Frumburðurinn spreytir sig
MÍ mætir Fjölbrautaskóla SnæfellingaMenntaskólinn á Ísafirði mætir Fjölbrautaskóla Snæfellinga í átta liða úrslitum Morfís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna. Viðureignin fer fram á sal Menntaskólans á Ísafirði kl. 20:30 á laugardag og er umræðuefnið „Á að leggja niður internetið?“ FSN mælir með umræðuefninu en MÍ á móti. Lið MÍ skipa Gunnar Atli Gunnarsson, Daði Már Guðmundarson, Hjalti Már Magnússon og Gunnlaugur Gunnlaugsson.
1 Comments:
At 30/1/09 3:33 f.h.,
Nafnlaus said…
Gangi frænda mínum vel :).
Skrifa ummæli
<< Home