Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Tilhlökkun

Og nú eru prófin í Söngskólanum afstaðin.
Nemendur mínir stóðu sig bara nokkuð vel.
Í kvöld höldum við svo tónleika til heiðurs honum Mozart.
Og þá er ég komin í vetrarfrí. Jíiiibíiiii.
Á morgun verður flogið vestur á heimaslóðir til að losa sig við
stress og armæðu og fá í staðin vellíðan og ró.
Fjöllin þar gefa manni svo mikla orku.
Þau eru svo hrikalega nálægt manni.
Hlakka til og kvíði fyrir.
Ég er svo hrikalega flughrædd.


Held ég eigi stefnumót í kvöld eftir tónleikana.
Er allavega að láta mig dreyma um það.
Á að bíða eftir sms -i.

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Herbergið mitt

Eftir tvo daga vakna ég upp í gamla herberginu mínu heima á Engjavegi 26.
Þegar ég var 11 ára var gerð allsherjar breyting á herberginu mínu.
Það var málað í vínrauðum og hvítum litum og mamm saumaði gardínur,
setti utan um púða og hengdi þá upp á vegg sem svona höfuðpúða. Gardínurnar fékk ég með mér þegar ég flutti að heiman og þá saumaði ég úr þeim eldhúsgardínur og dúka.
Mig minnir að það hafi einnig verið sett nýtt gólfefni.
Pabbi smíðaði þá flottasta skrifborð sem ég hef átt. Það var úr spónaplötum sem hann bæsaði með vínrauðu bæsi. Mikið var nostrað við þessa smíð. Hann setti m.a. lista á allar brúnir og kanta. Naglarnir sem hann notaði við að festa listana voru með skrauthaus. Á sjálft skrifborðið festi hann einingu sem hann hafði betrekt með strigabetrekki og var fyrir litlar hillur sem hann setti sitthvoru megin, en ég fékk svo hvítann kringlóttan spegil sem festur vað í miðjuna. Í hillurnar setti ég allt puntið mitt og smádótið.Hann útbjó einnig 3 skúffur fyrir námsbækurnar neðan á skrifborðsplötuna. Höldurnar voru hringlóttar úr messing með dálitlu skrauti.
Þetta skrifborð notaði ég alveg þangað til ég fór í menntó.
Þá fór það út í bílskúr sem verkfærageymsla fyrir pabba.

Í dag er þetta vinnu og gestaherbergi.
Og ég gisti alltaf í því þegar ég heimsæki þau.
Það finnst mér notalegt.

mánudagur, febrúar 20, 2006

Veisla

Þegar ég kom heim áðan beið mín ótrúlega fínn matur
eldaður af heimasætunni.
Og hvítvín með.
Já ég veit að það er mánudagur.
Þess vegna er svo gott að hressa upp á Grá- mann Mánudag.
Og nú er að demba sér í meiri kennslu fram á kvöld.

Ferðalag

Gekk frá fluginu áðan.
Förum vestur á heimaslóðir á fimmtudaginn.
Ætlum að vera í nokkra daga.
Nýta þetta vetrarfrí og skipta um umhverfi.
Börnin fóru á 1ar krónu tilboði Flugleiða.
En rokkarinn í 10 bekk borgar fullorðinsfargjald.
Yndilslegar þessar aldursmismunandi viðmiðanir.
En það er gott að hafa eitthvað til að hlakka til.

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Svar við spurningu

Þegar maður af einlægni og af áhuga vil deila því sem tilheyrir manni með fólki sem maður hefur tilheyrt í fjöldamörg ár en fær hroka og snobb upp í opið geðið á sér að launum þá verður maður kjaftstopp.

Hvað......

........gengur vel menntuðu og vel gefnu fólki til þegar það hagar sér eins og fífl?
Er það svona helvíti illa innrætt.
Pirrar mig þegar ég verð leiksoppur svoleiðis fólks.

laugardagur, febrúar 18, 2006

Bekkurinn minnÞetta fallega fólk skipa skemmtilega kórstjórnar-

bekkinn minn og var hér fyrir rúmri viku.

Ætlaði að vera búin að setja myndina fyrr inn,

en hér er hún.

