Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, maí 05, 2009

ljósblátt - dökkblátt og allt þar á milli

Stundum finnst mér ég vera alger væluskjóða. Eða bara svona blá.
Það hefur einhvernveginn ágerst eftir því sem árin bætast á mig.
Stundum þaf ég ekki nema heyra eitthvað asnalegt ástarlag í útvarpinu og þá búmm...... tárin byrja að trilla. Veit ekki hvort mér á að finnast þetta asnalegt og pínlegt eða bara yppa öxlum og láta sem þetta sé eðlilegasti hlutu í heimi. Fót t.d. að grenja í dag í tíma. Við vorum að vinna með túlkun og kafa í textana sem við syngjum, finna söguna á bak við orðin, búa til karaktera og aðstæður. Hér er textinn sem fékk tárin til að trilla. Fyrst fórum við í söguna á bak við orðin, svo flutti hún hann eins og dialog og svo söng hún. Þetta jazz/blues lag er eftir Shirley Horn og er á Youtube.




Where do you start.
How do you separate the present from the past.
How do you deal with all the thing you thought would last.
That didn't last.
With bits of memories scattered here and there
I look around and don't know where to start.
Which books are yours.
Which tapes & dreams belong to you & which are mine.
Our lives are tangled like the branches of a vine.
That intertwine.
So many habits that we'll have to break.
And yesterdays we'll have to take apart
One day there'll be a song or something
in the air again.
To catch me by surprise & you'll be there again
a moment in what might have been.
Where do you start.
Do you allow yourself a little time to cry.
Or do you close your eyes & kiss it all goodbye.
I guess you try.
And though I don't know where & don't know when
I'll find myself in love again
I promise there will always be
A little place no one will see
A tiny part within my heart
That stays in love
With you

sunnudagur, maí 03, 2009

Það kom að því að konan kom sér að því að henda inn færslu.

Er stödd í kóngsins Köben. Hér er vorið komið og kirsuberjatréð í garðinum hjá Óla frænda og Írisi í fullum blóma. Fór niður í bæ í dag og hitti góðar vinkonur, fékk mér hvítvín og sat úti í notalegu veðri. Var samt ekki viss þegar ég kom hingað hvar ég var stödd því ég heyrði bara sænsku í kringum mig bæði á flugvellinum og í lestinni. Þá er það víst þannig að Svíarnir koma hingað mikið um hlegar til að lyfta sér upp því bjórinn ku vera ódýrari í Danaveldi en hjá þeim í Svíþjóð. Og þar sem veðrið er eins og gerist best á vorin þá er fólk að spóka sig í pilsum, kvartbuxum, stuttermabolum og opnum skóm. Varð samt vitni að því að þegar maður tekur tásurnar úr sokkunum eftir veturinn þá eru þær hjá flestum illa til farnar, óklipptar og krækklóttar. Ojj... finnst nú alveg að ef maður ætlar að vera í opnum skóm að maður hafi nú fyrir því að bregða naglaklippunum á neglurnar. Ekki spillir svo fyrir ef sett er huggulegt naglalakk líka þó ég geri nú ekki beinlínis kröfu til þess.
Annars er lífið gott. Veturinn hefur að vísu verið erfiður og ýmislegt komið upp á en þegar vorar og snjórinn fer að bráðna þá getur maður ekki annað gert en að verða bjarsýnn og ekki spillir ef yndislegur maður og date fylgir með. Hjólið mitt er komið í notkun og nýt ég þess að þeysa um á því í fallega firðinum mínum og finna ilminn og vindinn leika um hárið. Sumarið verður fullt af skemmtilegheitum, ferðalögum, kóramóti og svona hangsi heima í garði með hvítvín og fullt af grillmat svei mér þá ekki bara.
Fékk bréf um daginn þar sem samþykkt var að veita mér 5 mánaða námsleyfi frá ágúst til desember. Það gefur mér tækifæri á að ljúka náminu hér í Danmörku með reisn ásamt því að geta sinnt þýðingum á námsbókum, námsefnagerð og svona bara að fá smá pásu frá kennslu. Mér til undrunar komst ég nefnilega að því í umsóknarferlinu að ég er búin að kenna í 22 ár, barasta!! Svona er lífið, stöðugt að koma manni á óvart.
Sendi svo bara ljúfar yfir til ykkar bloggvinir góðir og vona að vorið hitti ykkur eins vel og það hittir mig.