Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, desember 16, 2008

Fyrsta vikan liðin

Í heimi handalausu konunnar gerist ýmislegt. Fyrir það fyrsta hefur hún þróað með sér tækni til að krækja brjósthaldaranum, þjálfað upp ógnarhraða á lyklaborðið með þeirri vinstri, uppgötvað hvað hún á yndislegan 7 ára gutta sem stekkur óbeðinn út úr bílnum til að opna hurðina fyrir móður sína og lokar henni svo á eftir henni. Að heimilismeðlimir geta gert ýmislegt þegar móðirin er tekin úr umferð og að í kringum mig er fullt af yndislegu fólki sem boðið hefur fram aðstoð sína í einni eða annari mynd. Ég fékk t.d. heimsókn í morgun og mér voru færðar smákökur í fallegu boxi. Eftirfarandi myndir lýsa kannski best hvernig síðasta vika hefur verið.



Á þessari mynd er "saving kitt" einhentu konunnar, gjöf frá matarklúbbnum, en í því
er jólablað, rauðvínsflaska, 70% súkkulaði, sérskreyttur vinstrihandar gúmmíhanski og síðast en ekku síst vinstri handar skæri.
Þó einhenta konan hafi lært ýmislegt sl. viku hefur henni ekki tekist
að læra að plokka sig svo vel sé.
Því var mín elskulega mágkona fengin í verkið.

Hún sýndi einstaklega fagmannleg handtök og laug því að
hafa aldrei gert þetta á öðrum en sjálfum sér.
Sjáið þið bara hvað ég er örugg í hennar höndum, lygni aftur augunum og allt.



Svo þarf auðvita að skoða útkomuna vel og vandlega.


Brynja Sólrún var að undirbúa sig fyrir ballettsýningu og þá þurfti að festa teygjuna á balletskónum. Hún tók því nál og tvinna og gerði þetta alveg sjálf.



Og Daði Már uppgötvaði rétt fyrir jólahlaðborð sl. laugardag
að það hafði komið saumspretta á jakkann.
Ég kenndi honum að þræða saumavélina og hann gerði við.




Og þessir blómvendir sem ég fékk eftir tónleikana sl. mánudag
hafa glatt mig og fyllt húsið blómailmi.

7 Comments:

  • At 16/12/08 2:28 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Mikið áttu gott fólk í kring um þig (enda góð sjálf) Gangi þér áfram vel einhent!

     
  • At 16/12/08 4:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ekki amalegir krakkar þarna á ferð, ásamt öllu góða fólkinu´í kringum þig. Farðu vel með þig. Kær kveðja Gulla Hestnes

     
  • At 16/12/08 4:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Vá hvað þú átt frábæra krakka, mér finnst gaman að kíkja á bloggið þitt og sjá hvað þú ert alltaf ótrúlega dugleg að skapa alls konar fallega hluti í kringum þig. Mamma mín lenti einmitt í að brjóta sig nú fyrir jólin og þá þurfa allir að hjálpast að........

    Helga af nesinu

     
  • At 16/12/08 6:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    þú átt greinilega góða að, það er gaman að sjá það:)

     
  • At 16/12/08 9:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Flott hjá ykkur öllum. Kær kveðja, Kj.

     
  • At 17/12/08 10:58 f.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Mikið eruð þið öll frábær! Gangi ykkur áfram vel með þetta allt saman!

     
  • At 17/12/08 10:58 f.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Mikið eruð þið öll frábær! Gangi ykkur áfram vel með þetta allt saman!

     

Skrifa ummæli

<< Home