Í borginni
Kæru bloggvinir.
Þar sem ég verð í borginni um helgina datt mér í hug hvort þið sem lyst og löngun hafið væruð til í að hitta mig og drekka með mér einn kaffibolla eða svo á laugardaginn.
Ég mun planta mér á bókakaffið í Mál og Menningu á Laugarveginum um kl.16.00.(Súfistinnn að mér skilst)
Hlakka til að hitta ykkur.
Þar sem ég verð í borginni um helgina datt mér í hug hvort þið sem lyst og löngun hafið væruð til í að hitta mig og drekka með mér einn kaffibolla eða svo á laugardaginn.
Ég mun planta mér á bókakaffið í Mál og Menningu á Laugarveginum um kl.16.00.(Súfistinnn að mér skilst)
Hlakka til að hitta ykkur.
6 Comments:
At 9/1/09 7:20 f.h.,
Nafnlaus said…
Ekki Súfistinn. Hann var hrakinn þaðan af lögfræðingum Björgólfsfeðga og vinur þeirra fékk plássið.
At 9/1/09 8:26 f.h.,
Nafnlaus said…
þetta er Te og kaffi. Ég er frekar þéttpökkuð á lau, en reyni að komast :)
At 9/1/09 8:59 f.h.,
Syngibjörg said…
Ok, skil.
Allaf verið að skipta út, ekki nokkur leið að fylgjast með því og hvað þá hver potar í hvern til að hygla sínum.
Allavega ég verð þá á Te og Kaffi í Máli og Menningu á laugardaginn kl.16.00.
At 9/1/09 2:26 e.h.,
Harpa Jónsdóttir said…
Verð ekki í bænum, en bið að heilsa!
At 9/1/09 5:53 e.h.,
Nafnlaus said…
mér þykir þú bjartsýn að ætla vera á reykvísku (miðbæjar) kaffihúsi á laugardag kl. 16.00. Þá lýkur mótmælafundi og ALLIR flykkjast á kaffihús. Ég myndi reyna kl. 15.30 í síðasta lagi. Látum kannski sjá okkur.
kv.
gf
At 9/1/09 6:02 e.h.,
Syngibjörg said…
þú segir nokkuð, ætli ég verði þá ekki aðeins í fyrra fallinu og taki frá borð.
Vonast til að sjá ykkur Stefán:O)
Skrifa ummæli
<< Home