Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, október 29, 2006

Hæ hoppsasí

Dagarnir fljúga og ég með.
Hef verið önnum kafin við að kenna,
spila og kenna bítlalög í Grunnskólanum,
mála, sparsla,
draga fyrir,
mála aftur,
sparsla meira,
kaupa afmælisgjöf,
fara í afmæli,
fara á tónleika,
mála, lakka,
kaupa meiri málningu,
pakka Ponsí til Ameríku,
borga reikninga,
kaupa aðra afmælisgjöf,
mála meira,
vera staðgengill bróður míns í mataklúbbi,
fara með balletinum hennar Ponsí í bíó á dansmynd,
þvo þvott,
þrífa málningrúllur og bakka,
þvo framan úr mér málningu og sparlsryk............

OG eftir 3 daga flyt ég.

Hélt að sá dagur myndi bara ekki koma.

Fannst stundum eins og tíminn stæði í stað.

Brátt tæmist bílskúrinn hennar Hrafnhildar vinkonu.

Þá ætla ég að opna kampavínsflöskuna sem ég fékk í afmælisgjöf.

miðvikudagur, október 25, 2006

Og svona gekk að redda vegabréfinu....

...... ég fór og fyllti út umsókn.
Úps.. kom smá bobb í bátinn.
Pabbinn þarf líka að skrifa undir þar sem við erum með sameiginlegt forræði.
Hann er staddur í Reykjavík umlaði ég alveg viss um að barnið fengi ekki vegabréfið.
Eitt símtal og faxtæki redduðu því eftir smá vangaveltur um aðgerð.
Amman fór svo með barnið eftir skóla til að taka mynd því ég var að kenna.
Annað símtal til að fá heimilisfang þess sem vegabréfið verður sent til því Ponsí verður komin suður þegar vegabréfið verður tilbúið.
Fjúkkkhett.
Vona að Ameríka taki vel á móti henni.

þriðjudagur, október 24, 2006

Gleymska......heimska

Gvöööð minn almáttugur.

Ponsí er að fara til Flórída á mánudaginn og hverju gleymi ég....

.........jú....... andsk..... vegabréfinu.

Vona að það verði hægt að redda því á morgunn.

Ekki sendi ég barnið vegabréfslaust í Ammríku.

DHÖÖÖÖÖÖ

mánudagur, október 23, 2006

Sýnishorn





Þetta er hluti af elshúsinu, er í svona L og heldur áfram niður til hægri. Enn vantar framan á skúffurnar, öll tæki og vask. Einnig ljósin inn í glerskápana.














Hér sést stofan að Skógarbraut 3a, eða verðandi skulum við segja á þessu stigi málsins.















Og hér er svefnherbergi frúarinnar, svona eitt
horn a.m.k.

föstudagur, október 20, 2006

Heimlán

Finnst alltaf gaman þegar ég upplifi skemmtilegheit
svona eins og áðan í Húsasmiðjunni.

Fór til að athuga með vask í þvottahúsið.

Komdu bara hingað inn á lager, þeir eru hér sagð´hann.

Hann týnir til þær 3 tegundir af vöskum sem til eru.

Ég spyr hvort ég geti fengið 2 vaska lánaða til að sjá hvor stærðin passi betur.

Jú, jú, komdu bara með þann sem þú ekki tekur áður en við lokum.

Já, ekkert mál en á ég ekkert að kvitta einhversstaðar fyrir láninu.

Og það stóð ekki á svarinu:

Nei þess þarf ekki þú færð þetta lánað út á andlitið.

fimmtudagur, október 19, 2006

Það er leikur að læra.....

Sko mig, er að læra þetta.

Barnlaus í kvöld og lét bjóða mér í mat.

Fæ líka rauðvín.

Eftir göngutúrinn, notabene og eina raddþjálfunarklukkustund
í kirkjunni.

Og í dag get ég horft upp í fjall og inn á flugvöll úr meyjarskemmunni.

Þakgluggi nr. eitt kominn.

Veðrið verður að haldast svona líka á morgunn.

Þá er hægt að setja þakglugga nr. 2.

