Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, janúar 05, 2009

Annus horribilis

Ef ég lít til baka og skoða árið 2008 þá má segja að það hafi verið ár veikinda og vonbrigða í einkalífinu. Vinnulega er ekki hægt að kvarta um verkefnaleysi því þau voru fjölbreytt og æði mörg.


Janúar
Í byrjun árs fékk ég verkefni á vegum Sinfóníunnar, kynnti og söng á tónleikum sem hljómsveitin hélt í íþróttahúsinu okkar. Var oft stoppuð á götu og í Bónus af ungum tónleikagestum sem upplýstu mig að ég væri konan í rauðu skónum með regnhlífina sem þau hefðu séð á tónleikunum. Þetta kallaði ævinlega fram bros hjá mér. Dóttirin varð 11 ára og ýmiskonar skapgerðarbrestir hafa gert vart við sig síðan sem sennilega yfirgefa okkur ekki í bráð.
Byrjaði annað árið í skólanum út í Köben.
Það snjóaði óheyrilega mikið.


Febrúar

Veiktist og lá á spítalanum í 4 daga. Var frá vinnu í eina viku og hélt svo að minni alkunnu bjartsýni og bjánaskap að ég væri orðin hress. Gösslaðist í vinnu eins og undin ræfilstuska.
Hefði þurft að vera lengur heima og viðurkenna að ég væri bara fjári veik. Var allan febrúar að ná mér og fram í mars. Átti góða að og fékk heimsókn að sunnan frá þáverandi deiti.
Hélt ég hefði fundið hinn helminginn.
Fór í krabbameinsskoðun sem dró dilk á eftir sér.

Enn snjóaði og börnin stunduðu skíðin grimmt.

Mars

Bryjaði þennan mánuð á námsferð til Köben, fór í leikhús og árshátíð.
Fékk kjól við rauðu skóna mína og var almennt bjartsýn.
Niðurstöður úr krabbameinsskoðuninni leyddi í ljós sár en ekkert alvarlegra en það.
Fékk skipun um að koma í janúar á næsta ári.
Ferðaðist dáldið á milli Ísaf - Rek - Akey -Rek - Ísaf í ýmsum erindagjörðum.
Í þessum mánuði byrjaði tiltekt og mokstur á skít sem í mér hafði setið í 11 ár.
Það var sársaukafullt en samt svo gott.

Apríl

Var göbbuð og hljóp 1. arpíl. Nenene bú bú....................... sviminn hrjáði mig enn og aftur og ég setti aftur í 1.gír.
Matarklúbburinn hélt í mér sósjallífinu og bjargaði mér frá algerri einangrun og dauða.
Enn var ferðast á milli Ísaf - Rek - Ísaf
15. apríl markaði nýtt upphaf hjá mér; ég keypti mér mína fyrstu íþróttaskó og hóf að stunda ræktina 3x í viku undir árvökulu auga Óla sjúkraþjálfara.
Hann hélt líka mokstrinum áfram.


Mai
Enn var farið til Köben, og við heimkomuna tók við löng vinnutörn.
Lennti í aftakaveðri á leið vestur upp á Steingrímsfjarðarheiði með sprungið dekk.
Var heppin að fá hjálp en tapaði einu vetrardekki því það fauk eitthvert út í vindinn.
Það hefur ladrei komið í leitirnar og hefur sjálfsagt einhver huldukonan tekið það til hliðar.

Lauk tónleikum og prófum og hlakkaði til sumarsins.

Júní

Frumburðurinn kom til mín til sumarvinnu, skrapp samt á tónleika með Kiss út til Köben og sendi glaður heim mynd því til staðfestingar. Hann varð einnig sjálfráða.
Gekk laugaveginn með skemmtilegum hóp af fólki, og fannst ég hafa sigrað heiminn því þessi ferð var ákveðin þegar ég lá sem veikust.
Átti góða daga með börnunum og deitinu að sunnan.
Fór líka norður og heimsótti góða vini.
Sviminn bankaði aftur upp á og ég var eins og í vímu.
Meltingarfærin gerðu uppreisn og ég gekk um með þaninn kvið eins og ólétt kona.
Ég pantaði mér tíma hjá meltingarsérfræðingi og fékk tíma í lok september.

