Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

laugardagur, september 30, 2006

Komin á Flókagötuna

Í dag ættu sem flestir að leggja leið sína niður í ráðhús kl. 12.00 að sjá Pólsk-Ísfirsk börn sýna pólska þjóðdansa uppáklædd í þjóðbúninga. En eins og svo margir vita þá stendur yfir
Pólsk menningarhátið. Litla bróðurdóttir mín sat með mér í bíl hingað í gær því hún tilheyrir þessum dansflokki. Og stóra frænka fer á eftir til að flétta hárið og hneppa tölum á fína búningnum.

Annars bara bissí dagur framundan. Maður þarf alltaf að gera svo mikið þegar hingað er komið.
T.d. fást ekki gardínustangir fyrir westan svo ég þarf að hendast í að finna svoleiðis því það styttist óðum í að ég flytji inn í nýja slotið. Þeir ætluðu að byrja að leggja parketið í gær.
Og aðaltilhlökkunarefnið er að fá að heyra upptökur sem gerðar voru í vor og koma út á nýjum afmælisgeisladiski Árnesingakórsins. Á stefnumót við kórstjórann en það þarf líka að bóka daga vegna útgáfutónleika þessa disks. Það er alltaf verið að gefa manni tilefni til að koma hingað, sem er bara gott.
Bless í bili esskurnar, en langar ekki einhvern að bjóða mér í mat í kvöld?

fimmtudagur, september 28, 2006

Samkvæmt læknisráði

Bjarney?



Gjörðu svo vel.

Takk.

Viltu kíkja á þetta?

Hann fer þvær sér um hendur og ég sest upp á bekkinn.

Finn heitann fingur draga augnlokið niður og lít niður til hægri eins og hann segir.
Finnst það frekar erfitt.

Líttu svo upp til vinstri.
Finnst það enn erfiðara og verkjar í augun.

Heyrðu já, þetta er sýking í augnbotnunum.

Augndropar ættu að laga þetta.

Og...........engar linsur í heilan mánuð!!!!!

Og þú skalt líka skipta um maskara.

Ha?

Ykkur konum finnst nú ekki leiðinlegt að versla snyrtivörur, sagða´ann og glotti.

Nei, sérstaklega ekki ef það er samkvæmt læknisráði bunaði út úr mér.

þriðjudagur, september 26, 2006

Þessu var ég búin að lofa.

Hér koma nokkrar myndir úr afmælisfagnaðinum sem haldinn var í tilefni þess að Syngibjörg varð virðuleg frú þann 10. september sl. Einhver vandkvæði með að setja inn fleiri myndir urðu við gerð þessarar færslu en ég vona einhverjir hafi gaman af.
Frumburðurinn, Daði Már, sést hér
leggja lokahönd á söngtextana
sem hann útbjó á einkar fag-
mannlegan hátt.

Það er eitt í lífinu sem er ákaflega dýrmætt en það eru góðir vinir. Hér sést Gestur betri helmingur Hrafnhildar æskuvinkonu. Hann sá um að elda súpuna.


Í þessum flottu glösum var fordrykkurinn, gerður af Barböru mágkonu. Í hann setti hún ástaraldinlíkjör, sprite og ávexti. mmmm.....

Skemmtiatriði kvöldsins einkenndust af söng, nema hvað. Eldri börnin Hrund Ósk og Daði Már sýndu snilldartakta og uppskáru mikið klapp og stóran koss frá mömmu.

Þessi ljóshærðu ljós, Marín bestavinkona og Brynja Sólrún mín sungu til afmælisbarnsins.Það mátti heyra andvarp í salnum í lokinn. Besta afmælisgjöfin

Þessi fríði flokkur vinkvenna sem allar komu úr borginni og kölluðu sig því Sex fromthe city and the babe, gerðu sér lítið fyrir og settu saman óperu í 9 þáttum. Þar var stiklað á stóru í lífi afmælisbarnsins. Þær voru svo skemmtilegar að pissaði næstum í mig af hlátri. Önnur frá vinstir(þessi með fingurinn á lofti því hún var að stjórna!) hún Magga mín, var veislustjóri og hélt utan um þessa flottu dagskrá sem boðið var upp á þetta kvöld.