Tombóla
Þær Hilda Björg, Marín og Brynja Sólrún héldu tombólu í dag út á Eiðistorgi.
Þær söfnuðu 5.438 kr. fyrir Rauða Krossinn.
Á morgun á að halda áfram því enn er eftir af dótinu.
Þær vonast til að fá eins góðar móttökur þá og í dag.

Ilmur

Búin að takast á við tvo öfluga krampa í dag.
Ætla ekki að láta það draga úr mér alla orkuna.
Hef nú fengið þá öflugri.
Þá var ég send í sjúkrabíl og fékk eitthvað sull í æð.
Finnst nú eiginlega nóg komið.
Öll helvítis vikan.
Ætla að reyna að baka.
Það róar mig alltaf.
Maður þarf einhvernveginn ekki að hugsa.
Setur bara það sem stendur í uppskriftinni í skál.
Og hrærir.
Svo kemur líka svo góð lykt í húsið.
Svona laugardagslykt.
Langar líka að dekra við feðgana.
Þeir fóru í sund og koma heim í ilminn.
Þá gleymi ég líka ástandinu á meðan.
Þarf á því að halda.

föstudagur, febrúar 17, 2006

Heilsufár

Dagarnir framundan eru annasamir.
Það er að koma helgi og maður skildi ætla að það væri komið frí.
Ekki hér.
Væri svosem í lagi ef þessi fj..... magapest væri ekki enn að hrjá mig.
Leið nærri útaf í kennslu í gær.
Slapp fyrir horn.
Maður verður alveg orkulaus þegar matarlystin hverfur.
Eins og mér finnst nú gott að borða.
Á það samt til að gleyma því.
Fatta það svo þegar ég byrja öll að titra og skjálfa.
Það vantar í mig svengdargenið.
Held að Ponsí mín hafi erft það.
Hún minnir mig stundum á brothætta prinsessu með
langa og granna útlimi.
En ekki Snáðinn.
Þar eru önnur gen.
Tröllagen.
Veit ekki hvaðan þau koma.

Hún Gróa vinkona mín er 50 ára í dag.
Elsku bestasta vinkona mín: Til Hamingju!!!!
Hún lengi lifi.
Húrra.
Og í kvöld verður haldið upp á það.
Hlakka mikið til.

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Krullur

Með eitthvað vesen í maganum.
Og þetta er langi dagurinn minn.
Ekki gott.
Fór áðan í klippingu.
Ekkert róttækt en hárið á mér hefur breyst.
Það hefur þynnst og svo eru þarna einhverjar krullur.
Hárgreiðlukonan mín skilur ekkert í þessu.
Við höllumst helst að því að það hafi breyst eftir síðasta barn.
Og ég búin að vera með stutt síðan hann fæddist en núna nær það niður á axlir.
Þegar það síkkarþá koma einhverjar krullur.
Og það er enginn með svona krullur í minni nánustu fjölskyldu.
Ja hér alla mína daga.
En nú er best að drífa sig, pásan er búin.

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Upprifjun

Þar sem bloggerinn er ekki lengur að stríða mér verður gert hér stuttlegt yfirlit.

Ég hélt bekkjarpartý á laugardaginn.
Kórstjórnendabekkurinn mætti hér með þvílíkar krásir
sem erfitt verður að toppa.
Og kúskúsið frá þér Hekla sló í gegn.
Svo var Saltfiskréttur frá Kúbu, indverskur kjúklingaréttur,
heimabakað brauð, ostar og pestó og eftirréttir svo allir stóðu á blístri.
Vaknaði södd daginn eftir.
Fór hjólandi í bíó á sunnudaginn með yngsta settið.
Varð fúl út í Háskólabíó.
Salurinn var ískaldur og inni var rok.
Loftræsting heitir það víst.
Ætla að biðja næst um flísteppi í miðaagreiðslunni.
Bloggaði eitthvða um þetta en veit ekkert hvert færlsan fór.Í dag var G.Óli að tékka á okkur í stjórnendabekknum.
Alltaf skrítið að lenda í því að láta pikka í grunnatriðin
hjá manni sem maður heldur að séu komin.
Samt lærdómsríkt.
Höldum áfram á morgunn svo það er eins gott að fara að halla sér.
Þá er mál málanna; recetativo.

