Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, september 30, 2008

Síðan síðast hef ég......

 • farið á bömmer yfir krónunni

 • velt því fyrir mér hvernig ég eigi að meika námsferðina til DK

 • lesið fyrir próf

 • farið á minningartónleika um Siggu og Ragnar H.

 • hlustað á börnin mín æfa sig

 • þvegið fjall af þvotti og brotið hann svo saman

 • horft á samanbrotinn þvottinn á borðstofuborðinu

 • talið og flokkað dósir, flöskur og gler

 • bakað möffins og súkkulaðiköku og fengið hjálp við það frá heimasætunni

 • velt því fyrir mér að taka slátur

 • horft á lánin mín hækka

 • verið hrikalega dugleg í ræktinni

 • reynt að fara snemma að sofa (NB, snemma er fyrir miðnætti)

 • eldað uppáhalds mat barnanna; mexíkóska kjúklingasúpu

 • fengið hrós

 • verið smá blá yfir lífinu

 • fundið fyrir einmannaleik

 • lesið ævisögu Erics Claptons

 • skráð mig inn á facebook og hitt þar gamla vini

 • hissað og jahérnast yfir gangi mála í þjóðfélaginu

 • fundist tvennan "lífið og tilveran" bara nokkuð góð miðað við allt og allt.

laugardagur, september 27, 2008

Tónlistardagurinn mikli

Dísa og Þórunn sungu dúetta af mikilli snilld í Smiðjugötu 5.


Sonurinn var í bandinu sem var sett saman í tilefni dagsins.
Hann sat við snerilinn og burstaði í gríð og erg á meðan Halldór
spilaði á flygilinn og Valdi á bassann sem stóð á símaskrá
heimilisins því þetta var lánsbassi sem passaði ekki þeim
nánast 2ur metrum sem drengurinn fékk í vöggugjöf.
Aftast sat félagi þeirra og bankaði á bak á strengjalausum gítar.


Trommukrakkarinr hans Önna mynduðu "drumm line"
og börðu húðir í Hömrum. Daði Már er í miðjunni.Barna og stúlknakórinn söng við opnun á sögusýningu í tónlistarskólanum
og héldu þaðan upp á sjúkrahús þar sem þessi mynd er tekin.
Dagurinn var yndislegur. Allir svo glaðir og fólk tók svo mikinn þátt þrátt fyrir leiðindaveður.
Heimilistónarnir voru vel sóttir og á sum heimili komu allt upp undir 40 manns.
Það var mál manna að þetta ætti að gera að árlegum viðburði.
Það finnst mér góð hugmynd.mánudagur, september 22, 2008

Útkoman úr raunum mínum í síðustu viku.

Niðurstaða:
Þú ert ekki haldin neinum alvarlegum sjúkdómi.
Ert bara með svona voðalega viðkvæmann ristil.
Meltingartruflanir köllum við þetta.
Sá samt roða í vélindanu, sem gæti orsakað bakflæði.
Ávísaði á þig töflum.
Haltu svo bara áfram að borða það sem þú þolir.
Þú verður eiginlega bara að finna út úr því sjálf.
Það er nefnilega þannig að læknavísindin eiga
ekki mikil svör þegar kemur að ristlinum.


Og ég yppi öxlum og hugsa; já okei ekki með neinn alvarlegan sjúkdóm, en eitthvað er ekki alveg í lagi og nú hefst leiðangurinn mikli hjá mér að finna það út. Og af því að ég hef svo óskaplega mikinn tíma þá verð ég fljót að finna það út, eða þannig.
Komst líka að því að það kostar 21.000 kr. að fara í maga og ristilspeglun. Jebbs.
Og 10.000 að fara í tölvusneiðmyndatöku. Jebbs, jebbs.
Og lyfin við bakflæðinu kosta mig um 5000 kall.

Drottinn minn sæll og glaður hvað það er nú yndislegt að vera til í dag.

laugardagur, september 20, 2008

Tónlistardagurinn mikli

Í dag er haldið upp á 60 ára afmæli Tónlistarskóla Ísafjarðar.
Í dag mun tónlistin óma um allan bæ frá hádegi og langt fram á kvöld.
Dagskráin er fjölbreytt og munu nokkur heimili bjóða upp á heimilsitóna.
Ef þú sérð flagg og blöðrur fyrir utan hús máttu ganga í bæinn og hlýða á
tónlistaratriði og þyggja veitingar.
Sérstök "Music Aid" hljómsveit mun fara um bæinn á þar til gerðum vagni og
þeyta lúðra.
Í kvöld klukkan 8 verða tónleikar á Silfurtorgi sem enda á að allir bæjarbúar taka undir
í einkennislagi dagsin, ABBA laginu "Thank you for the music" sem Ólína Þorvarðardóttir
þýddi svo snilldarlega.
Flugeldasýning og Fjallabræður slá svo botninn í herlegheitin og er það svo ósk okkar að allir
njóti þess sem boðið er upp á.

Ég er að fara að gera mig klára því kórarnir mínir ætla að gleðja þá sem eru á sjúkrahúsinu.
Og af því það viðrar ágætlega geri ég ráð fyrir að við stoppum á götuhorni og hefjum upp raust
okkar fyrir bæjarbúa.

Hafið það gott í dag og njótið lífsins.

