Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, mars 20, 2009

smá hérna

Það verður að segjast eins og er að það er ákaflega dauft yfir þessari bloggsíðu minni.
Hef eitthvað misst tjáningaþörfina held ég, yfirhöfuð hreinlega, svei mér þá.
Ég ætla nú samt að reyna að halda þessu eitthvað áfram í þeirri von að þörfin kvikni aftur.
Má vera að það gerist með hækkandi sól en því er logið að mér þessa dagana að vorið sé að koma. Finn ekkert fyrir því, sé bara snjó og klæði mig í svört og hlý föt.

Sendi samt ljúfar yfir.

5 Comments:

 • At 20/3/09 11:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Þá sendi ég þér vorfíling mín kæra. Tjaldurinn æpir sig hásan hér í fjörunni, og gargandi vambsíðar og örþreyttar gæsir voru nærri lentar á húsinu mínu í morgun. Geymdu svo svörtu fötin fyrir fína tónleika og galakvöldin sem þú átt í vændum. Hvernig er hendin annars? Kærust kveðja stelpa mín úr Hornafirði.

   
 • At 21/3/09 2:14 e.h., Blogger Syngibjörg said…

  Elsku Gulla, takk fyrir þessa fallegu sendingu og ætli ég reyni nú ekki að koma þessum svörtu á góðan stað í fatskápnum:-)

  Og í dag skín sóln, og það er svoooo gott.

   
 • At 22/3/09 10:14 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Hlý föt eru líka til í litum -ekki gleyma því.
  Farðu vel með þig heillin og knúsaðu krakkastóðið.
  kveðja Mjöll

   
 • At 22/3/09 3:06 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

  Veistu mín kæra að mér finnst svo gaman að lesa bloggið þitt því þitt góða sjálf skín ætíð í gegn. Gangi þér vel :)

   
 • At 1/4/09 11:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Elsku Syngibjörg, hvar ertu? Þú ert að verða verri en ég í skrifunum! Kærust yfir. Gulla Hestnes

   

Skrifa ummæli

<< Home