Nýja ég


Ég er óbó.
Mjög sátt.
Finnst það fallegasta hljóðfærið.

Er ennþá þriðjudagur 7. feb??

Þetta verður spennandi.
Ætli blogger birti þetta á réttum stað.
plííííís,plíííís.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Bréf

Elsku kæri blogger!

Í dag er mánudagur 13. febrúar, ekki þriðjudagur 7. febrúar.
Þú hefur ruglast eitthvað kæri minn í ríminu.
Villtu vera svo vænn að breyta dagsetningunni og
setja bloggin mín á rétta staði.
Ó, þá væri ég svo glöð því ég veit ekki hvað ég á að gera fyrir þig svo þetta breytist.
Svo ég brá á það ráð að skrifa þér.
Tilraun þín til að láta tímann standa í stað mistókst.
Takk fyrir viðleitnina.
En í dag er sannarlega 13. febrúar og ég á langan dag að höndum.
Svo mikið veit ég.

Nýtt hlutverkOboe. You're an oboe. yup.

Ja há. Skoraði sem Óbó í einhverju QUIZ TESTI þar sem maður finnur út hvaða hljóðfæri maður er spili maður í sinfóníuhljómsveit.
Dásamlegt.

Og það er gh - day á síðunni minni

Samkvæmt blogger er búið að vera þriðjudagur 7. janúar á þessari síðu alla vikuna.
En til að vera viss þá er kominn sunnudagur.
Og færslan mín áðan fór eitthvað á flakk og lenti hér einhversstaðar fyrir neðan.
Hún er um skemmtanir helgarinnar.
Gaman að sjá hvert þessi fer.

Skemmtanir - taka II

Og þar sem blogger er ekki lengur úti að skíta þá ætla ég aðbirta þessa færslu sem ég gerð á sunnudaginn og vil í leiðinni þakka öllum bekkjarfélögunum fyrir frábært kvöld,

Hrikalega var þetta fínt hér í gær.
Bekkjarpartý.
Já, ég hélt bekkjarpartý fyrir kórstjórnarbekkinn.
Allir komu með eitthvað til munns og maga.
Saltfiskur a la Giovanna bráðnaði í munni.
Og ekki skemmdi hvítvínið frá stórsöngkonunni
með fagurrauða varalitinn fyrir.
Indverskur kjúklingur frá Sveif, hreif alla.
Afríski kúskúsrétturinn sem ég fékk hjá Heklu minni var ekki síðri.
Og sallöt, heimbökuð brauð frá yngsta bekkjarfélaganum,
ostar og eftriréttir fylltu vitin svo yfirflóði.
Vaknaði í morgun ennþá södd og dáldið ringluð í hausnum.
Náðum að þvo í vélinni en hún lekur samt enn. Pirrrrrr.
Hjóluðum með yngsta liðið í bíó og sáum Bamba.
Takk Háskólabíó fyrir þessa hröllköldu mótttökur.
Hitastigið í salnum var um frostmark.
Og 15 metrar á sekúndu.
Ég meina, í salnum voru barnafjölskyldur og allir sátu dúðaðir
vegna kulda þarna inni.
Þeir hefðu alveg eins getað boðið manni úti bíó.
Yrði ekki hissa ef bíógestir þessa dags yrðu hóstandi og hnerrandi á morgun.
Ég ætla að biðja um flísteppi næst.
Loftræsing hvað?
Það er svona sístem í skólanum þar sem ég kenni.
Loftræsikerfið er svona sjálfvirkt og voða flókið apparat.
Þegar það fer í gang þá dælir það kalda loftinu sem er úti,
inn í húsið.!!!!!!!
Why?????????????????????
Og þetta er söngskóli. Allir hóstandi og hnerrandi á göngunum.
Falskir, hásir tónar berast frá vesalings nemöndunum sem mæta með trefla
og strepsils í skólann.
Nei, því miður þá er ekkert hægt að laga stillinguna, sjáðu, hún er sjálfvirk.
Gamanaððesssuu.
híhíhí

