Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, júní 25, 2008

laugavegurinn

Er farin á fjöll.
Þar til á sunnudag;
hafið það allra best kæru vinir.

Lífið er gott.

laugardagur, júní 21, 2008

Dýrtíðin heldur áfram

"Þetta er skemmtilegasti dagur ævi minnar" sagði Snáðinn minn í dag.
Myndirnar segja allt sem segja þarf.




Vatnið látið renna í sundlaugina



Bóndarósin í fullum blóma


Það er gaman að busla og leika sér með vatn
og sundlaugin orðin gott sem full



Sumir grilla og aðrir sötra bjór



Maður verður voða svangur að busla svona í sundlauginni

mmmmm......grilluð pylsa..






Sól, sól skín á mig....




Í sundlaugina fóru svo margir lítrar af vatni að það er eiginlega glæpur.
En það var gaman að tæma hana og fara í vatnsslag.





Sullum bull...
vatninu var skvett úr fötum í nærliggjandi beð og fólk


föstudagur, júní 20, 2008

tveir söngfuglar og annar með magakveisu

Stundum gerst hlutir svona af tilviljun eða í gegnum maður þekkir mann sem þekkir mann.
Þannig rataði til mín aloa vera safi og annað græðandi í mínar hendur í dag.
Ætla að prufa að súpa 3svar á dag þennan vökva og sjá hvort minn magi hættir að haga sér eins og ég sé komin 5 mánuði á leið.
Ég meina...... það er þess virði.......ástandið getur ekki versnað.


Verð annars að segja ykkur frá fuglinum sem á heima í trénu hér í Skipasundinu. Þetta er svona söngfugl. Í gærkveldi söng hann stef sem byrjaði alltaf á hreinni 4und upp á við sem hann endurtók 2svar til 3svar sinnnum, söng svo litla 3 und niður og svo svona nokkra slaufur sem inni héldu stórar og litlar tvíundir. Svo kom þögn, já eiginlega í ígildi hálfnótuþagnar. Svo hófst stefið á ný.
Í kvöld syngur hann annað stef sem er sett saman úr tvíundar slaufum og endar alltaf á hreinni ferund upp á við. Þetta er alveg magnað að hlusta á. Vildi að ég væri með ipod græjuna mína og hljóðnemann sem hægt er að setja í samband við hann til að taka þetta upp.
Tónskáldið Oliver Messian gekk um skóga og hljóðritaði margvísleg fuglahljóð meðal annars og notaði þau sem grunn af tónverkum sínum. Hann hefði haft gaman af þessum íslenska söngfugli hér í garðinum.

fimmtudagur, júní 19, 2008

Himinsins hryggjarsúla







mánudagur, júní 16, 2008

Skógarpúkar í sumarfríi

Sumarfríið byrjaði á smá pikknikk í fjöruna í Holti.
Það var nú ekkert sérlega hlýtt en sólin skein og
krakkarnir óðu út í og bleyttu sig og þá var nú
heppilegt að mamma hafði kippt með sér handklæði
á síðustu stundu.
Hér sést gamla rafstöðin í Engidal.


Þetta bú var á sandkassalokinu á leikvellinum
sem er hjá rafstöðinni.


Bros


Daginn eftir keyrðum við til Akureyrar til að
hlýða á hana Hrund okkar syngja á Aim festival.
Hún sló auðvita í gegn og var hreint út sagt æðisleg.





Sætar systur





Það var bongóblíða á föstudeginum og tilvalið að fá sér
kaffisopa á bláu könnunni.
Brynja Sólrún , Nanna og Sigurbjörg gúffa í sig súkkalaðiköku.








sumar




Við fórum í Vaglaskóg og löbbuðum yfir þessa fallegu brú
en það eru um 100 ár síðan hún var reist.
Brynja Sólrún, Nanna og Hlynur Ingi "pósa"
fyrir myndasmiðinn.


Sæti bílstjórinn hann Birgir.





Og auðvita fær maður ís í sólinni.
Nanna og Brynja gæða sér á norðlenskum Brynju ís.




Í dag erum við í Aðaldalnum. Það er reyndar hífandi rok og kalt.
Keyrum sennilega í dag í áttina að borginnni.
Sólin fór víst þangað.


miðvikudagur, júní 11, 2008

Tilraun til að spara


Manni er ekki farið að lítast á blikuna með hvað allt er orðið dýrt.

Buddan kvartar sáran svo nú eru góð ráð dýr.

Tók mig því til um daginn og bakaði muffins í tilraun minni til að sporna við úgjöldum heimilisins.

Fann fína uppskrift af muffins sem ég hef svo líka aðlagað að mínum ofnæmis kroppi.

Ég var búin að hræra öllu saman og átti bara eftir að brytja súkkulaðið niður og henda út í deigið.

Þá vildi nú ekki betur til en trébrettið klofnaði undan átökunum eins og sést á meðfylgjandi mynd.
Er bara allt að fara fjandans til hugsaði ég.
Muffins kökurnar smökkuðust hinsvegar vel og hurfu upp í munn allra púkanna sem ganga hér inn og út þessa dagana.

