Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

laugardagur, febrúar 21, 2009

Blússandi menning

Ég er alltaf janhissa á því sprúðlandi menningarlífi sem ríkir hér fyrir vestan
Litli Leikklúbburinn setti upp leik og söngdagsrá með lögum Jónasar og Jóns Múla; Við heimtum aukavinnu fyrir 2 vikum síðan.
Uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa og í dag var aukasýning. Foreldrar mínir gerðu sér litið fyrir og buðu barnabörnunum með sér á sýninguna í dag. Allir glaðir og raulandi lagstúfa eins og þá stundi Mundi og bíum bíum bambaló þegar þau komu heim. Ég sá þessa sýningu um daginn og var mjög hrifin einkum vegna þess að tempóið er svo flott. Á sviðinu eru 4 hljóðfæraleikarar og ein söngkona sem syngur stundum með leikurunum og stundum ein. Hraðaval á lögunum var alveg frábært og það skapaðist mikil stemmning á sýningunni. Texta í viðlögunum er varpað upp á skjá og áhorfendur eru hvattir til að taka undir sem þeir gerðu svo sannarlega. Til hamingju LL með þessa frábæru sýningu.

Í dag hentist ég út í bíl eftir að hafa sungið í jarðarför til að komast á tónleika í Hömrum sem byrjuðu um leið og jarðarförin endaði. Vill til að hér eru vegalengdir stuttar og engin umferðarljós. Þar var ítalskur píanóleikari að spila verk eftir Scumann, Granados og Prokofief.
Tónleikarnir voru flottir í alla staði. Falleg túlkun og ásláttur áttu þar stóran hlut að máli.
Ég hlustaði á hann kenna nokkrum nemendum Tónlístarskóla Ísafjarðar í gær og fékk mörgum sinnum dejavu. Hann var svo líkur honum Halldóri Haralds gamla píanó kennararnum mínum hvað kennsluaðferð varðaði, nálgun í túlkun og tæknivinnu. Ég fór alveg mörg ár aftur í tímann þar sem ég sat í salnum í Tónó.
Í kvöld verður svo spilakvöld.
Allt að gerast.

Sendi ljúfar yfir

4 Comments:

  • At 21/2/09 10:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Kveðja úr menningarflóðinu fyrir Norðan,
    Vorum að ljúka við Þorrablót skólans í gærkveldi með miklum söng..
    Meiri söngæfingar í dag og svo söngkeppni á morgun.
    Bara gaman
    Mjöll

     
  • At 21/2/09 10:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég sendi ljúfar yfir frá Hornafirði. Hér eins og hjá þér er allt að gerast. Gulla

     
  • At 22/2/09 8:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hvar eru Hamrar? Þeir voru ábyggilega ekki til þegar ég var Ísfirðingur.

     
  • At 23/2/09 2:37 f.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Það hefur nú ekki verið leiðinlegt að fá smá dejavu:)
    Gaman að heyra að menningarlífið sé svona gott og drífandi hjá ykkur. Þannig á það líka að vera.

     

Skrifa ummæli

<< Home