Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, febrúar 26, 2009

ÓP

Nú langar mig að standa upp á háum hól og reka upp óp.
Ég kláraði verkefnið og prófspurningarnar fyrir skólann í Köben og sendi þær með tölvupósti áðan. Hef vakað langt fram á nætur við að svara,lesa og stúdera.
Er orðin doltið lúin. Því hér eru líka 3 stykki krakkaormar sem þurfa sitt.
Kvarta samt ekki, þetta þarfnast bara smá skipulagningar.
Fer suður á morgun og út á sunnudaginn.

En í morgun var ég að hlusta á útvarpið og þar var formaður viðskiptanefndar Álfheiður Ingadóttir í viðtali út af frumvarpinu um Seðlabankann. Og aldrei, ALDREI, kom fram í umræðunni að seðlabankastjóri gæti verið kona. Bæði hún og fréttamaðurinn töluðu alltaf um hann og var skýrt að þau voru að tala um karlmann.
Mér finnst þetta sorglegt og það er á 2009.
Þetta kallar alveg á eitt óp sem mætti taka svona með hinu ópinu.
Einhver með???

5 Comments:

  • At 26/2/09 9:56 f.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Týpískt alveg.

     
  • At 26/2/09 7:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    getur ekki verið að fólk segi "hann" af því að stjóri er karlkyns orð?

     
  • At 26/2/09 11:09 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Nei, ég hjó einmitt eftir þessu og fyrst hélt ég að þau væru að tala um hann í þeirri merkingu en svo rann upp fyrr mér að þau voru að tala raunverulega um eitt stykki karlmann.Ég varð alvag rasandi bit.

     
  • At 27/2/09 8:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ójá. karlmaður var það. og norskur í þokkabót.

     
  • At 27/2/09 11:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Og hann snakker ensk! Gangi þér vel í Danaveldi. Kærust kveðja. Gulla Hestnes

     

Skrifa ummæli

<< Home