Læt uppskriftina fylgja með, bæði þá venjulegu og svo þessa sem ég breytti og aðlagaði ef einhver vill vera heilsusamlegur og bæta meltinguna - heheh -

Muffins
50 gr brætt smjörlíki
100 gr sykur
1 egg
150 gr hveiti
1 dl mjólk
1 tsk vanilludropar
2 tsk lyftiduft
1 plata suðusúkkulaði brytjað smátt.
Öllu blandað saman.
Hitið ofninn í 175°C
Setjið deigið í muffinsform og bakið í 15 mín.
Uppskriftin gefur um 22 kökur.
Muffins fyrir ofnæmisgemlinga og aðra sem áhuga hafa.
50 gr. kókosolía -brædd
1 dl Agave síróp
1 egg
150 gr fínt spelt
1 dl sojamjólk eða rísmjólk
1 tsk vanilludropar
2 tsk lyftiduft
1 plata 70% súkkulaði brytjað í smátt
Setjið í muffinsform og bakið við 175°C í 15 mín, miðað við að ofinn sé heitur þegar kökurnar eru settar inn.

mánudagur, júní 09, 2008

Sommertime and the livin is easy


Okkar fyrsta sumarfrí saman hófst í dag.

Gerðum bara eiginlega ekki neitt.

Sem ég elska mest.

Þegar þarf ekki að gera neitt nema mann langi til þess.

Framundan er ferð norður á Akureyri á þessa hátíð.


Bendi auðvita áhugasömum á að söngdívan mín er þar að syngja.
Einnig er hægt að lesa gott viðtal við hana í helgarblaði DV.


Gönguferðin um Laugarveginn er borguð og frágengin svo það er ekki hægt að bera sig auma
og tala um aumar mjaðmir og verki í nára sökum grindargliðnunnar.
Nú verður tekið á því og ekki raus með það.


Birgir er búinn að lána mér myndavél og er meiningin að læra á hana
og koma myndum inn á vefinn og svo þetta bloggsvæði.
Það ætti nú ekki að vera erfitt að finna tíma til þess.
Ég er komin í sumarfrí - jíbbbbbíiíííííí.........

laugardagur, júní 07, 2008

Daði Már 18 ára


Afmæli þú átt í dag

út af því við syngjum lag.

Sama daginn sem er nú

sannarlega fæddist þú.

;:til hamingju með heilladaginn þinn

heillakallin minn;:



Allt þér gangi vel í vil

vertu áfram lengi til.

Allt þér gangi hér í hag

höldum upp á þennan dag.

;: til hamingju með heilladaginn þinn

heillakallinn minn;:

föstudagur, júní 06, 2008

Ókeypis víma


Held ég sé með bullandi fráhvarfseinkenni.

Hausinn fullur af drasli.

Sviminn að gera út af við mig.

Víííííí




miðvikudagur, júní 04, 2008

Einkaflugvél óskast


Ég lét loksins vera að því að panta mér tíma hjá meltingarsérfræðingi.
Og það mun vera kona í þetta sinn, alveg fullreynt með kallana.
Í bjartsýni minni datt mér í hug að ég gæti fengið tíma svona seint í sumar, ágúst jafnvel.
Já nei, 30. september er dagurinn!!!!

Og þetta þykir nú bara eðlilegt.
En ekki nóg með það, konan er bara með viðtalstíma á stofunni á þriðjudögum.
Ég vona að það verði flogið, var það eina sem mér datt í hug að segja við veslings símadömuna. Því ef ég kemst ekki þá hvenær kemst ég þá að??? á næsta ári???

Ja dúddi minn..................


Fékk þessa mynd senda áðan af Rokkaranum mínum.
Sést hér glaður í Köben í gær á leið á Kiss tónleika.
Sms - ið sem ég fékk í gær hljómaði svona:
"Þetta var geeeeðveikt"!!!!!!!

Konan sem hélt hún væri komin í frí

- kenndi þulur og fimmundasöng í morgun
- fyllti snúrur af þvotti
- útbjó hádegsmat fyrir börnin
- setti í uppþvottavél
- fer á fund kl. 14:15
- heldur þulu og fimmundasöngsæfing kl. 15.00
- vinnur kl. 15. 30 - ???í efnalauginni (afleysing svo brósi komist í sjúkraþjálfun)

afhverju kann ég ekki að segja NEI?????
Mikið robboðslega er kósý að sitja hér á efri hæðinni og hlusta á regnið bylja á þakgluggunum.

þriðjudagur, júní 03, 2008

komin í fríið

Loksins loksins tókst mér að koma öllum nótunum fyrir í eitt flott nótnasafn í skólananum, keypti möppur, harða vasa, og sorteraði þannig að allt er núna klárt og komið á sinn stað. Alveg dásamleg tilfinning að opna skápana núna og horfa á.
Þetta leit ekki vel út þegar ég var búin að breiða úr mér í stofunni minni og nánast betrekkja hvert einasta borð með nótnablöðum og kennsluefni. En svo hakkaði ég mig í gegnum þetta smám saman og tókst í dag að ljúka þessu.

Við erum núna komin í frí ég, Brynja og Hlynur fram í ágúst og við tekur fótbolti og námskeið af ýmsu tagi ásamt ferðalögum og kósýheitum heima fyrir. Sumarleikirnir í garðinum eiga sér enn tilveruvist því börnin eru úti allan guðslangann daginn og gleðin náði hámarki þegarþau fengu ósk sína uppfyllta. Það var ákveðið á húsfundi að kaupa trampólín. Þau hafa því hoppað og skoppað villt og galið í allan dag.

Hlakka til sumarsins og tímans framundan. Eftir langann og erfiðan vetur er gott að geta verið á sínum eigin hraða í tilverunni og gert það sem mann langar þann daginn.