Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, desember 26, 2008

Ljúfir dagar

Sannarlega hafa þetta verið ljúfir dagar. Ýmislegt fallegt og gagnlegt kom upp úr pökkunum.
Vænst þykir mér um það sem börnin bjuggu til.
Hlynur Ingi saumaði jólabjöllu úr flísefni með glimmeri og skreytti fallega krukku sem nota má sem kertastjaka. Brynja Sólrún saumaði púða úr flísefni og festi á hann útsaumaðan dúk, hún gaf mér líka jólabók þar sem hún hafði skrifað og myndskreytt ýmislegt tengt jólum. Upp úr pakka frá fumburðinum kom dekur, handsnyrting "sem þú átt að fara í þegar þú losnar úr þessu gifsi mamma" og kroppakrem.
Er svo að lesa Skaparann eftir Guðrúnu Evu og Húsið eftir Hörpu J ,bloggarann okkar góða svona á milli þess sem ég glápi á imbann, fæ mér lúr og borða enn meiri jólamat.

Sendi ljúfar yfir.

8 Comments:

  • At 26/12/08 11:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ummmm, ljúfar til baka. Hvernig er hendin? Kærust kveðja, Gulla Hestnes

     
  • At 27/12/08 1:10 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk Gulla, hendinni líður bara þokkalega. Ég hef þó ekki mikla hreyfigetu í þumlinum, bæði er sárt að hreyfa hann og erfitt að beygja. Annars lítur þetta vel út,

     
  • At 28/12/08 12:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sæl vinkona og gleðileg jól.
    Ég bara spyr, því smá áhyggjur gera vart við sig þegar ég les eina af færslunum hér fyrir neðan, ,,Eru nógu góðir læknar þarna fyrir vestan sem eru sérfæðingar á þessu sviði?". Þetta er atvinnutæki þitt og mikilvægt að fá rétta meðferð!!! Bara að hugsa en meina ekkert illt - er nefnilega líka utanaf landi!!!
    Bestu kv.OÞ

     
  • At 28/12/08 1:12 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Já oddný við erum svo heppin að vera með einn bæklunarlækni og einn skurðlækni sem er flínkur í handameiðslum svo ég er róleg. Ég hitti þá einu sinni í viku og þeir taka myndir og passa upp á þetta, vita báðir hvað ég geri því ég kenni krökkunum þeirra:O)

     
  • At 28/12/08 11:44 f.h., Blogger Elísabet said…

    eins gott að þú fáir almennilega læknishjálp! og mikið vona ég að batinn verðir góður hjá þér.

    hátíðarkveðjur til ykkar:)

     
  • At 28/12/08 5:50 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Hátíðin virðist vera þér ljúf sem er gott að heyra. Vonandi batnar höndinni fljótt svo þú komist í dekur:) Auðvitað sendi ég ljúfar yfir!

     
  • At 29/12/08 8:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það er nú gott að heyra, hef nefnilega ekki jákvæða reynslu sjálf - að vísu ekki að vestan - ég segi eins og er mér létti - ég nefnilega gerði mér ekki grein fyrir hversu mikið þetta er kella mín og óska þér góðs bata. En segi enn og aftur gleðilega rest (eins og sagt er fyrir östan!) - hef nefnilega ekki sent nein kort vegna skiljanlegra ástæðna þetta árið. En hugsa til allra sem mér eru kærir og þar ert þú á meðal kæra vinkona.
    Kveðja,
    Oddný

     
  • At 29/12/08 8:47 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk Oddný mín, vona að þið hafið það gott miðað við allt.

     

Skrifa ummæli

<< Home