Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, september 20, 2009

mmmmm..... ég elska Bingókúlur

Með kjaftinn fullann af bingókúlum sit ég hér á Skógarbrautinni og blogga!!!!!
Fékk saknaðarkvart og ákvað að henda inn einni færslu EN.... ég lofa engu um framhlaldið!!!!

Það hefur eins og gefur að skilja ýmislegt á dagana drifið síðan síðast og væri það að æra óstöðugan að fara að telja það allt upp. En góðu fréttirnar eru þær að ég hef það eins og blóm í eggi, er í mínu 5 mánaða námsleyfi og sit niðri í Háskólasetri á morgnana og stúdera söngtækni og kennslu. Það fer að styttast í útskrift hjá kellunni og er það bæði svona vont og gott. Buddan er farið að kvarta sáran yfir öllum krónunum sem fara í að kaupa mat á danskri grundu og þarf ég að kafa djúpt þessa dagana til að skrapa saman nokkrum aurum fyrir ferðirnar. Það sá náttúrlulega enginn maður þetta fyrir og ég kát og glöð gat keypt mér far með Express á rúmar 20.000 og verslað í H&M á hele familien. Núna - herregud- lokar maður augunum áður en síðan hjá Express poppar upp á skjáinn og svo kíkir maður ofurhægt á milli fingranna og til að draga úr sjokkinu sem maður verður fyrir þegar bláköld talan stendur þarna fyrir framan mann. Svo fer maður í súperbrusen og kaupir sér mat og eldar til að taka með sér nesti í skólann-gúddbæ veitingahús pa Kultorvet:-(
En ég á eftir að sakna Kaupmannahafnar, hef verið mikill aðdáandi hennar undanfarið og vona að allt það góða fólk sem ég hef kynnst sl. 3 ár verði þarna þegar ég hef svo loksins efni á að ferðast til borgarinnar sem enginn veit hvenær verður.
Og auðvita hefur hrunið komið hingað á Skógarbrautina. Greiðsluþjónustan hefur hækkað um 40.000. á þessu tímabili og þarf nú að sýna hagsýni og spekúlera út hvern mánuð fyrir sig.
Byrjaði því að prjóna í gríð og erg í sumar og hef framleitt 3 peysur og nokkra vettlinga ásamt sjali svona á milli þess sem ég hjóla, gef grislíngum að borða og kyssi kallinn.
Mamma tók til í einum skápnum hjá sér í haust og ég græddi ógrynnin öll af garni svo verkefnin hrannast upp og jólagjafir fara að líta dagsins ljós svona með haustinu.
Mömmuhjartað var dálítið svona órólegt í haust en hefur jafnað sig að mestu því ekki nóg með að rokkarinn hafi farið aftur suður í MH heldur flutti söngdívan til Berlínar í framhaldsnám og er að fóta sig áfram í hinum stóra heimi. Maður ber þá von í brjósti að það sem maður nestaði þau með í gegnum uppeldið gagnist þeim nú.
Jæja, bingókúlurnar eru búnar svo ætli ég segi þetta ekki gott í bili.

Ljúfar yfir.

8 Comments:

 • At 20/9/09 9:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Ja nú varð ég glöð mín kæra. Það hefur greinilega margt gerst síðan síðast og útskrift í sjónmáli. Þú dugnaðarkona, svo mér finnst engin frágangssök að blogga endrum og sinnum... ertu ekki bara sammála því?! Kærust í bæinn þinn, Gulla Hestnes.

   
 • At 20/9/09 10:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Ég gleymdi,ertu búin að jafna þig í hendinni? Gulla

   
 • At 20/9/09 10:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Ég gleymdi,ertu búin að jafna þig í hendinni? Gulla

   
 • At 21/9/09 10:57 f.h., Blogger Syngibjörg said…

  Takk Gulla, en hendin er svona í starfhæfu ástandi en ég verð aldrei eins. Er þó laus við verkina, geri ekki meiri kröfur en það.

   
 • At 21/9/09 1:16 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

  JIBBÍ-það kom blogg.Eins og sést þá erum við mæðgur innilegir aðdáendur þínir:)
  Gaman að sjá hvað þú ert að brasa og að börnunum þínum gangi vel. Kysstu karlinn áfram og kauptu þér fleiri bingókúlur;)

   
 • At 21/9/09 5:16 e.h., Anonymous baun said…

  gaman að sjá líf hér hjá þér Syngibjörg:)

  ég er blessunarlega laus við að þykja lakkrís góður, en karamellur er ég vitlaus í. eru þessar bingókúlur ekki með lakkrís?

   
 • At 22/9/09 4:58 e.h., Blogger Syngibjörg said…

  jú þessar bingókúlur eru með dökku súkkulaði(og þessvegna Syngibjargarvænar) og svo er einhver lakkrís í karamellunni.Er alveg sjúk í þetta.

  Já ætli þetta blogg fari ekki að lifna við fyrst ég á aðdáendur hehe!!

   
 • At 22/9/09 7:12 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

  Sko til - bara líf!
  Já, þetta með ungana - þeir verða víst að fá að reyna vængina. En þeir hætta samt ekki að vera ungarnir manns fyrir því.

   

Skrifa ummæli

<< Home