Vafstur

Eitthvað er Blogger skrítinn þessa dagana. Fæ bara gamlar færslur á bloggurum sem ég skoða. Þarf að ýta á refresh takkann til að sjá nýjustu færslurnar. Víiird."Fína" uppþvottavélin okkar er búin að vera biluð alla vikuna.
Og Hrund átti þessa viku.
Hún ferlega fúl því hún hefur þurft að þvo allt í höndum.
Jú, jú við 6 í heimili og heilmikið uppvask.
En get samt ekki vorkennt henni.
Þegar við vorum að alast upp systkinin skiptum við með okkur dögum í uppvaskinu.
Þá var engin uppþvottavél á Engjavegi 26.
Bara fínnt bursti og góð sápa.
Vélin kom þegar við vorum öll flutt að heiman.
En handlagni heimilisfaðirinn á Ökrum kippti öllu í lag í dag
og sett nýja dælu í gripinn.
Lekur samt eitthvað smá.
Situr hér í sófanum og hugsar mikið.
Veit ekki hvaðan þessi leki kemur.
Pirrar hann óendanlega.
Ég hef samt gefið honum fullt af rauðvíni til að hressa hann við.
Og svo líka súkkulaði, sem hann elskar
og......koss.

Vafstur

Eitthvað er Blogger skrítinn þessa dagana. Fæ bara gamlar færslur á bloggurum sem ég skoða. Þarf að ýta á refresh takkann til að sjá nýjustu færslurnar. Víiird."Fína" uppþvottavélin okkar er búin að vera biluð alla vikuna.
Og Hrund átti þessa viku.
Hún ferlega fúl því hún hefur þurft að þvo allt í höndum.
Jú, jú við 6 í heimili og heilmikið uppvask.
En get samt ekki vorkennt henni.
Þegar við vorum að alast upp systkinin skiptum við með okkur dögum í uppvaskinu.
Þá var engin uppþvottavél á Engjavegi 26.
Bara fínnt bursti og góð sápa.
Vélin kom þegar við vorum öll flutt að heiman.
En handlagni heimilisfaðirinn á Ökrum kippti öllu í lag í dag
og sett nýja dælu í gripinn.
Lekur samt eitthvað smá.
Situr hér í sófanum og hugsar mikið.
Veit ekki hvaðan þessi leki kemur.
Pirrar hann óendanlega.
Ég hef samt gefið honum fullt af rauðvíni til að hressa hann við.
Og svo líka súkkulaði, sem hann elskar
og......koss.

Allir í strætó - not

Um daginn þurfti einn samnemandi minn í Tónskólanum að taka strætó úpp í Grensáskirkju þar sem skólinn er til húsa. Og þetta var ekkert smá mál.
Undirbúningurinn hófst daginn áður.
Fyrst byrjaði hún á að fara inn á bus. is til að sjá hvaða leið hún ætti að taka.
Svo tæmdi hún alla bauka og vasa í budduna sína til að hafa nú nóg klink.
Daginn eftir fór hún fyrst niður í miðbæ og tók svo þaðan strætó á áfangastað.
Þetta fékk mig til að hugsa um ástæðun fyrir því afhverju við íslendingar erum svo tregir til að taka strætó. Þjónustustig íslenska strætósins er auðvitað fyrir neðan allar hellur.
Hér dettur maður ekkert inn í strætó sí svona. Þú þarft að hafa klink og NB: réttu upphæðina. Og afhverju, jú þeir gefa ekki til baka. Í flestöllum borgum evrópu eru strætisvagnar með peningamaskínu sem gefur til baka eða þú rennir kortinu þínu í gegnum rauf. Og þar hoppar maður inn næsta strætó án þess að tæma alla bauka og vasa daginn áður.
Nú leiðarkerfið er eitt fyrirbæri.
Man eftir mér um árið þegar ég var í barneignarfríi með þann yngsta. Ég hafði fengið mér göngutúr niður í bæ í góðu veðri. Þegar ég var svo á leið heim aftur byrjaði að rigna. Ég sá strætó koma og hugðist taka hann heim þar sem ég var ekki klædd fyrir rigninguna. En því miður þá gat ég ekki nýtt mér þessa frábæru þjónustu strætisvagnanna því ég var ekki með neitt klink á mér, bara kort og seðla. Sorrý. Ekkert klink, enginn strætó.
Ég hugsaði þessu fúla fyrirtæki þegjandi þörfina og undraðist ekki afhverju við flykkjumst ekki í strætó og skiljum bílinn eftir heima svona annað slagið.
Meiri fyrirhöfn er varla hægt að hugsa sér.