Þröstur með bartana gerði stormandi lukku með atriði sem hann nefni sagan af Hring. Það hafði nýlega fundist kuml hér á vestfjörðum og var kumlið aðalsöguhetjan í atriðinu. Á þessari mynd sést Þröstur hinsvegar aðstoða bróður minn, Einar, sem átti kvöldið. Uppistand hans um skipulagða glæpastarfsemi sló svo rækilega í gegn að ég er enn að fá viðbrögð við því.Þarna sýndi bróðir minn á sér hlið sem enginn vissi af. Bara frábært.

Og hér er hún, fertuga konan sem allt snérist um þetta kvöld.

Kæru vinir og vandamenn; takk fyrir að gera þetta kvöld ógleymanlegt í alla staði.

mánudagur, september 25, 2006

Haustmyndir


Í morgundögginni glitti í aðalbláber.

Í þessu húsi og í þessari náttúrufegurð gleymdi
ég stund og stað. Kláraði að lesa Leyndardóm
býflugnanna, borðaði afríkanskan kjúklingarétt
og drakk mikið og gott kaffi.






Fékk mér göngutúr í haustsólinni meðfram

Langadalsá. Hér stendur tíminn í stað.

sunnudagur, september 24, 2006

Lognið

Ef það er eitthvað sem tekur rokið úr hausnum á mér
þá er það sumarbústaðarferð.
Held ég hafi sjaldan upplifað haustið svona fagurt.
Djúpið var spegilslétt og hvert sem litið var spegluðust
álftir og aðrir fuglar í haffletinum.
Sólin myndaði eldský á himnum og varpaði bleikri birtu á Snæfjallaströndina.
Litasinfónía haustsins upp um öll fjöll fékk mann til að brosa og stundum vonaði maður að tíminn stæði í stað. Það var stafalogn og maður sá sjóinn rétt gárast þegar ufsi synti við yfirborðið.
Börnin fengu að upplifa stemminguna sem myndast þegar veiðimennirnir fara í haust ferð til að draga á. Þá fara um 10 manns með net út í Langadalsá ásamt tveimur köfurum. Þeir sjá hvar fiskurinn heldur sig og veiðimennirnir leggja fyrir þá net. Helst vilja þeir fá 6 hrygnur og 6 hænga. Það gekk treglega því hængarnir voru í meirihluta sem gengur ekki þegar nota á hrognin til að ala upp seiði til að sleppa í ánna næsta vor. Allt gekk þetta þó að lokum þegar búið var að skanna ánna í öllum hylum, bollum og hvelum.
Börnin sáu þegar löxunum var landað í kerin og þeir svo fluttir í búrin.
Þau létu sitt ekki eftir liggja að vaða og bleyta allar þær spjarir sem teknar voru með í ferðina.

fimmtudagur, september 21, 2006

Myndarleg

Var búin að koma mér makindarlega fyirr á Langa Manga í gærkveldi með heitt te og skonsu því ég ætlaði að búa til myndasögu úr bjóðinu eins og ég var víst búin að lofa.

Gerði margar tilraunir með að setja myndirnar á síðuna en blogger neitaði að hala þeim alla leið.
Horfði spennt á grænu strikin og alltaf þegar það vantaði síðasta,
gafst hann upp.

Kannski var nettengingin eitthvað léleg en nú verð ég að finna mér annan tíma til að gera þetta.

Dáldið fúlt.

Og það er líka dáldið fúlt að hafa fengið 3 diska með myndum úr bjóðinu í stað 5, hafa farið og kvartað, beðið í 5 daga eftir þeim 2ur sem upp á vantaði,
farið svo og sótt þá í Bókhlöðuna og fá þá;
þetta er allt á þessum diskum sem þú fékkst um daginn.
Nú, en ég sé bara 3 filmur.
Stúlkan fyrir norðan stendur fast á því að hún hafi sett tvær filmur á tvo diska segir Jónas í Bókhlöðunni.
Komdu með þá og við skulum athuga þetta.
Ég hendist heim og kem stuttu seinna í Bókhlöðuna með alla 3 diskana.
Við förum fyrir framan tölvuna og þegar hún er búin að hlaða myndunum inn þá er merki í borða sem birtist efst á síðunni.
Á þessu merki sjást 2 filmur.
Það merkir að á þessum diski eru 2 filmur.
Já takk, ég bara vissi þetta ekki og það hefði nú verið allt í lagi að segja mér frá þessu svo ég stæði nú ekki hér eins og alger asni búin að bíða í 5 daga eftir myndum sem ég var svo með heima hjá mér allan tímann.