Finnst ykkur þetta ekki oooooótrúúúlega spennandi, ha?

Mér finnst það.

þriðjudagur, október 17, 2006

Það styttist

Nú þarf ég bara að bíða í tvær vikur í viðbót.
Íbúðin er að taka á sig mynd en mannekla hjá vestfirskum iðnaðarmönnum
er mikil og allt gengur voða hægt. Það er nú samt búið að leggja parket, setja
hurðir í herbergin, mála fyrstu umferð, flísaleggja og fúga.
Eldhúsinnréttingin er einnig komin vel á veg.
Við pabbi höfum verið að vinna á efra loftinu og nú styttist í
parketlögn þar en við erum að byrja að mála þessa dagana þar uppi.
Hlakka óskaplega til að vakna upp í mínu eigin rúmi en það hef
ég ekki gert í 5 mánuði. Og pissa í mitt eigið klósett og fara í bað án þess
að spyrja hvort einhver þurfi að fara á klósettið áður.
Svo sem allt í lagi en kýs hitt frekar svona on the long run.

Hér eru fínar gönguleiðir sem ég hef gert að markmiði mínu að nýta betur til að sjá hvort óyndið sem hrjáir mig yfirgefi mig ekki. Væri alveg til í það.
Og núna sl. 2 daga höfum við Barbara mágkona mín arkað upp á skíðaveg, yfir
flóðvarnargaðinn, inn í Tungudal og út í bæ aftur. Klukkutíma hringur.
Vaknaði með harðsperrur í gær og fannst það meira að segja bara ágætt.
Þegar ég verð flutt verður þessi áðurnefndur flóðvarnargarður
mikið nýttur af nýbúanum á Skógarbraut 3a. Um hann hafa verið gerðar stuttar og langar gönguleiðir og eins og veðrið er t.d núna, svona póstkortaveður er þetta hrein skemmtun. Útsýnið er dásamlegt og ef myndavélin væri ekki biluð færi ég með hana í dag og tæki nokkur sýnishorn fyrir ykkur sem dettið hér inn til að lesa bullið.
Verð bara að fara að drífa mig með hana í viðgerð.
Hled ég geri það bara.

sunnudagur, október 15, 2006

Umhverfissinni

Hef tekið eftir undarlegri áráttu Ísfirðinga.
Þeir skilja bílana sína alltaf eftir í gangi fyrir framan verslanir of stofnanir.
Finnst ég vera komin 10 ár aftur í tímann þegar ég verð vitni af þessu.
Hvimleiður andskoti.
Eins og allt annað er framúrskarandi gott og indælt.

fimmtudagur, október 12, 2006

Ekki
tapa
gleðinni

miðvikudagur, október 11, 2006

ég vippa

Þó svo að ýmislegt gleðilegt gerist í daganna rás er sinnið tæpt.

Vegur salt á getekkimeir og verðaðstandamig tilfinningu.

Í dag er það verðaðstandamig

en er svo þreytt

svo þreytt....

Bréfið sem breytti framtíðinni

Næstu 3 árin verð ég annanhvern mánuð, 5 daga í senn, í Kaupmannahöfn

ekki það að ég sé svona ferðaglöð kona

er meira að segja afskaplega flughrædd,

heldur er ég að láta draum rætast um að mennta mig meira

en ég fékk inngöngu í Vocal Institude í Köbenhavn.

Er doltið glöð með þetta.

sunnudagur, október 08, 2006

Er B

Hef reynt að gera samning við sjálfan mig að reyna nú að fara snemma að sofa.

Mér tekst þetta í svona 2 daga og þá byrja andsk. drollið aftur.

Er ekki til einhver lækning við þessu.

Gæti náttúrulega verið að þar sem enginn bíður mín með heita sæng fari heilinn í mótmæli og setji í drollgírinn.

Er samt hrikalega þreytt og sifjuð en bara kem mér ekki í háttinn.

Eins og það er notalegt að sofa og kúra undir sæng með t.d bók.