Hversdags,hvursdags,hvergidags........

Einhvernveginn eru allar dagar eins núna.
Það gerist svo sem ekkert merkilegt.
En þannig er nú víst þetta hjá okku flestum.
Lífið rennur áfram á vanananum.
Ég er t.d. búin að venja mig á að þegar ég er búin að koma öllu liðinu
á sinn stað þá kem ég heim, fæ mér morgunmat og les Moggann.
Svo kíki í á póstinn minn og á bloggið.
Þetta er svona startpakki.
Eftir það sinni ég erindum varðandi kennslu og undibý mig fyrir hana.
Stússast svo í heimilisverkum og skemmtilegheitum því tengdu
Mínir dagar eru helst til of langir. Og vinnutíminn öfugt við alla aðra.
Í dag er ég t.d. að kenna frá 15.00 til 21.30.
Fer að vinna þegar flestir eru að byrja að skríða heim.
Þetta fer nú að vera heldur leiðinleg færsla.
Svo ég held ég hætti núna svo þið drepist ekki úr leiðindum.

Blogg frá Ökrum

Við mæðgur sitjum hér og gerum stærðfræði.
Tímalínur og desímetrar.
Erum hvorugar sterkar á þessu sviði.
Hún ógeðslega pirruð og ég að reyna að halda ró minni.
Hún hefur þessa bráðu lund. Vantar alveg þolinmæðisgenið í hana.
Þessvegna gefst hún svo fljótt upp á því sem hún skilur ekki strax,
hendir blýanti og bók frá sér og öskrar:
ÉG SKIL ÞETTA EKKI, SKILURÐU ÞAÐ EKKI!!!!!
Ég vona að þetta komi með auknum þroska.


Og nú þarf að meta menntaskólana.
Rokkarinn búinn að skoða MH og Kvennó og fer svo í Iðnskólann á morgunn.
Þetta var nú auðveldara þegar ég var í þessum sporum. Einn skóli. MÍ.
Hentaði mér ekkert endilega, það var bara ekkert annað í boði.
Fékk að vísu tónlistarskólann metinn og
útskrifaðist frá bæði tónlistar og málabraut.
Þetta veltur líka á einkunum þar sem skólarnir velja "góðu" nemendurna.
Einkunnir er ófullkomin mælistika á árangur og sorglegt nokk
að þær skuli hafa úrslitaáhrif á framtíð einstaklings.

mánudagur, febrúar 06, 2006

Og hér hef ég bróderað klukk-ustreng að beiðni Þórhalls

4 vinnur sem ég hef unnið um ævina:

Í Frystihúsinu á Ísafirði
Þjónn, hér og þar og allstaðar
Leikskólinn Sólbrekka
Kórstjóri Barna og Unglingakórs Hallgrímskirkju

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:

Sideways
Amelié
Cinema Paradiso
Love Actually

4 staðir sem ég hef búið á:

Engjavegur 26 Ísafirði, æskuheimilið mitt
Snorrabraut 73 Rvk, fyrsta íbúðin sem ég leigði og ævarandi vinátta við Mjöll byrjaði
Grettisgata 82, fyrsta íbúðin sem ég festi kaup á
Akrar V/Nesveg, og eilífðarverkefnið "gamalt hús gert upp" hófst

4 sjónvarpsþættir sem ég fíla:

House
Judging Amy
Gömlu góðu Pride and Prejudice
Breski þátturinn um spjátrunginn Wooster

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Hamborg, fyrsta borgin sem ég heimsótti og dvaldi þar í heilar 6 vikur 15 ára gömul.
Nice, þar hafa örlagaríkir atburðir í mínu lífi átt sér stað
Róm,rústir og rigning
Langidalur í Ísafjarðardjúpi, griðarstaður stórfjölskyldunnar

4 síður sem ég skoða daglega:

Hekla von Gardendorf
Giovanna
Dagbækur Hemúls
Eymingjablogg

Fernt matarkyns sem ég held upp á:

