Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Blogg frá Ökrum

Við mæðgur sitjum hér og gerum stærðfræði.
Tímalínur og desímetrar.
Erum hvorugar sterkar á þessu sviði.
Hún ógeðslega pirruð og ég að reyna að halda ró minni.
Hún hefur þessa bráðu lund. Vantar alveg þolinmæðisgenið í hana.
Þessvegna gefst hún svo fljótt upp á því sem hún skilur ekki strax,
hendir blýanti og bók frá sér og öskrar:
ÉG SKIL ÞETTA EKKI, SKILURÐU ÞAÐ EKKI!!!!!
Ég vona að þetta komi með auknum þroska.


Og nú þarf að meta menntaskólana.
Rokkarinn búinn að skoða MH og Kvennó og fer svo í Iðnskólann á morgunn.
Þetta var nú auðveldara þegar ég var í þessum sporum. Einn skóli. MÍ.
Hentaði mér ekkert endilega, það var bara ekkert annað í boði.
Fékk að vísu tónlistarskólann metinn og
útskrifaðist frá bæði tónlistar og málabraut.
Þetta veltur líka á einkunum þar sem skólarnir velja "góðu" nemendurna.
Einkunnir er ófullkomin mælistika á árangur og sorglegt nokk
að þær skuli hafa úrslitaáhrif á framtíð einstaklings.

2 Comments:

  • At 7/2/06 8:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Æ hvað ég kannast við þetta, á líka eina sem pirrar sig yfir lærdómnum, en það geta allir reiknað og líka þið mæðgur, mundu það bara!!!
    kv. Marta

     
  • At 8/2/06 10:55 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Ó takk Marta mín að hafa þessa trú á okkur.

     

Skrifa ummæli

<< Home