Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, október 25, 2005

Nafnleynd á netinu

Eitthvað gekk brösulega að birta færsluna sem ég hafði skrifað hér áðan. Verð 20 ára stúdent næsta vor og af því tilefni hefur skólafélagi okkar útbúið bloggsíðu. Frábært framtak því við höfum heyrt frá fólki sem ekki hefur orðið á vegi manns í óratíma. Fór inn á síðuna áðan og sá að einhver skólafégi hafði tekið grein af baggalúti um kvennafrídaginn og birt það á síðunni án þess að geta nafn síns. Sendi um hæl að ekki væri mark takandi á fólki sem birtir texta, sinn eiginn, eða annara án þess að geta nafn síns. Er þeirrar skoðunar að nafn eigi að fylgja ef fólk vill láta taka mark á sér. Greinin átti að vera svona hótfyndni um konur og baráttu okkar um réttindi en fyrir mér eru svona skrif ómálefnalegt rugl. Það fíkur alltaf í mig þegar ég les svona því þetta á að "hleypa okkur upp" og gera okkur illar, en missir marks því þetta er svo fyrirsjáanlegt.

Kemst líklega ekki á kóræfingu í kvöld,ræman orðin allsvakaleg, raddböndin flauta þegar ég reyni að tala. Svosem í lagi, kann Requiem -Mozarts og Fauré utanbókar. Tónleikar 6. okt kl. 17.oo. í Hallgrími með hljómsveit og fínum einsöngvurum. Og þá tekur við jólaprógramm með útgáfu geisladisks og upptökum í sjónvarp. Svaka fjör.
Og núna prófa ég að birta þetta,plís ekki delíta þessu einu sinni enn--hrumpf!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home