Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, desember 30, 2008

Ný staða

Mætti klukkan 10 í morgun á göngudeildina og hélt mig vera bara snemma í því.
Ó nei ekki alveg.
Beið í 40 mín. áður en kom að mér.
Gifsið var tekið af og við blasti ósköp ræfilsleg og þurr hendi.
Hún var í frekar fyndinni stöðu, hallaði eiginleg undir flatt.
Jæja sagði doktorinn, nú skaltu reyna bara hægt og rólega að hreyfa hana.
Ég kyngdi og horfði á hendina.
Fyrst reyndi ég að opna lófann og færa þumalinn út til hægri.
Það gekk með miklum erfiðsmunum og sársauka.
Næst var að hreyfa úlnliðinn og reyna að rétta af hendina.
Þá leið nú eiginlega hálfpartinn yfir mig.
Assgoti sem þetta var mikil pína.
"Brotið er alveg fast" heyrði ég doktorinn segja "þú finnur til afþví allt er svo stíft og fast".
Ég var nú samt látin leggjast út af og þá gekk þetta betur.
Og núna get ég notað löngutöng,vísifingur og baugfingur á lyklaborðinu.
Alger lúxuss.
Fékk að skoða myndirnar og þetta lítur líka svona ljómandi vel út.

Tékk eftir 2 vikur.

6 Comments:

  • At 30/12/08 8:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    það munaði heldur engu að liði yfir mig þegar ég hreyfði fyrst handlegginn eftir að gifsið var tekið af, mikið hrikalega sem þetta er sárt!

    nú er bara að vera dugleg við æfingarnar..

     
  • At 30/12/08 9:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    æ, gott þú ert að koma til!

     
  • At 30/12/08 10:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hjúkk... gangi þér vel mín kæra, og nuddaðu olífuolíu oft og vel í þá fingur sem eru frjálsir. Kærust kveðja. Gulla Hestnes

     
  • At 30/12/08 11:16 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    En gott! Nú kemur þetta örugglega allt saman hægt og rólega!

     
  • At 31/12/08 11:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mikill léttir - varð að kíkja og fylgjast með þér - annars er maður aðallega á fésinu þessa dagana - áframhaldandi góðan bata kæra vinkona.
    Áramótakveðjur
    OÞ :-)

     
  • At 1/1/09 5:28 f.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Jæja-árið endar þá á góðum fréttum! Höndin verður söm við sig á endanum,vonum við.
    Nú er klukkan 23.27 hjá okkur, börnin vakandi og við bíðum nýársins. Ég óska þér og þínum velfarnaðar á nýju ári með þökk fyrir góð kynni á liðnum árum.

     

Skrifa ummæli

<< Home