  • At 7/12/08 5:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    farðu nú vel með þig, voðaleg vinnutörn er þetta annars hjá ykkur tónlistarfólkinu..

     
  • At 7/12/08 7:28 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Slepptu jólakortunum og bakaðu frekar eða bara hvíldu þig. Þetta er ekki normalt álag. Ég verð ekkert sár þó ég fái ekki heimabakað í áramótaheimsókninni ;)

     
  • At 7/12/08 9:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Á litlu stöðunum er álagið gríðarlegt á okkar stétt...Láttu jólakortin eiga sig, eyddu frekar stund í piparkökugerð og EKKI syngja sönginn á meðan. Hvíld frá áreitinu. Góð kveðja í bæinn. Gulla Hestnes

     
  • At 8/12/08 11:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Nú er að nálgast miðnætti og mínar æfingar búnar. Hvernig gekk kvöldið? Gulla Hestnes

     
  • At 9/12/08 2:13 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Það er ekki furða að streita geri fljótt vart við sig í kennarastéttum-og auðvitað öðrum stéttum líka en desember hjá t.d tónlistarkennurum er klikkun.

     

Skrifa ummæli

<< Home