þriðjudagur, september 16, 2008

Svona fór um sjóferð þá

Auðvita tókst mér að fara erfiðu leiðina gegnum þetta ristildæmi.
Loftið sem blásið er inn í þarmana á meðan á speglun stendur fann sér ekki
útgönguleið að sjálfsdáðum, þrátt fyrir einlæg hvattningarorð læknisins.
Því fór sem fór að í miðjum kennslutíma seinna um daginn,
gat ég ekki hreyft mig fyrir sársauka
þar sem loftið þrýsti sér upp undir rifbein og aftur í bak.
Ég meina, ég kann alveg að prumpa, en einhvernveginn vafðist það fyrir
þörmunum mínum að fara hinu einu sönnu leið.
Ég var því með miklum erfiðismunum sett á börur og flutt í sjúkrabíl aftur á spítalann.
Þar tók við sársaukafull myndataka svo tárin tóku að streyma niður kinnarnar.
Ósköp var ég vesældarleg þá.
Lögð svo inn og í mig dælt svona lyfi sem hjálpar manni að prumpa
og einnig fékk ég hrikalega sterkt deyfilyf sem gerði mig vel hífaða.
Það fer ekki fleiri sögum af þessu fyrr en undir kvöldmat að allt fer af stað
og aftansöngur mikill hófst í stofu 8.
Þá var minni létt.
Fékk að borða klukkan 9 og þá hafði ég ekki borðað neitt í 3 heila sólarhringa nema tæran vökva.
Geri aðrir betur.
Líður bara vel í dag og nokkuð hress.
Fer í meiri rannsókn á morgun en sú inniheldur enga loftfimleika.
Annars hefði ég neitað staðfastlega og afþakkað frekari rannsóknir.

Legg ekki meira á ykkur.

sunnudagur, september 14, 2008

Nauðsynlegt en grábölvað

Fyrir speglun er nauðsynlegt að hreinsa ristilinn rækilega af öllum úrgangi, svo rannsóknin og sýnatökur gangi eðlilega fyrir sig. Illa framkvæmd úthreinsun getur komið í veg fyrir að hægt sé að framkvæma speglunina.
Undirbúiningur tekur 2 daga.

1. dagur (laugardagur): AÐEINS MÁ NEYTA FLJÓTANDI, TÆRS FÆÐIS!


 • Tær angnarlaus súpa, fitulítið soð af súputeningum og agnarlaus ávaxta- og saftsúpur.
 • Allir gosdrykkir orkudrykkir
 • Te og kaffi með sykri eða hunangi (án mjólkur!)
 • Frostpinnar án súkkulaðihjúps

EKKI MÁ BORÐA NEINAR MJÓLKURVÖRUR

2. dagur (sunnudagur) AÐEINS MÁ NEYTA FLJÓTANDI, TÆRS FÆÐIS!

 • Kl. 8 um morgunin átt þú að drekka minnst 1 glas af tærum vökva og gjarnan fleiri.
 • Þá er flöskunni af Phosphoral (45ml) blandað út í glas af köldu vatni og drukkið.
 • Þar á eftir átt þú að drekka minnst eitt glas af köldu vatni eða safa, helst fleiri.
 • Þú mátt búast við að hægðarlosun byrji 1/2 klst - 6 klst eftir að drykkja hefst.
 • Notaðu blautþurrkur frekar en venjulegan salernispappír, til að koma í veg fyrir særindi.
 • Mikilvægt er að drekka a.m.k. 1 lítra af vökva fram eftir degi og helst meira.
 • Um kl. 19.00 er síðari Phosphoral flaskan blönduð á sama hátt og um morgunin og drukkin.
 • Fram eftir kvöldi og að morgni speglunardags er nauðsynlegt að drekka vel af tærum vökva.
 • Ágætt er að nota bragðgóðan brjóstsykur, eða ópal í hófi, á meðan úthreinsun stendur.

föstudagur, september 12, 2008

ég heyri ekki betur en að sjálfur útvarpsstjórinn sé að lesa veðurfréttirnar.........

fimmtudagur, september 11, 2008

klafi vanans

Hvernig í veröldinni stendur á því að ég sef alltaf örðu megin í rúminu mínu?
Afhverju sef ég ekki í miðjunni og nýti allt plássið?
Ég þarf ekki að tak tillit til neins heldur er svo pikkföst í gömlum vana að mér finnst hreinlega óþægilegt að nýta allt plássið.
Galið finnst ykkur ekki?

miðvikudagur, september 10, 2008
Eins og kemur fram í kommentum í blogginu á undan
er kellingin orðin einu ári eldri í dag en í gær.


Myndin er tekin þegar afmælisbarnið afrekaði Laugarvegsgöngu í sumar.


sunnudagur, september 07, 2008

Fyrir parísardömuna.

Pizzusósa.

1 matskeið tómat púrré
1dl tómatsósa
1 matskeið hunang
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
2 kúfaðar teskeiðar af basil og oreganó
og eða pizzukrydd

öllu blandað saman og sett á pizzubotninn, svo má setja meira krydd, allt eftir smekk hvers og eins.

Verði þér/ykkur að góðu.

miðvikudagur, september 03, 2008

Viðgerð

Það gengur bara vel að gera við.
Fer 3svar í viku.
Er enn samt alveg ógurlega þreytt.
Þrekið kaupir maður víst ekki á haustútsölum.
Það næst besta er svo að standa undir sturtunni og láta vatnið fossa yfir sig.
Eitthvað svo hressandi.
Það besta er að hafa útsýni yfir bæinn sinn á meðan viðgerð fer fram
og horfa á lognið á Pollinum.
Það jafnast ekkert á við það.