Ávextir,nauðsynlegir í morgunhristinginn
Kjúklingur því það er hægt að nota hann í allt
Rauðvín því það er svoooo gooooott
Hummus því það passar svo vel með brauði

4 staðir sem ég vildi hlest vera á núna:

Ísafjörður, því hjartað mitt slær þar
Engjavegur 26, því þar eru ma og pa
Langidalur, þar er bústaðurinn yndislegi og kyrrðin
Á Herragarði í Danmörku að borða þann besta mat sem ég hef á ævinni fengið

4 bloggarar sem ég klukka

Giovanna
Spider-woman
Dísin
Sópranínan í Mótettunni

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Frystihús-sjarmörinn

Man eftir honum í Frystihúsinu. Ég var 14.
Hann sat í pásunni í bláum slopp og hló mikið. Hann hafði fallegasta bros sem ég hafði séð.
Átti heima í Hafnarfirði ef ég man rétt.
Ég varð alveg hrikalega skotin. Þorði aldrei að horfa í augun á honum.
Ég leit alltaf undan þegar hann labbaði fram hjá mér.
Hann kom nokkur sumur og ég hlakkaði alltaf jafn mikið til.
Það eru liðin a.mk. 25 ár síðan ég sá hann.
Svo fékk ég bók í jólagjöf þessi jól.
Í henni er mynd af honum.
Ég hló mikið þegar ég uppgötvaði það.
Ég var í marga daga að rifja það upp hvað henn heitir.
Man það núna.
Jón Örn.

Tækifæri

Mikið óskaplega er mitt litla sálartetur glatt yfir því að janúar skuli nú vera að baki.
Og mér tókst að taka stóru ákvörðunina.
Einhver sagði mér að í breytingum felist ný tækifæri.
Við skulum sjá hvað setur.

föstudagur, febrúar 03, 2006

Home alone

Núna er ég ein heima, það er föstudagur og klukkan að verða 6.
Það er langt síðan ég upplifði það.
Er að hugsa um hvernig ég eigi að nýta þennan tíma sem ég óvart fékk svona fyrir sjálfan mig.
Langar ekki að fara að brjóta saman þvott eða taka til.
Hugsa að ég kveiki á kertum setji ljúft á fóninn og opni hér rauðvínsflösku sem ég núna rek augun í. Hljómar það ekki bara kósí.

Í kvöld er ég búin að snapa mér heimsókn svo ég geti í fyrsta sinn horft á Idolið. Já ég hef bara aldrei séð þann þátt. En þar sem einn fyrrverandi nemandi minn og kórmeðlimur er komin í þetta úrtak þá get ég ekki annað en fylgst með. Hlakka bara til.

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Hrós

Það er gott að fá hrós.
Það gerist reyndar ekki oft.
Kannski af því ég á það ekki skilið.
Man eftir hrósi sem kom úr óvæntri átt.
Það yljaði mér í marga daga.

Mér finnst mikilvægt að gefa börnunum mínum hrós.
Þau vaxa alveg um marga sentimetra, inní sér.
Og verða svo falleg í framan.

Sumir kunna ekki að hrósa.
Og enn aðrir kunn ekki að taka á móti því.
Verða vandræðalegir og finnst eins og verið sé að gera grín að þeim.
Var einu sinni með svoleiðis nemanda.
Yppti alltaf öxlum þegar hann fékk hrós og setti upp svona "mér er alveg sama svip".
Ég skildi ekki þessi viðbröðg. Þau voru svo kjánaleg.
Ég dró þá ályktun að annaðhvort væri viðkomandi í miklu basli með sjálfan sig og hefði enga trú á sér sem söngvara eða þá hann þoldi mig ekki og mínar aðferðir.

Ég held að sá sem kunni ekki að hrósa sé ákaflega sjálfhverfur.
Sér aldrei það sem aðrir gera vel.
Mér finnst það hræðilega sorglegt.
Lýsir mannlegri fátækt.

Fékk hrós áðan.
Mér fannst það gott.
Varð hissa því það kom á hárréttu augnabliki.
Ég varð aðeins glaðari.
Takk fyrir það.

Hvað skal gera?

Í dag þarf ég að taka stóra ákvörðun.

Það er erfitt.

Þegar ég hef tekið hana veit ég að ég get fylgt henni.