Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, desember 11, 2008

vesenið alltaf á mér

Enn og aftur sannast hvað það er dýrmætt að eiga góða að. Hef fengið aðstoð úr öllum áttum og er ákaflega þakklát fyrir það. Bara það að komast í sturtu er heilmikið mál, og að reyna að mála sig með vinstri er ekki auðvelt. Maskarinn klínist út um allt. Get svo ekki einu sinni opnað kremdós.
Verkurinn er enn og það er sárt að hreyfa hendina. Verð samt að vera dugleg við það svo bólgan setjist ekki í hana. Bryð parkódín forte til að gera þetta bærilegt.
Ég fer í vinnuna í dag en verð með frábæra konu mér við hlið og ætla að reyna að vera stillt og gera sem minnst. Jólatónleikar verða í kvöld út í Bolungarvík í tónlistarskólanum þar en þá á ég eftir 2 jólatónleika hér á Ísafirði.Verð komin í frí á mánudaginn. Og auðvita langar mig að fara að jólastússast eitthvað, sjáum til hvot ég geti ekki virkjað börnin eitthvað.
Já þetta er nú ekki það sem ég hafði óskað mér, en ég bið til Guðs um að hendin, sem er mitt vinnutæki, fái fullan bata og ég geti spilað á píanóið og stjórnað kór án vankvæða.

Sendi ljúfar yfir.

5 Comments:

  • At 11/12/08 1:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það skulum við rétt vona, og ég krossa putta. Þetta er martröð tónlistarmannsins. Kær kveðja frá Gullu Hestnes

     
  • At 11/12/08 1:48 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Úff já. Og þá er um að gera að fara varlega og ofreyna ekki hendina í einhverju óþarfa stússi.

     
  • At 11/12/08 3:49 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Veistu, ég finn svo hræðilega til með þér. Gangi þér vel.

     
  • At 11/12/08 5:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hugsa til þín, farðu vel með þig. þekki þetta vel - man sérstaklega hvað mér fannst hræðilega erfitt að krækja brjóstahaldara!

     
  • At 11/12/08 8:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sannfærð um að þú færð fullan bata :)

     

Skrifa ummæli

<< Home