Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, október 31, 2005

Á leið í háttinn

Tókst eftir ábendingar eymingjabloggarans að laga hlekkina og nú er hún komin inn ásamt fleira góðu fólki. Jibbííííí.

Langur dagur, búið að flytja Magnús bró og þrífa skítinn eftir hann í gömlu íbúðinni.

Hlustaði á son minn útvarpsmanninn hjá útvarpi Ebba í Valhúsarskóli en þau senda út núna í nokkra daga. Þeri félagarnir hringdu í Strætó til að fá svör við ýmsum spurningum sem við hér á heimilinu höfum m.a. velt mikið fyrir okkur. T.d afhverju er ekki hægt að fá gefið til baka, það er hægt á öllum norðurlöndunum, afhverju er ekki hægt að kaupa miða í vagninum sjálfum, afhverju virkar nýja kerfið svona hörmuleg illa o.s.frv, o.s.frv. Hef aldrei getað skilið þetta með Strætó og þetta lága þjónustustig. Þú ert með 300 kall í vasanum en það kostar 220 kall í strætó. Þú gefur þeim 80 kall afþví þú getur ekki fengið til baka. En ef þú átt bara 200 kall þá færðu ekki að fara með þó þú borgir a.m.k. 300 kall í annaðhvort skiptið og átt í raun inni hjá Strætó.
Tilsvar mannsins við drengina við spurningunni um skiptimynt var: við erum að athuga þetta. Athuga hvað spyr ég, hvað er svona flókið, ef það er hægt að kaupa marga strætisvagna frá Svíþjóð er þá ekki hægt að panta svona skiptamyntabox í leiðinni ásamt ísetningu. Ég veit að það er til hjá þeim. Ég er alveg sannfærð um að borgarbúar myndu nota vagnana meira ef það væri auðveldara að borga með þeim peningum sem þú ert með í veskinu þá stundina en þurfa ekki að fara fyrst og skipta í minna klink eða kaupa miða á vissum stöðum. Ég myndi a.m.k. nota þessa þjónustu meir ef þetta væri ekki svona hræðilega gamaldags og íhaldsöm "þjónusta".

Jæja, kórstjórnartími á morgunn hjá Tuma, best að fara að halla sér.

P.s. er með miða á Mótettukórs- tónleika á sunnudaginn Á AFSLÆTTI, 2500. kall. Hljómsveit, fínir einsöngvarar, frábær kór og yndilseg requiem þeirra Mozarts og Fauré. Hafið samband þið sem hafið áhuga. Vinn kannski miðasöluverðlaunin, marði það næstum því í vor, sópranínan hafði vinninginn þá.

Gute nacht, shöne Laute.

sunnudagur, október 30, 2005

Alltaf að læra

Var að læra að setja inn hlekki og tengla eins og sjá má. Næst er að læra að setja inn myndir, allt kemur þetta í rólegheitunum.
Þreytt eftir erilsama helgi sem þó var mjög skemmtileg.Í kærkveldi var matarboð Fílunnar. Þar svignuðu borð undan kræsingum kórfélaga sem allir lögðu sig fram um að bera það besta á borð fyrir hvort annað. Benni Wilk á landinu og var hinn hressasti.
Gaf sjálfri mér frí frá messusöng, enda MJÖG þreytt í röddinni eftir barkabólguna.
Bökuðum brauð og tókum með okkur í bröns hjá Siggu mágkonu í dag og heimsóttum svo Halldór og Jónu sem voru að gera tilraunir með spelt bakstur í nýja eldhúsinu sínu. Fengum svo afbragðs súpu hjá þeim áður en haldið var heim með einn þreyttann snáða.
Ponsí fór vestur í dag. Hún fékk far hjá Þorleifi og Gullu vinkonu sinni, mjög ánægð.
Næsta vika verður aðeins rólegri, einu barni færra á heimilinu í nokkra daga.
Allt að verða vitlaust - jólaundirbúningurinn er hafinn hjá kaupmönnum. Mér þykir það afrek ef ég næ að skrifa jólakortin, sem mér tókst reyndar ekki í fyrra, og senda út. Mér hefur tekist að gera aðventukrans fyrir 1. sund. í aðventu og kaupa rauð epli og greni. Er reyndar mikið fyrir jólastúss þar sem ég er ógurlega sólgin í föndur, en finnst samt engin ástæða að rjúka til og byrja núna. Þá fer einhvernvegin allur andi úr þessu. Eins og Væla komst að orði (og hitti naglann á höfuðið) "í Ikea er hægt að fá jóladós og óverdós.

