Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, janúar 27, 2009

Hendin mín fína

Nú er vika liðin síðan ég losnaði við gifsið.
Hendin er rýr, aum og stirð.
Allir snúningar og hreyfingar eru takmarkaðar.
Olnboginn skýst út þegar ég legg hendina niður með flatan lófa.
Hitti sjúkraþjálfara sem teygir og togar.
Fer líka í vax sem er yndislegt.
Vaxið er sjóðandi heitt, mýkir og er verkjastillandi.
Ár sagði læknirinn, en þú færð næstum því eins góða hendi.
Svoleiðis er nú það bara.

4 Comments:

  • At 27/1/09 3:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Úff og Æ. Hendurnar eru okkur svoo mikilvægar.

     
  • At 27/1/09 7:58 e.h., Blogger Elísabet said…

    æ batnibatn!

     
  • At 28/1/09 10:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Elsku kjellingin. Hvernig gengur þér í vinnunni? Kærust héðan úr Hornafirði.

     
  • At 28/1/09 12:14 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk takk.

    Mér gengur nú svona og svona í vinnunni, minkaði aðeins við mig í janúar en ég get trauðlega spilað á píanóið enn sem komið er. Nota vinstri og pikka með einum fingri með þeirri hægri því það er svo mikill snúningu á henni enn.

     

Skrifa ummæli

<< Home