Langar samt alveg að vera A.

laugardagur, október 07, 2006

Var tískuslys í dag

Illa sofin, stressuð og spennt brunaði ég niður í Tónlistarskóla snemma í morgun.Hafði búið til súpuna seint í gærkveldi en var ekki viss hvort hægt væri að hita hana upp í skólanum. Og það kom á daginn. Pabbi reddaði mér tveimur hellum af verkstæðinu, bara stinga í samband, alveg ofureinfalt. Hann kom með þetta og súpuna í pottinum og þá var þessu reddað.
Boðuð höfðu verið frekar mikil forföll en samt var vel söngæfingarhæft og fundarhæft.
Þegar þær höfðu sungið í tvo tíma var þeim gefin súpan góða og hófst þá fyrsti aðalfundur kórsins og stressvaldur kórstjórans. Greiðlega gekk að kjósa í stjórn og nefndir, alveg svakalega viljugar og áhugasamr þessar vestfirsku konur. Og svo var það höfðuverkurinn mikli; hvað á svo barnið að heita? Við létum alla hafa miða í upphafi æfingar og gátu þær skrifað nafn sem þeim datt í hug á hann sem var svo safnað saman í lokinn. Ýmislegt kom upp úr pokanum góða og hugmyndaauðgin var mikil. Eftir kosningar með handauppréttingu hlaut kórinn nafnið Valkyrjurnar og er ég nú bara nokkuð sátt við að vera stjórnandi kórs með svona stórt og meiningarfullt nafn.
Hentist svo heim og fleygði mér smá stund í sófann. Lofaði svo gormunum að sýna þeim hvað væri búið að gerast í nýju íbúðinni. Málararnir eru búnir að mála eina umferð með litunum sem við völdum og Ponsí fékk ósk sína um bleikt herbergi uppfylta. Parketið er komið á og er lagt í 45° og kemur assgoti vel út. Mikil gleði braust út hjá þeim í sætsíingtúrnum en þau skildu ekki afhverju við gætum bara ekki flutt strax inn.
Við hentumst síðan í Bónus til að kaupa í pizzuna og í Hamraborg til að kaupa laugardagsnammið. Þegar ég var á leið heim eftir að hafa skilið þau eftir hjá bróður mínum rek ég augun í konu sem ég þekki en hef ekki séð lengi. Stoppa, sný við og þegar hún sér mig verður hún jafn hissa. Hún var semsagt ástæðan fyrir að allar hjúkkurnar í kórnum voru uppteknar í dag því hún var með námskeið hér og hafði enga hugmynd um að ég væri flutt onettir (blikk, barmahlíð). Var á leið í flug eftir smá stund svo við náðum að spjalla smá.
Þegar ég kem heim fer ég úr úlpunni góðu og ætla svo að draga af mér stígvélin. Hníg þá niður í brjálæðislegan hláturskrampa því ég hafði í allan dag verið í s(j)itthvoru stívélinu, öðru svörtu támjóu en hinu brúnu, renndu með breiðri tá. Ég meina, er hægt að vera meira viðutan.
Í kvöld er stefnan sett á Hótel Ísafjörð í pólska menningar-matar-veislu.
Er ansi þreytt eftir keyrslu gærdagsins því ofan á það var ég vakin af snáðanum kl. 6. 15 í morgunn.
En maður fær sér bara rauðvín og sonna, setur á sig gloss og brosir breitt. Fer svo í eitthvað skæslegt átfitt en þó ekki sinnhvorn skóinn, nóg komið af svoleiðis viðutanháttarlagi.

föstudagur, október 06, 2006

Bless í bili

Allt tekur enda og þessi borgarferð líka.

Ætla að sníkja kaffi hjá henni barbí á leiðinni , hlakka mikið til.

Frétti að snjórinn hefði gert sig heimankomin niður í mið fjöll fyrir vestan.

Brrr.. eins gott að ég er búin að fjárfesta í góðri úlpu.

Og svo er að sjá hvort bláa frelsið stendur sig ekki ef einhver hálka verður á leiðinni.

fimmtudagur, október 05, 2006

Sem ég segi

Lalalalalalala ævintýri enn gerast - syngist.