föstudagur, október 28, 2005

Þá er maður komin heim eftir að hafa setið í bílaröðum. Alltaf fer allt á annann endann í henni Reykjavík þegar snjóar. Maður ólst nú upp við annað eins, ófærð á götum í viku 10 daga, allir á sleðum og með snjóþotur og skólaafi tilbúinn með kústinn að sópa af manni snjóinn í andyrir skólans. Hér fer allt í panik og enginn viðbúinn snjónum.
Er á leið aftur út -jamm - í afmæli Eddu vinkonu minnar og svo í kórpartý Mót-kórsins þar sem nýliðar eru teknir formlega inn.
Sá nýju íbúðina hans Magnúsar bróður í dag og leist bara vel á. Til hamingju bró.
Jæja þá er að fara að lakka neglur og getra sig sæta.

Röfli dagsins lokið
kv

fimmtudagur, október 27, 2005

Komin á ról

Nú fer ég að kenna í dag, enda raddböndin hætt að flauta þegar ég tala og ræman orðin viðráðanleg. Fékk símhringingu í gær frá Jóhönnu kvennakórsstýru, hún veik og ég hleyp í skarðið og tek sópraninn.Hlakka til því ég hef ekki verið með þeim áður.Þarf að finna út hvar Fóstbræðraheimilið er á Langholtsveginum.
Skrýtið þetta með tímasetningar. Stundum er ekkkert að gera í sósjallífinu og svo koma tímar þar sem maður verður að skipta sér á milli staða og er á fullu báða dagana í allskyns stússi, afmælis og kórpartýum. Helgin framundan er svoleiðis.
Meira um óheppilegar tímasetningar, þá er vetrarfrí hjá miðbörnunum 8 og 15 ára, í næstu viku. Ég búin með mitt,sú tvítuga líka og leikskólasnáðinn fær ekkert. Var að armæðast yfir þessu við móður mína og bauðst hún þá til að taka Ponsí mína vestur til sín, og snáðinn gæti þá farið með þeim þegar þau koma hingað suður að hjálpa Magnúsi bróður að flytja. Snáðinn er nefnilega farinn að biðja um að fá að fara líka svo það verður að gera jafnt við þau bæði. Það er gott að leyfa honum að vera einum hjá ömmu og afa á Ísó.
Á Ísafirði er ekkert vetrarfrí. Foreldrar fengu að kjósa um það og vildu frekar byrja skólann seinna og sleppa vetrarfríi eins og kerfið var áður. Veit ekki hvort er betra því mér finnst atvinnulífið ekkert sérlega í stakk búið til að koma á móts við þetta sístem. Unglingurinn minn vill t.d. fara að vinna þessa 3 daga, í Bónus. Vetrarfrí hvað?

Jamm og jæja,

röfli dagsins lokið.

miðvikudagur, október 26, 2005

pattstaða

Var að fara yfir launaseðlana mína. Er orðlaus. Er í 0,461% stöðu hjá söngskólanum með 19 söngnemendur!! Samninganefnd fékk það út síðast að ef við fengjum launahækkun þá hækkaði nemendafjöldinn úr 19,5 nem. í 22.5 nem. semsagt sami grauturinn. EN- ég kenni krökkum frá 11 ára aldri og þeir teljast hálfir nemendur, svo ég kenni 12 hálfum nemendum og sem verða þá 6 heilir og 7 heilum sem samanlagt verða 13. Þannig að rýrnunin á launumslaginu eru 6 heilar manneskjur, sem þurfa jafnmikla hvatningu, undirbúnings af minni hálfu og aðhalds. Svo ef ég ætlaði að fá fulla stöðu með krökkum úr unglingadeildinni þá færi fjöldinn upp í 45 nemendur- jahá, fróðlegt. Ekki má gleyma að þessir krakkar fá samsöng einu sinni í mánuði og tónfræði kennslu í söngtímanum, sem ég kenni og fyrir þetta fæ ég heilar 119.799 kr.Erridekkiyndislegt:O) Held að vindhaninn í ráðhúsinu fái ekki mitt atkvæði, hann er fylgismaður "sænska kerfisins" og það er á hraðri leið með að keyra tónlistarkennslu þeirra niður í meðalmoð með afleiðingum sem ekki sést fyrir endann á. Ég er allavega byrjuð að finna fyrir því og líkar það ALLS EKKI. Helmingi fleiri nemendur fyrir skítalaun. Væri löngu búin að skipta um starfsgrein ef mér þætti þetta ekki svona hryllilega gaman. Sem bráðum verður ekki haldi þetta svona áfram.