Júlí.

Fékk tíma hjá meltingarsérfræðingi í gegnum klíkuskap.
Versnaði og versnaði, drakk Aloa Vera safa, hreinsaði út og gerði allar kúnstir.
Allt kom fyrir ekki.
Var barnlaus og lifði leti lífi í borginni, leigði íbúðina mína fyrir vestan,hitti vinkonur, borðaði ótæpilega af grilluðum mat, drakk mikið rauðvín og bjó hjá deitinu.
Sérfræðingurinn lagði til að ég sniðgengi fructósa og við tók að lesa sér til um það og kanna innihaldslýsingar á matvælum sem rötuðu í innkaupakörfuna.

Ágúst.

Meltingarfærin komin í algerar ógöngur. Það var sama hvað ég gerði, ekkert dugði.

Framundan var námsferð til Köben í lok mánaðarins og svo viku sumarfrí í kjölfarið með deitinu.
Krónan hækkaði stöðugt og allt var orðið helmingi dýrara.
Þegar heim kom var farið að súrna í grautnum.
Samskiptum mínum við deitið, sem hafði verið mér góður, rann sitt skeið.
Ristillinn gekk með öfugum formerkjum og allt var komið í steik.

Keypti mér loksins nýja bíl.

September.

Varð einu ári eldri.
Fór í ristil og magaspeglun sem endaði með ósköpum.
Lenti aftur inn á spítala.
Uppgötvaðist hjá mér bakflæði og núna tek ég nexium einu sinni á dag og er með ristil og meltigarfæri sem virka og virka vel.
Frumburðurinn tók þá skemmtilegu ákvörðun að flytja til mín og hefja nám við MÍ.
Við tók að færa fólk á milli herbergja, kaupa hillur og koma sér fyrir. Hann hélt svo áfram trommunámi sínu í Tónlistarskólanum og stefnir á grunnstigið.
Tónlistardagurinn mikli gerði stormandi lukku og næsta víst að hann verði árlegur viðburður héðan í frá.
Lennti á skralli og eingaðist nýjan vin.
Vin sem býður mér í mat, kaffi og talar við mig, er skemmtilegur og sjarmerandi.
Fékk atvinnutilboð sem ég gat ekki hafnað og bætti því á mig enn einu verkefninu.

Október

Fór í 5. námsferð þessa árs til Köben. Vann mikið, stundaði ræktina sem hélt mér gangandi.
Vetur konungur hélt innreið sína og Syngibjörg naut sín í nýja bílnum.
Matarklúbburinn blómstraði og hugmyndir um námskeið og önnur skemmtilegheit litu dagsins ljós.

Nóvember

Skilaboðaskjóðan og Hárið æfð á víxl ásamt fullri kennslu og einhverskonar heimilishaldi.
Orðin súr yfir hruninu og krónunni sem kom m.a. í veg fyrir að ég komst ekki í 6. og síðustu námsferð þessa árs til Köben.
Frumsýning á Skilaboðaskjóðunni tókst með afbrigðum vel og uppselt var á allar sýningar og aukasýningar.
Lifði í einskonar móki og tók einn dag í einu til að fara ekki á límingunum vegna vinnuálags.
Frumsýndi Hárið við dúndrandi lófaklapp, flaut og húrrahróp. Þetta litla samfélag okkar á svo sannarlega flotta unglinga.
Yngsti fjölskyldumeðlimurinn varð 7 ára, og var búinn að missa báðar framtennurnar.

