Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, október 27, 2005

Komin á ról

Nú fer ég að kenna í dag, enda raddböndin hætt að flauta þegar ég tala og ræman orðin viðráðanleg. Fékk símhringingu í gær frá Jóhönnu kvennakórsstýru, hún veik og ég hleyp í skarðið og tek sópraninn.Hlakka til því ég hef ekki verið með þeim áður.Þarf að finna út hvar Fóstbræðraheimilið er á Langholtsveginum.
Skrýtið þetta með tímasetningar. Stundum er ekkkert að gera í sósjallífinu og svo koma tímar þar sem maður verður að skipta sér á milli staða og er á fullu báða dagana í allskyns stússi, afmælis og kórpartýum. Helgin framundan er svoleiðis.
Meira um óheppilegar tímasetningar, þá er vetrarfrí hjá miðbörnunum 8 og 15 ára, í næstu viku. Ég búin með mitt,sú tvítuga líka og leikskólasnáðinn fær ekkert. Var að armæðast yfir þessu við móður mína og bauðst hún þá til að taka Ponsí mína vestur til sín, og snáðinn gæti þá farið með þeim þegar þau koma hingað suður að hjálpa Magnúsi bróður að flytja. Snáðinn er nefnilega farinn að biðja um að fá að fara líka svo það verður að gera jafnt við þau bæði. Það er gott að leyfa honum að vera einum hjá ömmu og afa á Ísó.
Á Ísafirði er ekkert vetrarfrí. Foreldrar fengu að kjósa um það og vildu frekar byrja skólann seinna og sleppa vetrarfríi eins og kerfið var áður. Veit ekki hvort er betra því mér finnst atvinnulífið ekkert sérlega í stakk búið til að koma á móts við þetta sístem. Unglingurinn minn vill t.d. fara að vinna þessa 3 daga, í Bónus. Vetrarfrí hvað?

Jamm og jæja,

röfli dagsins lokið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home