Brynhildur leikkona að syngja lag að nýjasta diskinum sínum í útvarpinu, fínt.
Man þegar ég sá hana fyrst í Rent, fannst hún ekkert sérstök. En núna finnst mér hún frábær, það er nefnilega svo skemmtilegt með suma listamenn, þeir vaxa í gegnum störf sín. Og við hin fáum að njóta.

þriðjudagur, október 25, 2005

Nafnleynd á netinu

Einhverra hluta vegna þá gengur mér brösulega að fá síðustu færslur birtar. Meldar að það hafi tekist en þegar ég ætla að skoða það á síðunni þá er barasta ekki neitt. Semsagt, var að fjargviðrast út í fólk sem birtir sínar eða annara manna greinar án þess að geta nafn síns. Í mínum huga er það algert grundvallar atriði að ef maður vill láta taka mark á sér þá verður maður að geta nafn síns, annað er hugleysi. Verð 20 ára stúdent í vor og einn skólafélgi okkar hefur skellt upp síðu fyrir árganginn. Þar hafði einhver birt grein af baggalúti og nefnir hana "Í tilefni daxins" sem á að vera einhverskonar hótfyndni um konur og baráttu okkar á vinnumarkaðinum. Það fíkur alltaf nett í mig þegar ég les svona því þetta á að "hleypa okkur upp" en missir marks því það er svo fyrirsjáanlegt.

Fer ekki á kóræfingu í kvöld,ræman orðin mjög slæm.Raddböndin flauta þegar ég tala. Svo sem í lagi kann Requiem -Mozarts og Fauré utanbókar. Tónleikar 6. okt. kl. 17.00. með hljómsveit og fínum einsöngvurum svo jólaprógramm með sjónvarpsupptöku og útgáfu jóladisks. Nóg að gera í Mótettunni, sei-sei já.

Eigum við að athuga hvort ég geti birt þetta!

Nafnleynd á netinu

Eitthvað gekk brösulega að birta færsluna sem ég hafði skrifað hér áðan. Verð 20 ára stúdent næsta vor og af því tilefni hefur skólafélagi okkar útbúið bloggsíðu. Frábært framtak því við höfum heyrt frá fólki sem ekki hefur orðið á vegi manns í óratíma. Fór inn á síðuna áðan og sá að einhver skólafégi hafði tekið grein af baggalúti um kvennafrídaginn og birt það á síðunni án þess að geta nafn síns. Sendi um hæl að ekki væri mark takandi á fólki sem birtir texta, sinn eiginn, eða annara án þess að geta nafn síns. Er þeirrar skoðunar að nafn eigi að fylgja ef fólk vill láta taka mark á sér. Greinin átti að vera svona hótfyndni um konur og baráttu okkar um réttindi en fyrir mér eru svona skrif ómálefnalegt rugl. Það fíkur alltaf í mig þegar ég les svona því þetta á að "hleypa okkur upp" og gera okkur illar, en missir marks því þetta er svo fyrirsjáanlegt.