þriðjudagur, september 19, 2006

Spanngól

Ég verð að játa að ég er farin að bíða mikið eftir mínu eigin húsnæði.
Hef verið í Pollýönnu gírnum í allt sumar og er alveg að hrökkva upp úr honum.
Vaknaði í gærmorgun kl. 5, bara pirruð.
Og gat auðvita ekki sofnað aftur.
Mig vantar allt, en þó ekki neitt.
Undarlegt.
Sambúðin við forledrana gengur eins og best verður á kosið, ekki kvarta ég undan því.
En það er komin mikil óþolinmæði í mína.
Ég sem er svooooo þoooliiiinmóð manneskja.
Hef þurft að snúa öllu við í bílskúrnum hjá Hrafnhildi, róta í gámnum hjá my x og leita á verkstæðinu hjá pabba. Að hverju, jú vinnugögnunum mínum og nótunum frá í fyrra.
Arrrrrg...... hvað það er pirrandi að finna ekki EINA kassann sem vantar. Búin að finna alla hina 6 með öllum HINUM nótunum mínum sem ég nefnilega þarf ekki að nota núna.
Hef ráðið mig í kennslu með 6 og 10 ára krökkum og allt námsefnið er akkúrat í þessum kassa.
Get ekki á heillri mér tekið.
Og hér á enginn þessi gögn því þau eru heimatilbúin, stíl og staðfærð.
Á ég ekki bara að detta í það í von um að pirringskastið skoli sér niður með búsinu?
Ha, vill ekki einhver skála við mig?

sunnudagur, september 17, 2006

Dekur fyrir þreytta

Húsmæðraorlofsherbergið er farið að taka á sig mynd.

Þar verður hrikalega kósí og hægt að liggja í rúminu og horfa upp í stjörnubjartan himininn í gegnum þakgluggann.

Og sjá norðurljósin.

Rómó, ekki satt.

Áhugasamir geta lagt inn pöntun hér.

föstudagur, september 15, 2006

Persónulegt, af því það er föstudagur















Hún Halldís mín er farin að blogga frá Odense. Henni kynntist ég þegar hún var 13 ára pía í Austurbæjarskóla. Hún ásamt Guðrúnu Láru og Júlíönnu hófu að syngja í kórnum mínum í Hallgrímskirkju. Þær voru óaðskiljanlegar. Aðrir eins söngfuglar hafa sjaldan rekið á fjörur mínar.Það er svo yndislegt að fá að fylgjast með nemendum sínum vaxa úr grasi, gifta sig eiga börn og verða að fullorðnum einstaklingum.
Júlíanna er orðin mamma og elsku Júlíannaog Eiki til hamingju með Viktor Óla.
Þessi mynd sem sést hér er tekin af mér með þessum yndislegum stúlkum
þegar Guðrún Lára gifti sig í sumar.

miðvikudagur, september 13, 2006

Þetta er fyrir Dísu Skvísu og alla hina sem finnst gaman að góðum mat.

Fiskisúpa úr bjóðinu mikla.

1 stk. laukur – tvær tsk. karrý brúnað í olíu.
1 dós tómatur m. oregano, basil og garlic.
1 dós ferskjur.
1 dós kókosmjólk.
2 fiskiteningar + 1 kjúklingateningur, 4 dl. vatn – leyst upp.
Ca. 700 gr. Fiskur (lax, lúða, ýsa) rækjur, strá salti yfir fiskinn.
Kryddað með pipar, oregano og basil.

Fersk steinselja stráð yfir

Borin fram með góðu brauði, olífu -sólþurkuðum tómötum eða hvítlauks.
Og góðu víni rauðu eða hvítu.

Upptekin?

