bara svona ósköp venjulegt og eiginlega ekkert merkilegt
Er voðalega andlaus þessa dagana.
Alltaf þegar ég sest niður til að skrifa kemur ekki neitt.
Lífið er bara í sínum vanalega gír og dagarnir líða hjá.
Maður gæti alveg skrifað um pólitíkina og þjóðmálin
en ég tók þá ákvörðun að mitt blogg skuli ekki vera á slíkum nótum.
Það eru aðrir betur til þess fallnir að fjalla um slíkt.
Ég er að undirbúa mig fyrir fyrsta fundinn minn í norrænu kórasamtökunum, Norbusang.
Flýg út til Köben á laugardaginn en fundurinn er að þessu sinni haldinn þar.
Flýg svo aftur heim á sunnudaginn og hingað vestur á mánudagsmorgni.
Í vor verður haldið kóramót í Jakobstad í Finnlandi á vegum samtakanna en mótin eru haldin hvert ár og skiptast löndin á að halda þau. Tvisvar hafa slík mót verið haldin hér á landi og tekist með miklum ágætum.
Ég hafði planað að fara með Stúlknakórinn minn til Finnlands í vor en vegna ástandsins hér í efnahagslífinu var hætt við. Það halda allir að sér höndum og erfitt að fá fyrirtæki til að styrkja nokkurn skapaðan hlut. Við sáum því fram á rýra fjáröflun og ekki er heldur hægt að seilast í vasa foreldranna.
Í staðin stefnum við á kóramót sem haldið verður í Seljaskóla í apríl á vegum Tónmenntakennarafélagsins. Fannst ósköp gott að hafa þann möguleika fyrir kórinn þó það komi aldrei í staðinn fyrir utanlandsferð.
Já ástandið kemur víða við.
Alltaf þegar ég sest niður til að skrifa kemur ekki neitt.
Lífið er bara í sínum vanalega gír og dagarnir líða hjá.
Maður gæti alveg skrifað um pólitíkina og þjóðmálin
en ég tók þá ákvörðun að mitt blogg skuli ekki vera á slíkum nótum.
Það eru aðrir betur til þess fallnir að fjalla um slíkt.
Ég er að undirbúa mig fyrir fyrsta fundinn minn í norrænu kórasamtökunum, Norbusang.
Flýg út til Köben á laugardaginn en fundurinn er að þessu sinni haldinn þar.
Flýg svo aftur heim á sunnudaginn og hingað vestur á mánudagsmorgni.
Í vor verður haldið kóramót í Jakobstad í Finnlandi á vegum samtakanna en mótin eru haldin hvert ár og skiptast löndin á að halda þau. Tvisvar hafa slík mót verið haldin hér á landi og tekist með miklum ágætum.
Ég hafði planað að fara með Stúlknakórinn minn til Finnlands í vor en vegna ástandsins hér í efnahagslífinu var hætt við. Það halda allir að sér höndum og erfitt að fá fyrirtæki til að styrkja nokkurn skapaðan hlut. Við sáum því fram á rýra fjáröflun og ekki er heldur hægt að seilast í vasa foreldranna.
Í staðin stefnum við á kóramót sem haldið verður í Seljaskóla í apríl á vegum Tónmenntakennarafélagsins. Fannst ósköp gott að hafa þann möguleika fyrir kórinn þó það komi aldrei í staðinn fyrir utanlandsferð.
Já ástandið kemur víða við.
3 Comments:
At 7/2/09 5:58 e.h.,
Elísabet said…
hvernig er höndin? ertu að jafna þig eftir brotið?
At 7/2/09 10:58 e.h.,
Syngibjörg said…
takk baunin mín, þetta gengur alveg hrikalega hægt. Er alltaf með einhverja verki og svo sest bjúgur í þetta. Held líka að þegar maður vinnur eins og mad woman og slær ekkert af þá lendir maður í einhverju svona. Ætla að tala við doktorinn eftir helgi.
At 9/2/09 9:01 e.h.,
Nafnlaus said…
sendi batnkveðjur, þetta hlýtur að potast í rétta átt.
Skrifa ummæli
<< Home