Kemst líklega ekki á kóræfingu í kvöld,ræman orðin allsvakaleg, raddböndin flauta þegar ég reyni að tala. Svosem í lagi, kann Requiem -Mozarts og Fauré utanbókar. Tónleikar 6. okt kl. 17.oo. í Hallgrími með hljómsveit og fínum einsöngvurum. Og þá tekur við jólaprógramm með útgáfu geisladisks og upptökum í sjónvarp. Svaka fjör.
Og núna prófa ég að birta þetta,plís ekki delíta þessu einu sinni enn--hrumpf!!!

mánudagur, október 24, 2005

aðeins meira

var að redda kóræfingu kvöldsins. Gurrý hélt hún væri að tala við karlmann í símann, röddin er semsagt orðin eins og hjá mikilsigldum sjóara, mikil ræma í gangi.
Langar að gera svona lista yfir aðra bloggara á síðunni minni, hver kann, þorir og vil? ( svona í tilefni dagsins) Og líka setja línka inn á annað forvitnilegt dót.
Finnst mjög skemmtilegt að ég skyldi brjótast inn í bloggheima á kvennafrídagin, eins og fara inn á áður ókannaðar slóðir en ég held ég eigi eftir að fíla þetta.

Skipti fyrir um tveimur mánuðum um mararæði. Hef frá fyrsta degi míns lífs verið með vanskapaðann ristil sem tekur við einni fæðu en fúlsar við annari. Og núna eftir að hafa tekið hitt og þetta út úr mínu mataræði þá hef ég komist að þessu: ristillinn minn vill ekki mjólkurvörur, hvítt hveiti, sykur og ger. Hef semsagt ekki þau ensím sem þarf til að brjóta niður mjólkurprótein, hveiti límir saman á mér ristilinn, gerið og sykurinn geriri mig eins og ég sé gengin 4 mánuði og nærir um leið candita sveppinn sem tók sér bólfestu í þörmunum fyrir 15 árum. Hingað til hefur mér gengið prýðilega að finna fæðu sem hentar mér, borða kjöt og fisk en ekki svínakjöt og nautakjöt því þá verð ég veik. Er búin að finna uppskriftir af ýmsu góðgæti og meiri að segja fínustu súkkulaði köku. Þegar ég er búin að finna hvernig ég bý til mataruppskriftarhorn þá set ég hana þar inn. En núna hef ég öðlast nýtt líf og finnst það barasta ágætt, komin á þennan aldur. En þetta fann ég upp " all by myselfe" því ekert gagn er í því sem læknar ráðleggja í þessum efnum. Gleyptu pillur fyrir mat, þú verður reyndar sifjuð af þeim og mátt ekki keyra!!! Já, þú ert með þrengingar í ristlinum, ó, finnurðu svona til þegar ég kem við kviðinn á þér, hvað segirðu færði krampa á hverjum degi?*!¨Ja því miður ég get ekkert gert fyrir þig. Læknar á íslandi í dag.

sko til

Hér sit ég í flensudrullu og veit ekkert hvað ég á að mér að gera. Hef lengi ætlað að búa til bloggsíðu og nú er það orðið að raunveruleika því hér lítur mitt fyrsta blogg dagsins ljós. Ætlaði í kröfugöngu vegna dagsins en verð að láta mér lynda að horfa í gegnum kassann.Frekar fúlt.
Fékk skrýtinn póst áðan, vinnuvetandi minn hafði hringt niður í KÍ til að vita hvort þar á bæ væru gerðar einhverjar ráðstafanir vegna dagsins. Nei, ekki höfðu þau gert það því í þessu félagi erum við að beita okkur fyrir launahækkunum en ekki launajafnrétti!!!!!!! Síðast þegar ég vissi var kennarstéttin stútfull af konum. Því stóð ég í þeirri meiningu að stéttarfélög þar sem konur eru í meirihluta hefðu eitthvað með málefnið að gera, nei, ekki KÍ. Einkennilegt.
Vona að mitt félag, FÍH, hafi aðra afstöðu, verð nú bara að segja það.

Sé Keilinn á hverjum degi ásamt íverustað Dorritar og Ólafs. Núna er Keilirinn svo fallegur að það minnir mann á póstkort, svona místísk slæða yfir öllu, frost og sól.Dásamlegt Ísland.

Jæja þá er að vita hvort ég get birt þetta, er ekki voðalega flínk tölvukona.

Hóst ,hóst og ræma ( sbr. að vera rám)