Desember

Jóla jóla jóla törn
Í það heila kom ég að 17 tónleikum þennan mánuð.
Eftir tónleika númer 6 var kominn tími að gera sér glaðan dag. Sá gleðilegi dagur endaði upp á spítala þar sem konan var úrskurðuð tvíhandleggsbrotin.
Hélt þó áfram að vinna og klára mína pligt en fékk þó aðstoð.
Jólaundirbúningurinn breyttist því skyndilega í hjálp í viðlögum þar sem einhenta konan átti í hlut. Matarklúbburinn sýndi snilldartakta og átti heila opnu og eina til í jólablaði BB (bæjarins besta).
Hef farið í reglulegt tékk með röntgenmyndum og umbúðaskiptum.
Allt lítur þetta vel út en svo á eftir að koma í ljós hvernig gengur að ná upp fyrri færni og styrk.
Og ég öskraði á eftir stóru rakettunni sem puðraðist upp í loftið á gamlársdag.
Í þessu öskri kristallaðist allt það sem 2008 stóð fyrir, veikindi og vonbrigði.
Og innst í hjarta mínu á ég mér ósk, ósk um að annað eins ár komi aldrei, aldrei aftur.
Og ég hef spurt , hvenær er komið nóg???????
Og svar mitt er þetta:

NÚNA ER KOMIÐ NÓG

13 Comments:

  • At 6/1/09 7:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já, nú verður þetta betra...

     
  • At 6/1/09 11:33 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Horribilis er rétt til orða tekið, en nú fer þetta bara upp á við. Kærust kveðja. Gulla Hestnes

     
  • At 6/1/09 11:33 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Horribilis er rétt til orða tekið, en nú fer þetta bara upp á við. Kærust kveðja. Gulla Hestnes

     
  • At 6/1/09 1:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gleðilegt og gott nýtt ár!

     
  • At 6/1/09 1:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gleðilega árið! Og ég hef áreiðanlegar heimildir að það verði það í alvörunni.

    Ristill sem gengur með öfugum formerkjum... Úffff.

     
  • At 6/1/09 2:25 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk fyrir kveðjurnar og við skulum vona að þið verðið sannspá og að árið verði okkur öllum gleðilegt og gott.

     
  • At 6/1/09 8:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mig langaði líka að fá að óska þér gleðilegs árs, kíki oft á bloggið þitt og hef verið að dást að þér og þínum dugnaði og hæfileikum

    Vonandi er það í lagi..

    Helga af nesinu

     
  • At 6/1/09 9:22 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Elsku Helga mín, takk fyrir að líta inn og þessa falleg athugasemd, ert alltaf velkomin:O)
    Maður er alltaf að reyna að gera sitt besta.

    Geri ráð fyrir að tvíburarnir séu orðin að myndarlegu ungu fólki, gengur þeim ekki vel? Þú mátt skila kveðju til þeirra frá tónlistarkennaranum á Sólbrekku:O)

     
  • At 6/1/09 9:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Skemmtileg lesning......gleðilegt ár. Við trúum því að botninum hafi verið náð....skammturinn af öllu þessu búinn í bili :-)

    Kv
    Þuríður

     
  • At 6/1/09 9:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    2009 - ár vonar og velsældar ... hljómar það ekki bara vel? Verkefnin og vinnugleðin heldur svo áreiðanlega áfram að streyma til þín og áður en langt um líður verður þú búin að grafa leiðinlegu vöffin tvö alveg undir stórri hrúgu af þeim jákvæðu!

    Gleðilegt ár og takk fyrir gömlu árin!

     
  • At 6/1/09 10:19 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Þuriður; takk sömuleiðis og ef ég m an rétt þá hefur þú hlúð að mér í þessum spítalaheimsóknum mínum.Hafðu heila þökk fyrir það.

    Já, Guðrún mín, bjartsýnin mín hefur fleytt mér í gegnum þetta og sannarlega kominn tími til að grafa vöffin tvö eins og þú segir.
    Sendi þér óskir um gleðilegt nýtt ár !!!!

     
  • At 7/1/09 3:27 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Ég hef fulla trú á að 2009 verði þér gott því þú átt það svo skilið:) Hafðu það gott og mér fannst gott hjá þér að öskra á eftir rakettunni.

     
  • At 8/1/09 11:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Örugglega bráðhollt að öskra á eftir flugeldum, enda passar það vel með fljúgandi eldi. Kannski þó ekki hollt hafi maður hnúta á raddböndum. Þú mátt ekki fá mína hnúta, mér virðist þér hafa verið úthlutað nægum skammti. Kærar jólakveðjur úr hlýindunum í norðlenskri sveit.

     

Skrifa ummæli

<< Home