Það kemur mér skemmtilega á óvart hvað það er auðvelt að hafa mikið að gera hér fyrir westan.
Tíminn nýtist í svo margt gagnlegt, ég þarf ekki að bíða á rauðu ljósi, keyra í hálftíma á milli skóla og kirkna til að hafa í mig og á. Hér stendur maður t.d. aldrei í biðröð nema þá kannski í Bónus á föstudögum. Því eru dagarnir fljótir að líða, ég er ekki þreytt þó ég hafi henst á milli staða allan daginn og sofna ekki við lestur á fyrstu blaðsíðunni í bókinni sem ég er að lesa.
Finnst skrítið að upplifa mig ekkert svona upptekna, alveg nýtt.
Og svona var dagurinn í dag( no hart fíílings þó þið nennið ekki að lesa, svona meira fyrir mig)


Vaknaði 7:15 í morgun og hef síðan

-vakið börnin og komið þeim á sinn stað
-farið í sturtu
-farið í H-prent að sækja karton
-farið á kennarafund
-unnið í 2 tíma í Hafnarbúðinni
-útbúið auglýsingar og hengt upp á 4um stöðum
-keypt ljósritunarpappír og ljósritað fyrir kvennakórinn
-farið inn á Skógarbraut til að ákveða liti með málaranum
-farið í Bónus og verslað í matinn
-haldið fyrstu kóræfinguna með kvennakórnum út í Hnífsdal
-sótt börnin og látið x vaða yfir mig
-kennt Ponsí á klukku og gert með henni heimaverkefi
-komið snáðanum í rúmið
-farið út í Hnífsdal og sótt bakpokann sem gleymdist
-setið á Langa Manga og bloggað

og er núna á leið heim.

Adju

þriðjudagur, september 12, 2006

Heitur reitur

5 filmur úr bjóðinu mikla fóru í framköllun í dag.
Litli bróðir dritaði óður.
Efni áskorun gestanna á síðunni um myndasýningu þegar þær koma úr framköllun.

Er annars farin að sitja á kaffihúsi okkar Ísfirðinga, Laaanga Maaanga, við bloggiðkun og fleira gagnlegt því þar er heitur reitur. Skál fyrir honum.
Vona að símreikningurinn lækki örlítið við það. Hér á Engjaveginum er nefnilega ekkert ADSL svo ég þarf að hringja mig inn og bííííííííða leeeeeeeengi og allt gerist ótrúlega haaaaaaægt.

Það breytist þegar ég fer inn á Skógarbrautina.
Jahá sko.

mánudagur, september 11, 2006

Kagginn


......og frúin hlær í betri bíl frá B og L

Bjóðið mikla

Mikið er tryllingslega gaman að fá alla vini sína westur, fljúgandi og keyrandi til að gleðjast með sér á þessu merku tímamótum sem eru í dag 10. september.

Og ekki er verra að fá óperu í 9 þáttum ,sí svona, í afmælisgjöf.
Hló dátt og tárin runnu.
Frumsamið lag og ljóð var einnig flutt við þetta tækifæri með tilheyrandi útskýringum og glensi.
Litli bróðir var með uppistand og sló svo rækilega í gegn að allir stóðu á öndinni á milli þess sem hlátursrokurnar fuku um salinn.
Svo söng Ponsí og bræddi alla.

Góður frændi sagði við mig í gærkveldi þegar klukkan var yfir miðnætti, sko frænka
þú ert núna komin í hóp þeirra sem eru on the top of the hill.
Ég aftur á móti, sagð´ann, er kominn í hóp þeirra sem eru komin over the hill.
Svo þú átt langan veg framundan, njótt´ans.

Það er nú ekki leiðinlegt að halda boð, klæða sig í samkvæmiskjól og setja á sig gloss.

Elskurnar mínar nær og fjær; TAKK.

föstudagur, september 08, 2006

Þetta er nú doltið skemmtilegt.
Hendist hér um allan fjörð tínandi blómavasa, karöfflur , blikkbala og smart bjórglös af fólki.

Síðustu reytur sumars úr garðinum eru að þorna í bílskúrnum, rétt náði að bjarga því áður en það fauk út í buskann í rokinu sem kom hér í morgunn.

Svo er bara að finna út hversu mikið að fiskisúpu maður eldar ofan í 45 manns.

Hef fengið mér til fulltingis flottan kokk.

Jæja, bruna núna í næsta sessjón.

Lovit.

fimmtudagur, september 07, 2006

Tíðindamikið á Westurvísgsstöðunum

Hvar annarstaðar en hér getur maður skilið eftir bús fyrir fjörtíuþúsund, fartölvu, síma og peningaveski úti í ólæstum bíl?

Brá heldur en ekki í brún þegar ég fattaði þetta standandi á miðju eldhúsgólfi Höllu bakarameistara.

