Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, október 24, 2005

aðeins meira

var að redda kóræfingu kvöldsins. Gurrý hélt hún væri að tala við karlmann í símann, röddin er semsagt orðin eins og hjá mikilsigldum sjóara, mikil ræma í gangi.
Langar að gera svona lista yfir aðra bloggara á síðunni minni, hver kann, þorir og vil? ( svona í tilefni dagsins) Og líka setja línka inn á annað forvitnilegt dót.
Finnst mjög skemmtilegt að ég skyldi brjótast inn í bloggheima á kvennafrídagin, eins og fara inn á áður ókannaðar slóðir en ég held ég eigi eftir að fíla þetta.

Skipti fyrir um tveimur mánuðum um mararæði. Hef frá fyrsta degi míns lífs verið með vanskapaðann ristil sem tekur við einni fæðu en fúlsar við annari. Og núna eftir að hafa tekið hitt og þetta út úr mínu mataræði þá hef ég komist að þessu: ristillinn minn vill ekki mjólkurvörur, hvítt hveiti, sykur og ger. Hef semsagt ekki þau ensím sem þarf til að brjóta niður mjólkurprótein, hveiti límir saman á mér ristilinn, gerið og sykurinn geriri mig eins og ég sé gengin 4 mánuði og nærir um leið candita sveppinn sem tók sér bólfestu í þörmunum fyrir 15 árum. Hingað til hefur mér gengið prýðilega að finna fæðu sem hentar mér, borða kjöt og fisk en ekki svínakjöt og nautakjöt því þá verð ég veik. Er búin að finna uppskriftir af ýmsu góðgæti og meiri að segja fínustu súkkulaði köku. Þegar ég er búin að finna hvernig ég bý til mataruppskriftarhorn þá set ég hana þar inn. En núna hef ég öðlast nýtt líf og finnst það barasta ágætt, komin á þennan aldur. En þetta fann ég upp " all by myselfe" því ekert gagn er í því sem læknar ráðleggja í þessum efnum. Gleyptu pillur fyrir mat, þú verður reyndar sifjuð af þeim og mátt ekki keyra!!! Já, þú ert með þrengingar í ristlinum, ó, finnurðu svona til þegar ég kem við kviðinn á þér, hvað segirðu færði krampa á hverjum degi?*!¨Ja því miður ég get ekkert gert fyrir þig. Læknar á íslandi í dag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home