Skrítið að kynnast einhverjum, vera boðin í mat, hittast í sundi og svona

og svo púfff....... ahbhú.

Og maður er núna svona hálfókunnug manneskja út á götu sem er nikkað til.

já ævintýrin gerast enn..........

mánudagur, október 02, 2006

Mikið afskaplega er gott að sitja og hlæja.

Hef sjaldan séð svona fyndna sýningu.

Allir í Íslensku Óperuna

sunnudagur, október 01, 2006

Ertu með vesen?

Fer á eftir að hlusta á afmælisgjöfina frá Fílharmóníunni en þau eru að flytja Carmina Burana í Langholtskirkju kl. 17.00.Hlakka mikið til en gleðinni sleppir ekki þá því ein mæt vinkona bauð mér með sér í óperuna í kvöld. Það er sem ég segi um leið og ég flyt burt úr borginni hitti ég alla miklu oftar og fer á miklu fleiri viðburði en ég nokkur tímann gerði þegar ég bjó hér.
Sat t.d.á bar í gær með æskuvinkonunum flissandi í flottum bol. Og afþví hvað þetta er nú hrikalega skemmtilegt skil ég ekkert í því að hafa ekki gert þetta oftar. Maður einhverveginn týnir sér í sínu önnumkafna lífi og gleymir að lifa því. Hér og nú. Er að reyna að læra þetta og hingað til er þetta farið að ganga betur og betur. Það er svo holt að hlæja, flissa, hneykslast og slúðra. Það þarf ekkert endilega að eiga sér stað á bar, heldur bara gefa sér tíma til að staldra við og vera með öðrum manneskjum sem skipta mann máli í lífinu en ekki slá því allataf á frest því maður er svo bíssí eitthvað. Æi þetta heitir að forgangsraða, ég veit það, en samt sem áður gerir maður það ekki eða maður setur í fyrsta sæti það sem þegar upp er staðið skiptir minna máli.
Og svo er þetta líf orðið svo flókið að foreldrar eru farnir að gera einhverskonar samning um gæðatíma í samskiptum sínum við börnin. Hversu langt ætlum við að fara í bullinu. Og svo annað bull er að gera samning við unglinginn að hann fái frítt bílpróf ef hann drekkur ekki áður en hann verður 17. Veit það ekki en mér finnst þetta einhvernveginn ekki að virka. Vandinn liggur í samfélagi okkar sem er ekki nógu barnvænt. Og allir þegja bara. Það eru allir hættir að vinna hálfann daginn eða hlutfallsvinnu, fyrirtæki bjóða bara ekkert upp á slíkt því það er engin hagræðing í því. Markaðslögmálið látið gilda. Og svo eru blessuð börnin allt í 9 tíma í vistun á leikskólum og þá á eftir að fara og kaupa í matinn eða annað, fara í ræktina, setja þau í pössun og skilaboðin til þeirra sem passa börnin þar eru; viltu passa að hún/hann sofni ekki. Og svo er keyrt heim og annaðhvort eru börnin öskrandi á leiðinni eru sofna kúguppgefin án kvölmats sitjandi í bílstólnum. Ég meina höldum við að þetta séu hamingjusamir einstaklingar. Það bara getur ekki verið. Enda er saga fjölmargra kennara um breytt börn orðin stór staðreynd. Hvar sleppir ábyrgð skóla og ábyrgð heimilis og foreldra tekur við? Þar eru mörkin orðin ansi loðin. Enda er mér minnistæð viðbrögð móðurinnar sem flutti frá Svíþjóð fyrir 5 árum. Hún barasta trúði því ekki að samfélagið væri svona óbarnvænt og spurði aftur og aftur afhverju enginn segði neitt né, gerði neitt. Við erum doldið dugleg að láta okkur gott þykja til að vera ekkert með neitt vesen. Við þolum ekki vesen. Verðum svo assgoti óvinsæl. Sættum okkur frekar við ástandið en bölvum því hljóði því við vitum að þetta þarf ekki að vera svona. Nei, ekkert vesen.