Stundum er assgoti gott að vera sveitamaður.

Það dró annars til tíðinda hér fyrir westan í kvöld.
Syngibjörg stofnaði Kvennakór ásamt vöskum konum.
Við fengið 18 konur á kynningarfundinn en það var langt fram úr okkar björtustu vonum.
Og þær vissu allar um einhverjar sem gátu ekki komið en vildu vera með.
Jíbbíkóla.

Hlakka gífurlega til starfsins með þessum frábærum konum.

Allt að gerast.

Og brauðin bakast í ofninum,búsið komið í hús og
mínir kæru vinkonur koma á morgunn og á laugardaginn.
Stóru börnin líka.
Þetta getur bara endað vel.

þriðjudagur, september 05, 2006

Aaaandvaaaka, vaar aaalt miiiitt líííííífh. (syngist)

Er í andvökukasti.

Og hvað skal gera?

Fá sér súrt slátur og graut?

Vona bara að ég hafi ekki tekið vitlausa ákvörðun áðan.
Þætti það miður.

mánudagur, september 04, 2006

Og hvað skrifar maður þegar hausinn er tómur?
Einhverja þvælu bara.
Æi.

Nei.

Bless.

sunnudagur, september 03, 2006

Hvað á ég að gera við 14 stk. af eggjarauðum?

laugardagur, september 02, 2006

Upp og niðurgírun

Það er spurning hvað kemur út úr þessari vísindakönnun sem framkvæmd var í gærkveldi, Baun. Þurfum að bera saman bækur okkar. Gæti orðið athyglisvert, er nefnilega ekki viss um að á kósí stað sé eins og B5 fyirfinnist ódauðlegar fyllibyttur og annað hyski.
Hér dingla þær enn, og lyfta glösum sem aldrei fyrr.
Hef annars eytt deginum í svona stúss.
Fundaði fyrst með einni ungri konu hér í bæ því mikið hefur verið að mér lagt að stofna hér Kvennakór. Nú er allt að fara af stað og auglýst verður í næstu viku. Hlakka mikið til að sjá hvort undirtektir verði eins og við vonum.

Við tók að byrja að baka fyrir viðburð næstu hlegar.
Yfir 300 stk. að kókostoppum eru í hrúgu á eldhúsborðinu en ég þarf eitthvað að breyta uppskriftinni af brauðinu , ekki alveg að gera sig.
Og.. svo eldaði ég fyrir mig sjálfa. Já, ég gerði það. Ekki eitthvað hraðsuðu sull úr poka, nei bara fínan núðlurétt með kjúlla og engiferi mmmmm............. gerði reyndar dálítið stóra uppskrift. Ekki alveg búin að finna hlutföllin frá því að elda fyrir 6 manns og fyrir einn.
En æfingin skapar meistarann.

Fór einnig í búð til að versla í brauðuppskriftina. Mér til mikillar furðu eru ekki til pecan hnetur á Ísafirði. Koma kannski í næstu viku. Fann ekki heldur maísmjöl og creme of tartar sem ég þarf í Pavlovuna. Ja hér, þarf aðeins að gíra mig niður og venjast þessu. Fannst samt eitthvað svo dásamlega skemmtilegt að upplifa þetta. Svona dáldið sveita stemmingin.
Sem er bara falleg og einföld.
Kvöldinu verður varið fyrir framan sjónvarpið. Er enn dáldið slöpp eftir þessa viðurstyggilega heimsókn óboðins gests. Jákvæða er þó að ég gat sungið svolítið í dag og æfði mig í því að syngja sluffur og trillur.

föstudagur, september 01, 2006

Hvernig þætti þér að vera fertug, tví fráskilin og fjögurra barna móðir?

Hélt ég myndi ekki fara á bömmer yfir því.
En verð að viðurkenna að ég er ekki alveg sátt.
Ætla samt að halda upp á þessi tímamót, svona til að gera þetta léttbærara.
Er búin að fá Skíðaskálann, gera gestalista,
ákveða hvað ég ætla að bjóða upp á, og skipa veislustjóra.
Helgin fer í bakstur og stúss ef líkamanum þóknast þá að hlýða mér.
Helv....drullupest.
Á því von á fullt af fólki næstu helgi sem ætlar að gleðja kjéddlinguna.