Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, maí 03, 2009

Það kom að því að konan kom sér að því að henda inn færslu.

Er stödd í kóngsins Köben. Hér er vorið komið og kirsuberjatréð í garðinum hjá Óla frænda og Írisi í fullum blóma. Fór niður í bæ í dag og hitti góðar vinkonur, fékk mér hvítvín og sat úti í notalegu veðri. Var samt ekki viss þegar ég kom hingað hvar ég var stödd því ég heyrði bara sænsku í kringum mig bæði á flugvellinum og í lestinni. Þá er það víst þannig að Svíarnir koma hingað mikið um hlegar til að lyfta sér upp því bjórinn ku vera ódýrari í Danaveldi en hjá þeim í Svíþjóð. Og þar sem veðrið er eins og gerist best á vorin þá er fólk að spóka sig í pilsum, kvartbuxum, stuttermabolum og opnum skóm. Varð samt vitni að því að þegar maður tekur tásurnar úr sokkunum eftir veturinn þá eru þær hjá flestum illa til farnar, óklipptar og krækklóttar. Ojj... finnst nú alveg að ef maður ætlar að vera í opnum skóm að maður hafi nú fyrir því að bregða naglaklippunum á neglurnar. Ekki spillir svo fyrir ef sett er huggulegt naglalakk líka þó ég geri nú ekki beinlínis kröfu til þess.
Annars er lífið gott. Veturinn hefur að vísu verið erfiður og ýmislegt komið upp á en þegar vorar og snjórinn fer að bráðna þá getur maður ekki annað gert en að verða bjarsýnn og ekki spillir ef yndislegur maður og date fylgir með. Hjólið mitt er komið í notkun og nýt ég þess að þeysa um á því í fallega firðinum mínum og finna ilminn og vindinn leika um hárið. Sumarið verður fullt af skemmtilegheitum, ferðalögum, kóramóti og svona hangsi heima í garði með hvítvín og fullt af grillmat svei mér þá ekki bara.
Fékk bréf um daginn þar sem samþykkt var að veita mér 5 mánaða námsleyfi frá ágúst til desember. Það gefur mér tækifæri á að ljúka náminu hér í Danmörku með reisn ásamt því að geta sinnt þýðingum á námsbókum, námsefnagerð og svona bara að fá smá pásu frá kennslu. Mér til undrunar komst ég nefnilega að því í umsóknarferlinu að ég er búin að kenna í 22 ár, barasta!! Svona er lífið, stöðugt að koma manni á óvart.
Sendi svo bara ljúfar yfir til ykkar bloggvinir góðir og vona að vorið hitti ykkur eins vel og það hittir mig.

12 Comments:

  • At 3/5/09 5:42 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    FÆRSLA-ÞAÐ KOM FÆRSLA:) Ég er sammála þér með táslurnar og nú kemur að því að mínar verða teknar í gegn og lakkaðar:)

    Ég ætla að prenta út þetta ljóð og hengja það upp-takk fyrir þetta.

     
  • At 3/5/09 7:10 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Til hamingju með námsleyfið!

     
  • At 3/5/09 8:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott að heyra frá þér, og til lukku með námsleyfið. Gangi þér með rauðar táslur. Kærust kveðja, Gulla Hestnes

     
  • At 3/5/09 10:12 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    ó takk mínar kæru það er alveg nauðsynlegt að hafa fallega rauðar tær þegar sólin fer að skín finnst ykkur ekki? gerir allt miklu betra :-)

     
  • At 3/5/09 10:38 e.h., Blogger Sveinn Hjörtur Hjartarson said…

    Velkomin til leiks að nýju. Ég hef á lesið bloggið þitt og stundum kommentrað.

     
  • At 3/5/09 11:25 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    já takk Sveinn, er mætt bara sterk til leiks að mér finnst.Andinn er a.m.k.kominn aftur.

     
  • At 3/5/09 11:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sæl mín kæra,
    gott að heyra frá þér.
    Til hamingju með námsleyfið. Ættum endilega að vera í sambandi þegar þú mætir á klakann aftur.
    En njóttu Köben og vorsins...
    kveðja Mjöll

     
  • At 3/5/09 11:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sæl mín kæra,
    gott að heyra frá þér.
    Til hamingju með námsleyfið. Ættum endilega að vera í sambandi þegar þú mætir á klakann aftur.
    En njóttu Köben og vorsins...
    kveðja Mjöll

     
  • At 4/5/09 8:33 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með þetta allt saman! Gaman gaman.

     
  • At 4/5/09 10:07 f.h., Anonymous baun said…

    frábært! njóttu sólarinnar, hér er veðrið eins og það er..

     
  • At 4/5/09 4:14 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Sjáðu bara vinkona hvað margir fylgjast með þér og vilja bara alls ekki að þú hættir að skrifa.
    En dóninn ég gleymdi að óska þér til hamingju með námsleyfið-TIL HAMINGJU.

     
  • At 13/5/09 2:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    TIl hamingju með námsleifið og njóttu þess að vera í Danska vorinu. Ótrúlegt hvað tíminn líður að þú sért búin að kenna í 22 ár. kv. úr rokinu í Kópavogir Fanney Ómarsd.

     

Skrifa ummæli

<< Home