sko til
Hér sit ég í flensudrullu og veit ekkert hvað ég á að mér að gera. Hef lengi ætlað að búa til bloggsíðu og nú er það orðið að raunveruleika því hér lítur mitt fyrsta blogg dagsins ljós. Ætlaði í kröfugöngu vegna dagsins en verð að láta mér lynda að horfa í gegnum kassann.Frekar fúlt.
Fékk skrýtinn póst áðan, vinnuvetandi minn hafði hringt niður í KÍ til að vita hvort þar á bæ væru gerðar einhverjar ráðstafanir vegna dagsins. Nei, ekki höfðu þau gert það því í þessu félagi erum við að beita okkur fyrir launahækkunum en ekki launajafnrétti!!!!!!! Síðast þegar ég vissi var kennarstéttin stútfull af konum. Því stóð ég í þeirri meiningu að stéttarfélög þar sem konur eru í meirihluta hefðu eitthvað með málefnið að gera, nei, ekki KÍ. Einkennilegt.
Vona að mitt félag, FÍH, hafi aðra afstöðu, verð nú bara að segja það.
Sé Keilinn á hverjum degi ásamt íverustað Dorritar og Ólafs. Núna er Keilirinn svo fallegur að það minnir mann á póstkort, svona místísk slæða yfir öllu, frost og sól.Dásamlegt Ísland.
Jæja þá er að vita hvort ég get birt þetta, er ekki voðalega flínk tölvukona.
Hóst ,hóst og ræma ( sbr. að vera rám)
Fékk skrýtinn póst áðan, vinnuvetandi minn hafði hringt niður í KÍ til að vita hvort þar á bæ væru gerðar einhverjar ráðstafanir vegna dagsins. Nei, ekki höfðu þau gert það því í þessu félagi erum við að beita okkur fyrir launahækkunum en ekki launajafnrétti!!!!!!! Síðast þegar ég vissi var kennarstéttin stútfull af konum. Því stóð ég í þeirri meiningu að stéttarfélög þar sem konur eru í meirihluta hefðu eitthvað með málefnið að gera, nei, ekki KÍ. Einkennilegt.
Vona að mitt félag, FÍH, hafi aðra afstöðu, verð nú bara að segja það.
Sé Keilinn á hverjum degi ásamt íverustað Dorritar og Ólafs. Núna er Keilirinn svo fallegur að það minnir mann á póstkort, svona místísk slæða yfir öllu, frost og sól.Dásamlegt Ísland.
Jæja þá er að vita hvort ég get birt þetta, er ekki voðalega flínk tölvukona.
Hóst ,hóst og ræma ( sbr. að vera rám)
2 Comments:
At 25/10/05 5:31 e.h., Hildigunnur said…
velkomin í bloggheima :-) hér er gaman að vera.
At 25/10/05 5:54 e.h., Syngibjörg said…
takk,takk,so far so good.
Skrifa ummæli
<< Home