Sjaldan fellur eplið.......
....................langt frá eikinni þegar ég og dóttir mín eigum í hlut.
Hún fór á skíði á laugardaginn og lenti í röð atvika í lyftunni - svona dómínó effekt- þegar ungur drengur kom rennandi á bakinu niður eftir brekkunni þar sem lyftan er. Stelpan fyrir framan Brynju sleppir stönginni og það vill ekki betur til en hún dettur og byrjar að renna í áttina að Brynju sem reyndi að sveigja frá en stúlkan kom á fleygi ferð og klessti beint á hana. Hún datt og einhvernvegin bögglaðist hendin undir hana. Við skoðun kom í ljós að bein í framhandlegg sem heitir Ölna var brotið. Núhhhh ja hér...stundi ég, almættið ekki að standa sig þessa dagana. Jæja hvað gerir maður, reynir að taka brosandi á móti þessu verkefni og leysir það eins vel og hægt er.
Hún þarf að vera 2 vikur í gifsi og verður vonandi fljót að jafna sig, fljótari en ég skulum við vona.
Það gengur nú svo- na.... með mína hendi. Verstir eru verkirnir og svo þreytist ég mjög fljótt í hinu daglega amstri. Hreyfigetan er orðin meiri en þetta er óttalega hvimleitt og þreytandi ástand.
Ljúfar yfir.
Hún fór á skíði á laugardaginn og lenti í röð atvika í lyftunni - svona dómínó effekt- þegar ungur drengur kom rennandi á bakinu niður eftir brekkunni þar sem lyftan er. Stelpan fyrir framan Brynju sleppir stönginni og það vill ekki betur til en hún dettur og byrjar að renna í áttina að Brynju sem reyndi að sveigja frá en stúlkan kom á fleygi ferð og klessti beint á hana. Hún datt og einhvernvegin bögglaðist hendin undir hana. Við skoðun kom í ljós að bein í framhandlegg sem heitir Ölna var brotið. Núhhhh ja hér...stundi ég, almættið ekki að standa sig þessa dagana. Jæja hvað gerir maður, reynir að taka brosandi á móti þessu verkefni og leysir það eins vel og hægt er.
Hún þarf að vera 2 vikur í gifsi og verður vonandi fljót að jafna sig, fljótari en ég skulum við vona.
Það gengur nú svo- na.... með mína hendi. Verstir eru verkirnir og svo þreytist ég mjög fljótt í hinu daglega amstri. Hreyfigetan er orðin meiri en þetta er óttalega hvimleitt og þreytandi ástand.
Ljúfar yfir.
8 Comments:
At 19/2/09 6:58 f.h.,
Nafnlaus said…
Græðandi kveðja!
At 19/2/09 9:10 f.h.,
Nafnlaus said…
úff, óheppnin eltir. Batnibatn, sem fyrst...
At 19/2/09 1:46 e.h.,
Harpa Jónsdóttir said…
Æææææ! Vonandi grær hún fljótt og vel.
At 19/2/09 7:23 e.h.,
Blinda said…
Bad things happen to good people...too :( Þetta er nú ekki skemmtilegt hjá ykkur mæðgunum - en gangi ykkur báðum vel í batanum
At 19/2/09 8:21 e.h.,
Nafnlaus said…
samHENTARmæðgur æ.
At 19/2/09 9:43 e.h.,
Nafnlaus said…
Úff, það á ekki af ykkur að ganga, en vonandi gróið þið fljótt og vel. Hvernig gengur þér að vinna með hendina svona?--- Martröð allra handverksmanna. Kærust kveðja frá Hornafirði.
At 19/2/09 11:20 e.h.,
Syngibjörg said…
Takk kæru bloggvinir fyrir kveðjurnar:O)
Hornfirðingur; mér gengur nú ekkert sérlega vel að spila á píanóið, þreytist voða fljótt en maður harkar þetta af sér og vonar það besta.
At 20/2/09 11:04 e.h.,
Nafnlaus said…
úff. hrikaleg óheppni er þetta á ykkur. sendi batakveðjur!
Skrifa ummæli
<< Home